Alþýðublaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 16
IMMMWIWMMMWMWMMMW vonar og vara BRITISH Motor Corp- oration, sem framleiðir 25 gerðir bíla, lætur nú fylgja þeim útbúnað til festingar á öryggisbelt- um fyrir bílstjóra og far þega. Fyrirtækið fullyrð- ir, að tilraunir með ör- yggisbclti í bílum hafi sannað, að notkun þeirra minnki hættuna á meiðsl um vegna árekstra. Ymis fyrirtæki framleiða nú þessi belti, sem eru af svipaðri gerð og notuð eru i flugvélum. MMMMMWMMMMWMMMW Rithöfunda- fcingið hafið ÁRSÞING Norræna rithöf- undaráðsins hófst í Reykjavík í gaer. Stefán Júlíusson formaður Rithöfundasambands íslands fcauð hina erlendu gesti vel- fcömna en einnig flutti mennta- tnálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason ávarp. JÞingið sitja 17 fulltrúar, 11 trá hinum Norðuriöndunum en 6. héðan Er þetta fyrsta sinr, tsem ársþing Norræna rithöf- .undaráðsins er haldið hér á iandi. Fulltrúar Rithöfundasam iþands íslands á þinginu eru fiessir: Stefán .Túlíusson, Guð- •ánundur G. Hagalín, Friðjón -Stefánsson, Ingólfur Kristjáns- tson, Thor Vilhjálmsson og lög- •tfræðingur Ritih öfundasambands- >ins, Kristinn Ó. Guðmundsson. Ægír / leiðangri HINN árlegi vorleiðangur Ægis hófst hinn 6. júní. Til- gangur leiðangursins er að gera athuganir á sjávarhita og seltu, plöntu og dýrasvifi og síldarmagni á hafsvæðunum fyrir vestan, norðan og austan fsland. Rannsóknir þessar eru þáttur í sameiginlegum rann sóknum Norðmanna, Rússa, og íslendinga, sem framkvæmd ar eru með sérstöku tilliti til ætisgangna síldarinnar á fyrr greindum hafsvæðum. Fiski- deild Atvinnudeildar Háskól- ans sér um framkvæmd ís- ienzka leiðangursins, sem far inn er á vegum Sjávarútvegs málaráðunieytisins. Leiðang- urssljóri er Jakob Jakobsson fiskifræðingur, en auk hans starfa 4 starfsmenn fiski- deildar að rannsóknunum. tSkipstjóri á Ægi er Haraldur Ejörnsson. BRUNI VELDUR STÓR TJÓNI I ÓLAFSVfK Ólafsvík í gær. RÉTT UM klukkan sjö í morg un varð vart við eld í fiski- mjölsverksmiðjunni, sem stend ur við hliðina á Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur og er eign þess. Eld urinn varð strax mjög magnað- ur, og tókst ekki að ráða niður- lögum hans, en slökkviliðið ein beitti sér að vövn hraðfrystihúss ins, sem er alveg við fiskimjöls stöðina. I fiskimjölsverksmiðjunni' brann allt sem brunnið gat, og standa aðeins uppi hinir stein- steyptu veggir hennar. Allar vél ar verksmiðjunnar gereyðilögð ust, m, a. fiskimjölsvinnsiuvél- arnar og lifrarbræðslutæki, sem einnig voru þar Tjón hefur orð ið gífurlegt. Hraðfrystihúsið skemmdist lítið sem ekkert. Ekki er vitað um upptök elds ins, en í gær var verið að vinna við lifrarbræðslu í húsinu, og enginn kominn til vinnu þegar eldsins varð vart. Sýslumaður- inn kom hingað í dag og standa nú yfir réttarhöld. Sjómannadagurinn var hald- inn hér hátíðlegur að venju í garði, seri sjómannadagurinn er að koma hér upp, ver afhjúpuð fögur stytta til minningar um drukknaða sjómenn. St.yttuná gerði Guðmundur