Alþýðublaðið - 29.07.1961, Side 13
Vitringarnir viff vöggu frelsarans.
Aukin vísinda-
leg mennfun
KONUNGUR KONUNGANNA
Frá unglingsárum hefur
Samuel Bronston dreymt um
að gera kvikmynd um líf Jesú
frá Nazaret. Hann vildi gera
kvikmynd um líf hans, en ekki
aðeins nokkra kafla úr því
eins og tíðkast hefur í „stór-
myndum“ undanfarinna ára-
tuga. Og fyrir hálfu öðru ári
hafði Bronston fengið þær
milljónir sem nauðsynlegar
voru til þess að geta byrjað
myndtökuna. Metro-Goldwyn
Mayer á stóran hlut í henni
og nokkrir auðmenn afgang-
inn.
Kvikmyndin heitir auðvit-
að Konungur konunganna og
kemur á markaðinn eftir
nokkra mánuði — en líklega
dregst það, að hún komi til
íslands.
Engin bók hefur verið lesin
jafn víða og af slíkum inni-
leik stm biblían frá sól
breyskju hitabeltisins til ís-
kulda norðurhjarans hefur
hún flutt mannkyni boðskap
kærleikans — og enn eru lík
ingar hennar og tilvitnanir
í hana kunnari öllum almenn
ingi en flest önnur bókmenta
leg atriði. Það er orð biblí-
unnar og sem sönnust mynd
af lífi fólksins á dögum Krists,
sem Bronston hefur fest á
filmu. Undanfarin þrjú ár hef
ur hann unnið að myndinni,
rætt við fjölda guðfræðinga,
kaþólöka, mótmælendur, gyð
inga, og færustu fornfræðing
ar hafa verið ráðgjafar hans.
Bronston gekk jafnvel á fund
Jóhannesar páfa XXIII. og
hefur hann lagt blessun sína
yfir handritið.
,Innimyndir eru teknar í
tveim slærstu kvikmyndaver
um Evrópu, Sev. og Chamar-
tin í Madrid. í myndinni erú
450 senur úr lífi Jesú. Úti-
myndir eru teknar á Spáni,
og var það valið með tilliti til
þess, að mjög svipar til lands-
lags í landinu helga. Einnig
hafa verið reist heil hverfi,
sem eru eins og talið var, að
Jerúsalem og Betlehem hafi
verið á Krists dögum.
Þegar myndatakan stóð sem
hæst fór hvirfilbylur yfir
Madrid og musterið, sem reist
hafði verið með miklum til-
kostnaði fauk burt.
Krossfestingin var kvik-
mynduð f klettóttum hæðum
við Alberhe-fljótið, og eyði
mörkin þar, sem Jesús baðst
fyrir í fjörutíu daga og fjöru
tíu nætur var á svipuðum
slóðum.
Fjallræðan tekur aðeins
nokkrar mínútur í myndinni,
en samt tók kvi'kmyndun henn
ar fleiri mánuði og 7000 menn,
konur og börn v.oru fengin í
nærliggjandi þorpum. 20.000
manns taka þátt í hinum
miklu bardögum Gyðinga og
Rómverja. Fjöldi manna ann
aðist kaup á klæðaefnum, sem
svipaði til þess, er tíðkaðist í
Jerúsalem fyrir tvö þúsund
árum.
Eitt hefur Samúel alltaf
Frh. á 14. síðu.
Jóhannes skírir í ánni Jórdan.
Washington, (UPI).
Sérstök nefnd, sem skipuð
var til að kanna ástand
menntamála í Bandaríkjunum
sérstaklega með þörf Banda-
ríkjamanna fyrir vísinda-
menn í huga, hefur nýlega
skilað skýrslu sinni. Segir
þar, að Bandaríkjamenn verði
að þrefalda fjárframlag sitt
til vísindalegrar menntunar
fyrir lok þessa áratugs.
