Alþýðublaðið - 14.06.1961, Síða 9

Alþýðublaðið - 14.06.1961, Síða 9
Dauðans matur RAUNALEG og seiðandi músik, sem staðið hefur af sér alla storma og lifað af kónga, kardínála, flug- skeyti og menn, eins og t. d. 'Valentino, er sögð á hröðu undanhaldi í heima landi sínu og að jafnvel sé hætta á því að hún hverfi af sjónarsviðinu og deyi hægu andláti, ef ekkert verður að gert. ÍC ROKKIÐ VIN- SÆLLA. Músik sú, er um rseðir hér, er argentínsk að upp runa og nefnist tango. Er sagt, að rokk, jazz og nýtízkuleg uppátæki séu alveg að gera út af við tangóinn. Blaðamenn í Buenos Aires voru þvíliku felmtri slegnir, er þeir komust að raun um þetta nú fyrir stuttu, að þeir ruku upp til handa og fóta og stofnuðu ,,klúbb tangó- vina.“ Þarna var efnt til heljarmikillar tango-dans keppni og keppzt um hver gæti dansað sem lengst. Lengi vel virtust tveir atvinnudansarar öruggir um sigurinn, en þegar til kom, höfðu þeir ekki roð við pípulagningamanni, sem fór með sigur af hólmi að lokum. Hann og dama hans dönsuðu maraþon-tangó í 130 klst.! Vakti þetta að vonum nokkra forvitni almenn- ings og áhuga hans á þess- ari í)ornu > argentínísku í- þrótt, en til þess var leik- urinn einmitt gerður. * ER að deyja út í ARGENTÍNU. í spurningaþætti argen- tínska útvarpsins, nokk- ars konar „Spurt og spjallað,“ var mál þetta tekið til rækilegrar ígrund unar og þar komst blaða- maður nokkur að þeirri niðurstöðu, að tangó væri dauðans matur. En hins JÁ, ykkur er vel- <; komið að horfa eins Jí og ykkur lystir, hafið !; þið aldrei séð for- ;[ eldra á göngu með |! börnin sín, eða hvað? !; Við erum á leið út ;! á tjörn til að kenna !; blessuðum rolling- !; unum að synda ef þið ;! eruð forvitin, þá meg !; ið þið gjarnan koma ;! með. !; VWWtWMWWWMWWMMtM vegar benti hann á það, að sér virtist sein tangó væri að ná auknum vin- sældum í París og í New York og að jafnvel gæti svo farið, að tangóinn hæfist aftur til vegs og virðingar í þessum tveim heimsborgum á líkan hátt og ýmis önnur tízkufyrir- bæri frá 3. áratugi aldar- arinnar hafa gert. Tangóinn á sér gamla sögu. Argentínubúar hafa verið frá öndverðu tón- elskir mjög — og má til dæmis nefna, að fyrsti jarðarskikinn, sem seldur var í Buenos Aires fór fyrir hest og gítar. Gítar- leikur var líka ein mesta skemmtun landsmanna fram eftir öldum og upp frá honum þróaðist tangóinn, arfblandinn Andalúsíu- músik Spánar. í byrjun þessarar ald- ar var tangóinn á hraðri leið að ná alheimsvinsæld- um, en sennilega á Rudolf Valentino drýgstan heiður inn af því að gera tangó- inn vinsælan. MARIA FRIS, príma- ballerína Hamborgaróper- unnar, er var af mörgum talin bezta ballettdansmær Þýzkalands og aðeins 29 ára að aldri framdi sjálfs- morð nú fyrir skömmu að því að talið er. Hún steyptist niður á leik sviðið úr 18 metra hæð á meðan verið var að sýna Rómeo og Júlíu. Aður hafði Maria Fris gert tilraun til sjálfsmorðs á Spáni. Astæðan fyrir sjálfs- morði Ballettdansmærinn- ar er talin vera sú, að lækn ar höfðu fyrir nokkru tjáð henni að mein í öðrum fæti hennar gæti orðið til þess að hún yrði að hætta á f rægðarbr autinni. »1 Ww II loGöiin Aðalstræti 9 — Sími 18860 Fallegar dömu Poplinkápur nýkomnar í tízkulitum Fallegar Barnakápur fyrir 17. juní amavagnar - Barnakerrur Ný sending. Húsgagnaverzlun Austurbæjar Skólavörðustíg 16. FYRSTA FLOKKS JAPÖNSK VEIÐARFÆRI Á stórlækkuðu verði „AMILAN“ (DuPont) Nælon framleitt af Toyo Rayon Co. Ltd. — Nælon taumar 25% verðlækkun Pylen taumar 25% verðlækkun Nælon ábót 18% verðlækkun Pylen ábót 18% verðlækkun Nælon þorskanetjaslöngur 10% verðlækkun Nauðsynlegt er að senda pantanir sem fyrst, svo varan geti komið til landsins í tæka tíð fyrir næstu vetrarvertíð. Steinavör hf., Norðurstíg 7 — Reykjavík — Sími 24123 Alþýðublaðið — 14. júní 1961 0

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.