Einarsson frá Miðdal, og sýnir hún sjómann í fuliri stærð, og er hann með lúðu á bakinu. Einn bátur rær nú héðan á síld, og hefur afli hans verið góður. Undanfarið hefur hann fengið 7—B00 tunnur í róðri Fleiri bátar eru nú að búa sig Frh. á 12. síðu. 42. árg. — Laugardagur 10. júíií 1961 — 128. tbl. fiskverðið NU AÐ UNDANFORNU hafa Landssambandi ísl. útvegsmanna borizt kvartanir frá útvegs- mönnum frá Norður- og Austur landi um, að fiskvinnslustöðvar á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Hólmavík og Húsavík muni ekki telja sér fært að kaupa fisk á því verði, sem samið var um milli L. í. Ú. annars vegar og fisk- vinnslustöðva á vegum S í S, S H, S í F, og S S F hinsvegar og gilda skyldi frá 1. janúar til 31. des. 1961. I tilefni af þessum kvörtunum hefur Landssamband ísl. útvegs manna í dag sent eftirfarandi tilkynningu til útvegsmanna um land allt. í tilefni af kvörtunum frá útvegsmönnum á Norður- og Austurlandi yfir því, að ein- staka fiskvinnslustöðvar hóti nú að hætta kaupum á fiski, nema um lækkun verði að ræða frá áður gerðum samn- ingi um verð á fiski á árinu 1961, vill Verðlagsráð LÍU taka fram eftirfarandi: Með samningi undirrituðum 7. marz 1961 var samið um lágmarksverð á fiski milli Landssambands ísl. útvegs- manna annars vegar og fisk- vinnslustöðva á vegum Sam- bands ísl. Samvinuufélaga, — Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, Sölusambands ísl. fisk- framleiðenda og Samlags skreiðarframleiðenda hins veg ar, sem gilda skal frá 1.. janúar til 31. desember 1961. 'ieð hliðsjón af samrdngi þessum vill Verðlagsráð LÍU eindregið vara útvegsmenn við því að ganga til samninga við einsíaka fiskkaupendur um lægra fisk- verð en greinir í þeim samn- ingi“. Með því að ofangreiad samtök Framhaid á 14. síðu. tMMMMMMMMMMMMMMW STJÓRNMÁLAVIÐHORFIÐ OG VERKALÝÐSMÁLIN ALÞÝÐUFLOKKSFUNDI ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR boðar til fé- lagsfu/idar í Iðnó (uppi) næstkomandi þriðjudag 13. júní kl. 8.30 e. h. Umræðuefni. S tjcrnmá 1 aviðhorfið og verkalýðsmálin. Frummælendur: Eniri Jónsson félagsmálaráðherra og Jón Sigurðsson, formaður Sjómannafélags iReykjavíkur. Félagar eru hvat/ir til að fjölmenna stundvíslega. Fabióla léttari Briissel, 9. júní. NTB-AFP. Flestir Belgar fögnuðu fregninni um barn Fabi- olht en lóánægjui gætti með að fyrsta tilkynning in um þennan merka at- burð var gefin út í Vati kaninu en ekki í höfuð- borg Belgíu. Síðla kvölds á fimmtudag hafði hvorki hirðinni í Briissel né belgíska sendiráðinu í Róm borizt fréttir af þessu, en Jóhannes páfi 23.: kunngerði hana. Bæði stjórnmálamenn og al- menningur yfirleitt virð- ist harma að Vatikanið skyldi tilkynna atburð- inn. Þótt Belgar séu kaþ ólskir eru mótmælendur mikils megandi í landinu. Þótt vitað væri að páfinn væri þess mjög fýsandi að ■ gefa Albert, bróður Baldvins konungs, og ít- ölsku prinsessuna Paolu saman í Vatikaninu, fór brúðkaupið fram í Belg- iMMMMMMMMMMMMMMW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.