Alþýðublaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.06.1961, Blaðsíða 10
Rltstjóri: öm E i3 s s o n. Sundmeistaramót íslands: Ágæt af rek - lítil þátttaka SUNDMEISTARAMÓT ís- lands hið 31. í röðinni hófst í Sundhöll Reykjavíkur í fyrra kvöld. Formaður SSÍ, Erling- ur Pálsson, setti mótið me'ð stuttri ræðu og m. a. upplýsti hann, að alls hefðu verið sett 17 glæsileg Islandsmet það sem af er árinu. Sagði formað urinn að þetta bæri vott um grózku í sundíþróttinni. Ekki er því að neita, að við eigum nokkra ágæta afreksmenn í greininni, sem geta komið fram í keppni á Norðurlönd- um og víða í Evrópu, en hvar er sundið statt sem keppnis- grein án áðurnefnds afreks- fólks? Það er ágætt verkefni fyrir nýkjöma stjórn Sunds- sambandsins að velta þessu fyrir sér og gera eittthvað að gágni til að auka áhuga og út- breiðslu hinnar fögru og gagn legu sundíþróttar. Lítum bara á fyrri dag þessa meistara- móts. Af sjö meistaramóts- greinum eru aðeins tveir kepp endur í fjórum og sú fimmta 4 x 100 m. fjórsund fellur niður, þar sem aðeins eitt fé- lag treystir sér til að senda sveit til keppni. Varla er nú hægt að segja að svona nokk- uð tákni grósku? Guðmundur maður kvöldsins. í fyrstu grein kvöldsins, 100 m. skriðsundi voru fimm keppendur og mættu allir til leiks. Guðmundur Gíslason tók strax forystu í úrslitariðlin- um og synti fallega og hratt. Áberandi var hvað snúningar hans voru betri en hinna kepp endanna. Hann kom lang- fyrstur í mark eftir vel útfært sund á nýjum mettíma — 57,3 sek.! Tími, sem boðlegur er í keppni hvar sem er. Guð- mundur Sigurðsson og Þor- steinn Ingólfsson áttu báðir ágætt sund og náðu sínum bezta árangri í greininni. Guðmundur hafði ekki sagt sitt síðasta orð þetta kvöld. Eftir 10 mín. tók hann þátt í 200 m. baksundi og í þeirri grein vann hann annað glæsi legt afrek, bætti eigið íslads- met um 2,6 sek. án nokkurrar samkeppni, synti á 2:25,5. — Guðmundur syndir nú bak- sund betur en áður, greinilegt er að lega hans hefur batnað Systurnar Kolbrún og Hrafnhrldur. 10 10. júní 1961 — Alþýðublaði® - ISveinn Þormóðsson tók !! þessa mynd nokkrum augnablikum eftir 100 m. !> skriðsundið í fyrrakvöld. Talið frá vinstri: Guðm. ‘í Sígurðsson, Guðm. Gísla !• son og Þorst. Ingólfsson. «; MUMMMHUIHMMMMMHH til muna. Það er að sjálfsögðu verk hins ágæta þjálfara hans Jónasar Halldórssonar. Guðm. átti einnig stóran þátt í meti ÍR-sveitarihnar í 4 x 100 m. fjórsundi. Hann synti flug- sundssprettiiin á 1:07,5 mín., sem er 3,3 sek. betri tími en íslandsmetið, en ekki er hægt að staðfesta þann árangur sem met, þar sem um millitíma er að ræða. -jfc- Spennandi bringu- sund. Bringusund karla hefur ver ið niest spennandi keppnis- greinin á sundmótum undan- farinna ára. Svo var einnig nú. Hörður B. Finnsson tók í upphafi forystu í 100 m., en Einar Kristinsson, methafinn, ] Sigurður Sigurðsson og Árni Þ. Kristjánsson fylgdu honum fast eftir. Þannig hélst röðin þar til á síðasla snúning, en þá virtist Einar hafa nálgast Hörð tölu vert. Sá síðarnefndi átti samt krafta sem dugðu til sigurs, þó að tíminn yrði sá sami á báð- um. Aðrar greinar. Ágústa og Hrafnhildur unnu einslaklingsgreinar kvenna. Sú fyrrnefnda 100 m. baksund á allgóðum tíma og millitími hennar á 50 m. í því sundi 37.1 sek. reyndist sá sami og met Helgu Haraldsdóttur. Hrafnhildur var nú aftur með eftir meiðslin, sem hún varð fyrir. Hún sigraði með yfrburð um í 200 m. bringusundi á góð um tíma. Unglingasundin voru góð, en Frh. á 11. síðu. Fjögur met sett í gær AÐALKEPPNI Sundmeist- aramóts íslands lauk í gær- kvöldi og alls voru sett fjögur ný íslandsmet, hvert öðru betra. Fyrsta metið setti Ág- ústa Þorsteinsdóttir í 100 m. skriðsundi, en hún sigraði með yfirburðum á 1:05,2 mín. Gamla metið átti hún sjálf og það var 1:05,4 mín. Guðmundur Gísla- son setti næsta met, en það var í 100 m. baksundi, tími haijs var 1:07,2 mín. 2/10 úr sek. betra en gamla metið er Guð- raundur átti sjálfur. Hann hafði nýlokið keppni í 400 m. skriðsundi á mjög góðum tíma, 4:41,7 ntín. aðeins 3,1 sek. lakara cn meti'ð. TVÖ MET í BOÐSUNDI. í síðustu grein kvöldsins, 4 x 100 m. skriðsundi karla, sem var aukagrein, þar sem aðeins ÍR treysti sér til að senda sveit voru sett tvö met. Guðm. Gíslason synti fyrsta sprettinn í ÍR sveitinni og náði hinum frábæra tíma, 57,0 sek., sem er 3/10 úr sek. betra en metið sem hann setti kvöldið áður. Það er greinilegt, að Guðmundur hefur aldrei verið í eins góðri Frh. á 14. síðu. Frá verðlaunaafhe/ídingu í 100 m baksundi: Talið frá vin.stri: Margrét Óskarsdóttrr, ísafirði, Ágústa Þors/einsdóttir og I Hörður Jóhanness. úr stjórn SSÍ en hann afhenti verðlaunin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.