Alþýðublaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 11
Heimspeki á ísland og isl. heimspeki ‘Leitt væri til þess að vita, I ef stjórnmálamaður, sem kveð ur sér hljóðs um heimspekí, eins og Brynjólfur Bjarnason fyrrum menntamálaráðherra, hefur nú gert í útvarpinu, væri af andstæðingum og öðr um, sem ekki eru flokksmenn hans, ekki látinn njóta sann- mælis. Munu íslendingar ekki láta það henda sig, enda mundi slíkt einungis gera réttmætri gagnrýni erfiðara fyrir. Eg hef að mínu leyti haft ánægju af að hlusta á þessi erindi, sérstaklega ann- að erindið, þar sem mjög fróð leg og íhugunarverð efni voru tekin fyrir. Yel þótti mér það athugað, að þegar einhverjir þykjast geta „hafnað orsaka- Því jbeg/a menn r . GOTT þótti mér að sjá í Sunnudagsblaði Alþýðublaðs- ins 11. des. sl. að hinn kunni sálfræðingur C. G. Jung, skuli hafa gert sér ljóst, að draumar eru jafnan óháðir vilja og ósk um dreymandans, og að hinn sofandi maður sé þar því frem ur þiggjandi en gerandi. En því þótti mér gott að sjá þetta að þarna er um að ræða eitt af því, sem dr. Helgi Pjeturss var að leitast við að fá menn til að skilja. Það sem dr. Helgi gerði sér einna fyrst ljóst varðandi drauma sina var einmitt þetta, sem þarna var haft eftir Jung, að undir rót þeirra væri ekki nema að litlu leyti endurminningar hans úr vöku. Og féllist nú Jung einnig á það, sem að auki var sagt þarna í blaðinu, að til séu „mjög skýr dæmi um það, að menn hafi í draumi lifað eða séð atburði, sem áttu sér stað á svipuðum tíma allt annars staðar í heim Framhald á 12, síðu. lögmálinu“ þýðip það ekkert annað en það, að þeir eru sjálfir hættir að hugsa. Það sem gagnrýna mætti við erindin, og kynni að mega heita réttmæt gagnrýni, er það, að höfundur leitar langt yfir §kammt og veit ekki vel hvar hann er staddur. Eg get stutt þetta með rökum. Brynj- ólfur notar, ekki sjaldnar en tvisvar, svo ég tæki eftir, en líklega allmiklu oftar, orðið framvinda um þróun, evolution, í víðtækustu merkingu. En þetta orð veit ég ekki betur en að myndað sé af dr. Helga Pjeturss og er eitt af vildar- orðum hans. En vilji menn njóta góðs af orðsnilli dr. Helga, hvers vegna þá ekki einnig af öðru því sem hans er? Hvers vegna að sneiða allt af hjá því, sem íslendingur og hinn ágætasti maður hefur til málanna lagt, þegar efnið beinlínis krefst þess að hans sé gelið? Þrátt fyrir það, að margt er vel um erindi Brynj- ólfs og það, að hann er ótví- rætt mjög vel lesinn maður, hygg ég að hann myndi sýna sig sem meiri heimspeking með því að segja með einföld um orðum hvort hann telur að kenningar dr. Helga Pjet- urss séu réttar eða hvort hann heldur að þær séu vit- leysa. Þetta er það, sem ég vildi fá Brynjólf Bjarnason til að svara, og ég veit, að því fyrr sem hann bregður við því auðveldara, verður honum að segja annaðhvort. Það er reyndar ýmislegt annað, sem ég vildi fá þá, sem mikla viðleitni sýna á því að afla sér yfrlits yfir það sem vitað er og það, sem gerizt, til að ræða um. Nú er það t. d. öllum kunnugt, sem furðuleg tilhugsun má heita, að eld- flaug gerð af mannahöndum er á leið til annars hnaltar, Venusar. Og er ætlað, ef ekki verða óhöpp, að afla vitneskju um ásigkomulag hnattarins, sem aldrei fyrr hefur verið kostur á. Nú þætti mér fróð- legt að vita það, áém mér þykir mestu máli skipta, hvort von er til þess að geimfar þetta muni leiða nokkuð í ljós um líf á stjörnunni ’Ven- usi. Eða með öðrum orðum, hvort samskipun jarðefnanna, efnasamböndin, séu þar kom- in á það stig, að þar megi líf heita. Vera má að litlar líkur séu til, að slíkt komi í ljós í þetta sinn. En sé það á hinn veginn, að þetta kunni að tak ast, þá er nú senn um fleira að tala. Þorsteinn Guðjónsson. Vil kiaupa lítinn hrognkelsabát Verðíilboð sendist Alþýðublaðinu merkt „Trilla“» Ný 1 jóðabók Nýtt sKáld Hæstaréttarlögmaður tekur sér sæti á skáldabekk. Maíbók Almenna bókafélagsins er Ijóðabókin Fjúkandi lauf cr fyrsta ljóðabók höfundarins. J/ Einar Asmundsson. eftir Einar Ásmundsson hæstarét tarlögmann Almenna bókaféiagið tti Háskóla íslands Á laugardag verður dregið í 6. flokki. 1.100 vinrú'ngar að fjárhæð 2.010.000 krónur. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS 6. fl. 1 á 200.000 kr. 200.000 kr. 1 - 100.000 — 100.000 — 26 - 10.000 — 260.000 — 90 - 5.000 — 450.000 — 980 - 1.000 — 980.000 — Au ka vi n n ingar: 2 á 10.000 kr. 20.000 kr. 1.100 2.010.000 kr. Alþýðublaðið — 8. júmí 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.