Alþýðublaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 5
iÉM BSB ir si yjum Vestmannaeyjum í gær. AFLI bátanna, sem róa héð- an heíur verið all sæmi- legur að undanförnu. Hafa þeir aflað vel bæði í humartroll og fiskitroll. Mikill fjöldi aðkomu báta er hér, og því margt sjó- manna frá öðrum útgerðar- stöðvum. Eyjaberg *fór héðan í fyrra- dag með fisk á erlendan mark- að. Var skipið með mikið af fisk í lest, og einnig eitthvað af kassafiski á dekki. Héðan sigla nú að staðaldri 3—4 bát ar, og hafa sölur yfirleitt geng ið vel. Óskasteinn er einnig á leiðinni út, og Leó mun fara innan skamms. Allt er í fullum gangi með undirbúning fyrir Evrópumót- ið í stangaveiði. Hótel HB var lokað 1. júní, þannig að lítið er nú orðið hér um gistiher- bergi, en búið er að korna upp Dr. Kristinn HINN 5. þ. m. afhenti dr. Kristinn Guðmundsson forseta Ungverjalands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Ungverjalandi. gisti og greiðasölu, sem Axel Sigurðsson, bryti veitir for- stöðu. Einnig hefur tekizt að útvega nokkur gistiherbergi í einkahúsum víða um bæinn. Eins og menn muna, þá fór hér fram prestskosning fyrir hálfum. mánuði. Aðeins einn prestur var í kjöri. Á kjör- skrá voru á þriðja þúsund, en aðeins 411 greiddu atkvæði. Þar af voru 59 seðlar auðir og 6 ógildir. — Páll. Orlofsheimili pren a tekið í notku ORLOFSHEIMILI Hins ísl. prentarafélags verður tekið í notkun 10. júní næstk. Það er fyrsta orlofsheimilið, sem reist er af verkalýðsfélagi á Islandi. Það er staðsett á jörð- inni Miðdal í Laugardal, sem er eign prentarafélagsins. — I Nú flæða SlS vörur yfir allt - segir Guðmundur J. sigri hrósandi Á FUNDI Dagsbrúnar í Gamla Bíó í gær skýrði formað ur félagsins, Eðvarð Sigurðsson frá gangi samniíngaviðræðn- anna að undanförnu og Iýsti samkomulagi því, sem gert var við Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna. Þegar hann hafði lokið við að skýra ein- Staka liði samkomulagsins, á- samt tilheyrandi athugasemd- Um, fór hann nokkrum orðum Um það, sem hann teldi vanta. Eðvarð sagði, að því færi á- Ikaflega fjarri, að stjórn Dags- brúnar væri ánægð með samn- ingana, en þrautreynt hefði verið að lengra hefði ekki ver ið komizt. Um það hefði verið að ræða, að semja upp á þetta eða ekkert. Þó hefði stjórnin að lokum komizt að þeirri Jiiðurstöðu, að rétt væri að Stíga skrefið. Hvaða áhrif getur það haft, að gera þennan samning, spurði Eðvarð. Andstæðing- arnir hefðu haft í huga að kné setja verkalýðshreyfinguna, en nú væru raðir atvinnurek- enda klofnar. Mikilsvert væri að fá þá taflstöðu, og samþykkt samningsins mundi flýta fyrir Iausn deilunnar. Þó hafði ræðumaður áður sagt, að hinn nýi samningur bætti hvergi upp ,,kjaraskerðinguna“. Þá kvað hann verða samið um allt Austurland í dag eða í kvöld (þ. e. í gærkv.) og Græn metisverzlun landbúnaðarins, Kópavogskaupstaður og ein- stakir atvinnurekendur í Rvík vildu ganga til sömu samninga og SÍS. í fundarlok kvað Eðvarð Sigurðsson brotið blað í sam- skiptum samvinnuhreyfingar- innar og verkalýðshreyfingar innar, sem ef til vill mundi vara í náinni framtíð! Enda væru þetta greinar á sama meiði, ef rétt væri á litið. Guðmundur J. Guðmundsson tók í sama streng og Eðvarð, fagnaði klofningi atvinnurek- enda, sem fengju nú veikari aðstöðu á öllum sviðum, en SÍS-vörur mundu flæða yfir bæinn. Skoraði Guðmundur á menn að mæta á verkfalls- verði, einkum þyrfti að gæta vel að Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna (!) og frystihúsin í kring eru að stöðvast, sagði GJG að lokum sigri hrósandi. heimilinu eru fjórar íbúSir, hver þeirra tvö herbergi og eldhúskrókur.