Alþýðublaðið - 08.06.1961, Síða 4

Alþýðublaðið - 08.06.1961, Síða 4
- „ , . WSM1 Guðni Guðmundsson: menn Fidel Castro, einræðisherra á Kúbu, kom fram með þaó til boð fyrir alllöngu, eins og menn muna, að hann skyldi skipta á 1200 kúbönskum föng um, er teknir voru höndum í hinni misheppnuðu innrás í landið, og Ö00 bandarískum traktorum. Tók hann sér þar til fyrirmyndar nazistann — Adolf Eichmann, rem á sínum tíma bauð að skipta á gyðing um og vörubílum. Brugðið var skjótt við í Bandaríkjunum og stofnuð nefnd, að undirlagi Kennedys forseta, er skj ldi safna fé til traktorakaupanna og leysa iþannig menn þessa úr 'haldi. Fékk forsetinn þau Elea nor Roosevelt, Walter Reuther, verkalýðsforingja, og Milton Eisenhower, bróður fyrrver andi forseta, til að hafa forustu fyrir söfnuninni. Forsetinn hefur s.ntt all miklu aðkasti fvrir íorgöngu sína í þessu máii, bæði frá flokksmönnum sínum og and stæðingum Hanu hefur hins vegar bent á, að hann hafi gert það fremur sem einstaklingur en sem forseti. og liann sagði: „Þegar einstakíingar ieitast við að hjálpa til að koma í veg fyrir þjáningar í öðrum lönd um með frjálsum framlögum — sem er ágæt arnerisk erfða venja — ætti þessi rílisstjórn ekki að skipta sér af mannúðar verkum þeirra“. Einn af flokksbræðrum for setans, Dodd, öldungadeildar maður frá Connecticut, er einn þeirra, sem harðast hafa gagn rýnt þessa ráðstöfun og segir m. a. að með þessu sé verið að styrkja aðstöðu Castros til að þrælka sex milljónir armarra manna og: ,,Ef við tökum upp á að greiða lausnarfé fyrir 1000 af þeim milljarði gísla, sem kommúnistar halda, hvar endar það þá?“ Það má að vísu segja, að sjónarmið Dodds sé að ýmsu leyti sk'Ijanlegt og mannlegt, en viðbrögð Kennedys o g þeirra, sem að söfnuninni standa, er þó stórmannlegra og frá mannúðarsjónarmiði sjálf sagt. Það er ekki aðeins það, að Bandaríkjastjórn ber að nokkru leyti ábyrgð á þvi. að menn þessir eru fangar, heldur hlýtur hitt að koma til greina líka, að hafi menn trú á þe.im málstað, sem mennirnir voru að berjast fyrir, þá ber þegar af þeirri ástæðu skylda til að losa þá úr prísundinni, þó ekki væri nema t:l að gefa þeim tækifæri til að reyna aftur. Castro kann að hafa fur.dizt hann „sniðugur“, þegar hann sló fram þessu tilboði sí.nu, en hætt er við, að þessir 500 trakt orar reynist honum nokkuð dýrir. Þetta kaldranalega til boð hefur hlotið hinar herfileg ustu móttökur alls staðar og er það að verðleikum. Þao er ekki nóg, að skeggi þessi hafi gleypt í sig hráau kommúnisma, held ur hefur hann sýnilega gleypt líka hugmyndir hinna nazist ísku milljónamorðingja. Og þess eru merki, að ýmsar stjórn ir í Suður og Mið Ameríkuríkj unum, sem í fyrstu vildu tæp ast trúa því, að Castro væri eins slæmur og t. d Bandaríkja menn vilja vera láta, hafi nú fengið þær sannanir, sem þær þurftu. Svo er að sjá, sem Castro sé farinn að gera sér ljóst, að tilboðið hafi ekki verið eins „sniðugt“ og houum fannst í fyrstu, kannski finnst honum verðið of hátt ef það á eftir að