Alþýðublaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.06.1961, Blaðsíða 10
Ritstjóri: Öm E i3 s s o n. S-V. úrvalið gjörsigraði Skotana 7:1 VID ERUM Á RÉTTRILEIÐ í GÆRKVÖLDI lék skozka knattspyrnuliðið St. Mirren fjórða og síðasta leik sinn hér. Var það gegn Suðvesturlands- úrvalinu. Nú loks fengu Skot- arnir kúluna kembda, og það syo um munaði. Voru þeir „burstaðir“ og töpuðu leiknum með 7 mörkuní gegn aðeins 1, sem þeim tókst að skora allra síðast í leiknum. Úrvalsliðið „féll vel saman” og átti yfirleitt mjög góðan leik, svo sem úrslitin sýna glögglega. Þórður Jónsson, sem leika átli v. úth. var ekki búinn að jafna sig það vel, eftir meiðsl in í leiknum gegn Fram á dög uijium, að hann treystist til þéss er til kom, en f hans stað lék Guðjón Jónsson. { -jc Raráttugleði og sigur- vilji. Sterkasti þátturinn í leik úr valsins var, að liðið allt gaf mótherjunum aldrei tíma til neinna athafna. Hver og einn liðsmanna þess barðist af dugn aði og fullkominni hörku all- an leikinn, baráttugleði og sgurvilji einkenndi leik þess. 'Vörnin var sterk, einkum þó þeir Árni og Rúnar, en Rúnar var sá íslendinganna, sem hafði í fullu tré við Skotana að því er til skalltækni tók. — Helgi Jónsson, sem í þessum leik var reyndur sem bakvörð ur, en leikur annars framvörð og jafnan með góðum árangri, átti allgóðan leik í þessari nýju stöðu, en þó voru áhrifin frá framvarðarstöðinni oft fullmikil, þannig, að hann fór stundum oflangt fram. Helgi Dan. átti góðan leik í markinu og verður ekki sakaður um þetta eina mark, sem Skotun- um tókst að pota inn í lokin. Sveinn og Garðar framverð- ir höfðu yfirleitt góð tök á miðjunni, og var Garðar áber- andi betri nú en £ leik KR við Skotana um dagnn. Var hann t. d. mun hraðari en oft áður og skilaði knettinum yfirleitt fljótt frá sér. Frábær leikur Þórólfs. í framlínunni var Þórólfur Beck sá sem mest kvað að, svo • ■ ■ ' Ellert og Clunie berjást um knöttinn. sem fyrri daginn. Var leikur hans að þessu einhver sá bezti, sem hann hefur átt. Bæði að því er tók til eigin aðgerða um markskot, og ekki síður um alla samvinnu við félaga sína. Gerði hann ýmist sjálfur mörk eða hann lagði knöttinn fyrir samherjana, þannig að mark varð úr. Auk Þórólfs átti Gunnar Felixson mjög góðan leik og sannaði það enn einu sinni, að þar sem hann er, fer glæsilegur og vaxandi knatt- spyrnumaður. Annars var fram línan í heild vel samfelld og sýndi yfirleitt hraðan samleik og nákvæmni í sendingum. Framhald á 12. síðu. Sagt eftir leikinn BROWN markvörður og fyr- irliðr Skotanna sagði: Betra liðið sigrað í kvöld, sérstak- lega var miðjufríó íslenzka liðsins skeinuhætt og gerði skozku vörninni lífið brogað. Miðherjinn Þórólfur Beck var bezti maður ísl. liðsins og einnig sýndi vinstri innherj- inn Ellert Schram mjög góð- an, leik. Hliðtarframverðirmr höfðu mjög góð tök á miðju vallarins og skildu hlutverk sit< til hlítar. Brown sagðr að þetta hefði verið lélegasti Icik ur St. Mirren í heimsókninni, en það er ekki sagt til að af- saka tapið. íslenzku leik- mennrrnir léku ofí skínandi vel og samspil þeirra var hratt og skemmtilegt. Brown er rrijög hrifinn af velliniun og segrr knattspyrnuáhuga mikinn á Islandi og upp- bygging félaganna til fyrir- myndar og ólíkt því sem ger rs t í Skotlandi. Þar skipta menn oft um félög, en hér æfa piltarnir með sama félag inu frá 7 til 8 ára aldri og það er skynsamlegt og rétt. Hann sagði að i lrðinu væru 5 algjörir atvinnumenn og G hefðu einnig aðra vinnu á dagrnn, en þetía mun breyt- ast á næstunni. Brown lét vel af dvölinni hér og mót- tökum Vals. Ingvar (sézt ekki á myndfnni) skorar fimmta mark leiksins og Þórólfur fylgist spenntur með. — Ljósm.: S. Þ. J!Q 8. júní 1961 — Alþýðublaðið Sundmeistaramó hefst í kvöld —1..—......... Sundmeistaramót íslands hefst í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld. Þátítakendur eru um 40 úr Reykjavík og nágrenni og má reikna með skemmti- Iegri keppni í flestum grein- um. ■jg Spennandi bringusund. í 100 m. skriðsundi karla er Guðmundur Gíslason líklegast ur til sigurs, en auk hans keppa fjórir aðrir snjallir sundmenn. Ein mest spenn- andi grein kvöldsins verður vafalaust 100 m. brigusund karla, en í þeirri grein keppa átta sundmenn. Baráttan um meistaratitilinn sendur senni- lega milli meth. Einars Kristins sonar og Harðar B. Finnssonar, Akurnesingarnir 'Sigurður Sigurðsson og Guðm. Samú- elsson geta eínnjg orðið skeinuhættir. Aðeins tveir eru skráðir í 200 m. baksund, nafnarnir Guðmundur Gísla- son og Guðm. Samúelsson. Sá fyrrnefndi er vænlegri til sigurs. Hrafnhildur aftur með. Ágústa og Hrafnhildur eru skráðar til keppni í 100 m. bak sundi og ómögulegt að spá neinu um úrslit. Hrafnhildur er einnig með í 200 m. bringusundi. Keppt verður einnig í 3x15 þrísundi drengja og kvenna og 4x100 m. fjórsundi karla og nokkrum greinum drengja og telpna. Ungverjinn Noszaly liefur jafnað eigin landsmet í há- stökki með 2,05 m. Hindrunar hlauparinn Attila Simon hef- ur náð ágætum tíma í 2000 m. hlaupi — 5.11,0 mín. i; Heimsmethafi || ]! Þetta er ítalski spjót- |[ !; kastarinn Carlo Lievore, JÍ ]! sem setti heimsmet í síð- !; 1; ustu viku með 8G,74 m. ;! j[ kasti. Myndin er tekin í <; !! keppninni. j; ■ .< ■ >. ■ igÉltgiiIÍi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.