______ Orlofsheimilið er 96 ferm. að stærð, þannig að hver íbúð er 24 fermetrar. Allar íbúð- irnar eru búnar smekklegum i húsgögnum. ÖU gluggatjöld hefur kven- félagið Edda gefið og fóru konur úr stjórn félagsins aust ur um síðustu helgi til þess að setja þau upp og taka til og er heimilið nú tilbúið til notk- unar. Hverri íbúð fylgja öll eld- húsáhöld og annað, sem nauð- synlegt er að fylgi íbúðum. — Sigurjón Sveinsson arkitekt gerði teikningar af heimilinu og hafði eftirlit með byggingu þess, ásamt orlofsheimilis- nefnd. Eikin sf. á 'S'elfossi ann aðist byggingarframkvæmdir. rtVWMWMWWWWWWUWMMMMMMVLTOMWSÍMWWii' A spáir nýri verðbólguöldu Lokið var að reisa heimilið í júlílok 1960 og í vor var lagt vatn að því. Kostnaður við bygginguna nemur um 500 þús. krónum. Orlofsheimilisnefnd tók til starfa 1955 og áttu sæti í henni þessir menn: Ellert Ág. Magn ússon, Árni Guðlaugsson, Jón Ágústsson, Sigurður Guðgeirs son, Guðbjörn Guðmundsson og Kjartan Ólafsson. Eflir að alfund 1960 tóku þeir Óskar Guðnason og Pétur Stefánsson sæti í nefndinni í stað Ellerts og Árna, sem áður eru nefndir. Fjórar fjölskyldur fara aust- ur um helgina til dvalar í or- lofsheimilinu. . Samkvæmt reglugerð hafa fjölskyldufeð- ur rétt til tveggja vikna dval ar en einstaklingar til viku. í sumar munu 36 fjölskyldu- feður dvelja á heimilinu, færri komust að en vildu. ALÞÝÐUMADURINN á Akureyri birti nýlega eftir- farandi frásögn: „f skýrslu framkvæmda- stjóra Kaupfélags Eyfirð- inga, prentaðri í nýútkomn um Félagstíðindum félags- ins, standa þessi orð um kaupdeilur þær, er nú standa yfir: „Hætt er við, að þær kaupdeilur eigi eftir að hrinda af stað nýrri skriðu dýrtíðar og verðbólgu, sem leiðir af sér gengisfellingu, og enn minnkandi verð- gildi íslenzku krónunnar.“ Nú hefur KEA samið al- mennt um 10% kauphækk- un til launþega sinna. Er það vissulega gleðilegt, ef það getur staðizt þá kaup- hækkun. — Hins vegar fer ljóminn af, ef þessi kaup- hækkun leiðir til nýrrar skriðu dýrtíðar og verð- bólgu, sem Ieiði af sér geng isfellingu,“ eins og fram- kvæmdastjórinn. virðist al- varlega óttast.“ MYNÐ þessi er af hinu glæsilega orlofsheimili prentara í Miðdal í Laug- ardal.. MIKLAR skemmdir urðu í jártt smiðjunn’i Smið h.f. ofí Tre- smiðju Hjartar. Ólafssonao, Súða vogi 18, í gær er eldur kom þar upp. Kviknaði í járnsmiðjunni á neðri hæð, en eldur komst eintt ig upp í trésmíðaverkstæðið á efri hæð. Slökkviliðið slökktl fljótlega eldinn ■WWMWHWHWWWWWWWWtWHWWWWWWHMWWV Skemmtiferð um Suðurnes UM SÍÐUSTU helgi hófust að nýju hinar vinsælu hóp- ferðir um Suðurnes og var mik il þáttiaka. Sérstaklega þótti mikill fengur að hinum nýja Oddsvegi frá Reykjanesi tii Grindavíkur. Er það hvort tveggja að hann styltir aksturinn veru- lega og svo er þessi leið sér- kennileg og um söguríkar slóð- ír. Þarna meðfram strönd- inni hafa líklegast orðið fleiri ■ kiplapar en nokkurs staðar annars staðar á íslandsslrönd og það allt fram á síðustu ár. í dag mun aftur verða efnt til sams konar ferðar, —• ■verður lagt af stað frá BSÍ kl. 113,30 og ekið um Keflavík, fyrir Garðskaga, til SandgerS is og inn á Keflavíkurflug- völl. Þar verður hópnum gef- inn kostur á að fá sér hresa ingu á hótelinu og á eftir ver5 ur ekið um flugvöllinn. Það- an verður svo haldið um Hafn ir suður að Reykjanesvita og dvalið þar góða stund. Þá mun verða farið hinn nýja veg til Grindavíkur og stanzað þar. í þakaleið verður farið út á Álftanes um Garðahverfi a3 Bessastöðum. Komið verður til baka til Reykjavíkur uitt kl. 21. Það eru sérleyfishafar Suðurnesja, sem gangast fyrir þessum ferðum, en fararsljóri verður Gísli Guðmundsson. Alþýðublaðis — 10. júní 1961 l|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.