kosta hann það litla áh't, sem grannríkin lnifðu á honum. Það er a. m. k. víst, að hann hefur ekki jvarað fyrirspurn frá amerísku traktoranefnd inni og hefur nefndin nú beðið hann um svar við fyrirspurn inni í siðasta lagi á miðviku dag, 7. júní. Hefur nefndin til kynnt, að hún sé reiðubúin til að senda fyrstu 100 traktorana af stað tveim vikum eftir að hann hefur gefið endanlegt samþykki sitt Nefndin hefur þegar sent Cast~o þrjú skeyti, hið síðasta 2 júní, en þegar þetta er skrixafj hefur ekkert svar borizt ftá honum. Hugsanlegt er, að einræðis Myndin er af þeim frú Eleanor Roosevelt, Walt- er Reuther og Milton Eisenhower á fundi með sendinefnd fanga frá Kúbu, sem haldinn var í Washington 22. maí sl. til að fjalla um traktorvið- skintin. Fanganefndin var í Wasliington til að semja um lausn meðfanga sinna, sem teknir voru af liði Castros er innrásin var gerð á Kúbu í anríh Þau þriú til hægri á mynd inni gengust fyrir sam- skotum um gjörvöll Bandaríkin til að standa straum af kaunum á þeim fimm hundruð trak torum, sem Castro krafð- ist á lausnargjald fyrir tólf hundruð fanga. Castro herrann hætti við allt saman og reyni ao skjóta sár á bak við það, að hartn hafi sagt þetta ,,í gamni“. Það er þó vist, að honum verður ekki kápan úr því klæðinu, því að hann hefur þegar skemmt e:'ns nukið fyvir sér og hann getur, og þess vegna getur haim alveg eins tekið við traktorunum á þeirxi forsendu, að „betri er hálfur skaði en allur“. Hins vegar má segja, að þetta frumhlaup Ca stros hafi verið það bezta, sem. hann gat gert fyrir Bandaríkin úr því sem komið var, og við brögð forsetans og alls þess fjölda manna, sem gefið hefur fé til traktorakaupanna, eru ljósasta dæmið um muninn á mannúð lýðræðisríkis og hroka fullri ósvífni einræðisins. j.'Utaiu af 1. síðu. vik, enda þótt engin staðfesting hafi fengizt á því. Ekki er um nema '10—100 verkamenn í Dagsþrún að ræða sem vinna hjá Sambandinu, bannig að eftir sem áður verður þorri verkamartna í Reykjavík í verkfalli, þó að samnir.gar yrðu gerðir við SÍS Þá má einnig geta þess að OÍíuféiagið h.f. er í Vinnuveitendasambandi ís lan'ds og mun því ekki verða aðili að samkomulagi, sem SÍS kann að gera. ÚTIFUNDUR í KVÖLD í kvöld mun Alþýðusamband ið æUa að hafa út’fund um verkfallsmálin og eiga þeir Hannibal ValdiniErsson ('g Eð varð Sigurðsson að flytja þar aðalræðurnar. Athyglisvert má það teljast, að enginn Fram sóknarmaður hefur fengið að tala, svo miklir kærleikar sem nú eru ineð kom.múnistum og Framsóknarmö.nnum PARIS, 7. júní (NTB/REUT- ER\ Charlcs Aillcret hershöfð ingr, sem stóð fyrir því, er fyrsta franska atórnsprcngjan var sprengd í Sahara í febrú ar í fyrra, var í dag skipað- u yfirmaður hersins í Algier. Útnefní’-^ ■>, var tilkynnt eft- ir ráðuney/isfund. Ailleret tekyr við af Gambiez hers- höfðrngja, sem tekinn var til fangá af hershöfðingjunum í hinni misheppnuðu uppreisn- t*%*v*«*%vvvw*%*vk%%%vvM>%v%%%»viartilraun í apríl_ ^ 8. juní 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.