Alþýðublaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 7
Þing norrænna rithöfunda í Reykjavík Ársþing Norræna rithöfunda ráðsins verður haldið í Reykja vík dagana 9—11. þ. m. og sitja það 17 fulltrúar, 11 erlendir og 6 íslenzkir. Erlendu r'ithöfund arnir koma hingað flugleiðis á fimmtudagskvöldið, og verður Kjörgripur MAÐURINN, sem er að leggja síðustu hönd á skírnarfoníinn, er Wil- helm Bechmann, mynd- skeri. Þetta er ekki fyrsti skírnarfonturinn, sem Wilhelm sker út, skírnar fontarnir í Ólafsvíkur- kirkju, í Fáskrúðarkirkju, Búðakirkju og flciri kirkj um eru verk hans. Auk þess hefur hann skorið út altaristöflur og annar það fleira, sem of langt yrði upp að telja. Þessi skírnarfontur verður næstu daga sendur vestur í Vatnsfjörð, en kvenfélagið í Vatnsfirði ætlar að gefa kirkjunni þennan fallega grip. Skírnarfonturinn er úr maghóníviði, en á hann er skorin mynd af Maríu guðsmóður með Jesúbarn ið og þessi áletrun : Ond mín miklar drottin (Lúk.1.46.), en á fótstallinn er skorin þessi áletrun: Vestfjarðakirkja, — anno 1961. Hættan á feilreikn-sagSi ingi hefur minnkað Kennedy í ræðu sinni Washington, 6. júní. í útvarps og sjónvarpsræðu sinnl til bandarísku þjóðarinn ar, í kvöld sagði Kennedy, — Bandaríkjaforseti, að nýai staðnar viðræður hans við Krústjov hefðu ekki dregið úr ágreiningi þessara ríkja, en hins vegar hefði hættan á feil reikningi aðila minnkað vcru lega. Forsetinn kvað viðræð urnar við Krústjov hafa verið mjög nytsamlegar og þó að bil ið milli þeirra hefði ekki minnk að verulega, sambandið verið breikkað. Hann gat þess, að hvorugur [aðilinn hefði náð fram neinum „árangri eða til slökunum“ og bætti við, að hvorki hefði náðst né verið bú izt við stórkostlegum árangri. Forsetinn flutti ræðu sína frá Hvíta húsinu Hann gat þess, að á einu sviði viðræðnanna hefði náðst góður árangur, h. e. a. s. í samkomulagi þeirra um nauð syn þess að draga úr hættunni, sem stafar af ástandinu i Laos. Kvað hann nauðsynlegt, að sú afstaða yrði tekin til fram kvæmda á Genfarráðstefnunni um Laos. Kennedy gat þess, að minni ástæða væri til að vera bjart sýnn um ráðstefnuna um bann við tiiraunum með kjarnorku vopn vegna þess að Krústjov neitaði staðíastlega að fallast á hlutlausan yfirmann eftirlits með slíku banni og heimtaði neitunarvald. Hann kvaðst hafa farið þessa för með tvö markmið fyrir aug um: „Samstöðu hins frjálsa heims“ og hugsanlegan mögu leika á að koma á varanlegum friði“. Hann. kvað viðræður sínar við de Gaulle Frakklands forseta hafa verið sér geysimik il hvatning og bælti við, að viss skoðanamunur Bandaríkja manna og Frakka hefði „orðið óverulegur með tilliti til sam eiginlegra skuldbindinga til sameiginlegra skuldb'ndinga til verndar frelsinu“. Forsetinn vitnaði til yfirlýs ingar Krústjovs urii, að svoköll uð frelsisstríð, er, nytu stuðn 'ings Kreml, mundn koma í stað hernaðarlegra afskipta og kv;að það bjargfasta skoðun sína, að frelsi og sjálfsákvörðun, en ekki kommúnismi væri fram tíð mannkynsin.s. „Það er aug ljóst, að þesSi barátta .. . lield ur áfram að vera helzta vanda Framhald á 12. síðu. þingið sett í hátíðasal Iláskólan* kl. 2 á föstudaginn. Ársþing Norræna rithöfunda ráðsins hafa undanfarin ár veriS? haldin til skiptis á hinum NorS urlöndunum, en þetta er í fyrsta sinn, sem þingið er haldið> á íslandi. Aðalefnin. sem rædd verða á þessu þingi eru m. a. breytingar á almennum samn, ingum rithöfur.da og útgefenda. þýðingar á norrænum bókum í Rússlan'di, skólalssbækur og hii> nýju höfundalög Norðurlandar sérstaða finnskra og ísienzkra bóka á samnorrænum bókamark aði og loks starfsemi norrænu rithöfundafélaganna, samstarF þeirra o. fl. Gestirnir, sem koma hingað frá Norðurlöndum eru allt for ystumenn í rithöfundafélögura hvers lands um sig, en þeir eru þessir: Frá danska rithöfundafé iaginu: Hans Lyngby Jepsen, Palle Lauring og Jytte Lövgren; irá norska rithöfundafélaginu: Thorolf Elster og Mag'li Elster; irá sænska rithöfundafélaginu: Hilding Östlund og AxeL Sanberg; frá finnska rithöfunda. Ifélaginu: Martti Santavuori og Tuoimas Anhara og frá sænska:. rithöfundafélaginu í Finnlandir Marten Ringbom og Carl Fr. Sandelin Fulltrúar Rithöfimdasam bands íslands og rithöfundafé laganna á þinginu verða rithöf undarnir Stefán Júlíusson, Guð mundur G. Hagalín, Friðjón Ste fánsson, Ingólfur Kristjónsson, Thor Vilhjálmsson og lögfræð ingar sambandsins, Krist'nn O. Guðmundsson. Við setningu þingr.ins í hátíða sal háskólans á föstudaginn flytja ávörp menntamálaráðl herra og formaður rithófunda sambandsins. Öllum er heimilL aðgangur, og þess sérstaklega vænzt að rithöfundar fjölmenni. Canberra Frh. af 14. síðú. og framkvæmdir lögðust niður að sinni. Nú þýkir flestum íbúum borgarinnar °S gestum, sem þangað koma, vænt um þessa litlu, rúmgóðu og hreinu borg sem liggur þarna uppi á sólbakaðrr sléttunni. Sumurn finnst lífið þar ef til vrll tilbreyt ingarlítið, en rólegt fyrir fjölskyldulíf. Ekki er þó langt niður að ströndinni eða Sidney, þangað er ‘auð velt að bregða sér um helg ar og aðeins örfárra tíma. ferð upp í fjöllrn til þess að fá afbragðs skíðafæri. Alþýðublaðið 8. júnií 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.