Telur nefndin að brýn þörf
sé á þessari aukningu eigi
Bandaríkin að hafa nægilegan
fjölda velmenntaðra vísinda-
manna í næstu framtíð. Á
þessu ári er veitt um 3 billj-
ónum dala í þessu skyni, en
sú upphæð verður að hafa náð
8,2 billjónum dala 1970. Þetta
ætti að tryggja það, að hver
ungur Bandaríkjamaður, sem
hæfileika hefur á þessu sviði
ætti að geta notið þeirrar
menntunar, sem hæfileikar
hans standa til, vilji hann á
annað borð læra.
Kennedy hefur fagnað þess-
> ari skýrslu og sagði við það
tækifæri, að Bandaríkjunum
bæri skylda til að nota til
fulls alla þá hæfileika sem
búa með bandarískum ungling
um, það væri nauðsynlegt ör-
yggi og velmegun Bandaríkja
manna og áframhaldandi þró
un vísinda og tækni. ”Auknar
framfarir á þessu sviði“ sagði
forsetinn, ”eru ekki aðeins
öllum til heilla, heldur er það
skylda okkar hvers og eins að
vinna að þeim eftir mætti.”
í skýrslunni eru nokkrar
Félagsheimili
í smíðum á
Hellissandi
HELLISSANDI, 27. júlí. Héð-
an er lítilla tíðinda að vænta,
enda margir í burtu úr kaup
túnýíu. Þrír bátar héðan
stunda nú síldveiðar fyrir
Norðurlandi. Nokkrar /rillur
eru gerðar ú/, cn hafa lítið ró
?ð yfir sunnarmánuðina.
Annars er atvinna sæm!leg
fyrir þá, sem heima eru. T d.
er verið að byggja sér félags
heimdi, mikið hús, sem er nú
þriðja árið { smíðum. Vonir
standa tl, að einaötver hluti
þess, ef til vill ein álma, kom
izt und r þak og verði not-
hæfur næsta vetur. Þá vinna
tailsvert margir við að byggja
fbúðarfblökk við Lóransöðina.
Tíðarfar er gott og afkoma
fólks yfirleitt ágæt. — G.K.
tillögur til úrbóta og eru þess
ar helztar:
Þar sem hæfileikar til vís-
indaistarfa eru fremur sjald-
gæfir, ber nauðsyn til að nýta
þá alls staðar þar sem þá er að
finna. Þeim unglingum fer
fjölgandi sem leggja vilja
stund á vísindastörf og ef
þeirri þróun heldur áfram
munu verða helmingi fleiri
vísindamenn 1970 en nú. En
til þess að svo geti orðið verð
ur að auka mjög námsstyrki
í vísindagreinum og verja
aultnu fé til rannsóknarstofa
og háskóla.
Á blaðamannafundi var
formaður nefndarinnar spurð-
ur hvort þessar ráðstafanir
væru gerðar vegna vaxandi
samkeppni Rússa á þessu sviði.
Hann sagði þá, að þessar ráð-
stafanir væru ekki gerðar á
móti neinum eða til að keppa
við neinn, því hinir sönnu and
stæðingar væru sjúkdómar og
fáfrseði.
Forseti stór-
þingsins kem-
ur i heimsókn
FORMAÐUR þingmannasamr
bands NATO, Norðmaðurijrin
Nils Langhelle, kemur hingað
til lands í heimsókn 1. ágúst
nk. og mun dveljast hér til
10. ágúst. Nils Langelle er for
seti norska stórþingsins og
fyrrverandi ráðherra jafnaðar
manna.
Langhelle Iverður haldin
veizla í Sjálfstæðishúsinu
þann 2., en daginn eftir mun
hann halda norður í land í
fylgd með Jóhanni Hafstein,
forseta neðri deildar alþingis,
en hann er einnig formaður
fulltrúa íslands í þingmanna-
sambandi NATO. Á Akureyri
mun Friðjón Skarphéðinsson
bæjarfógeti og forseti samein
aðs alþingis taka á móti Lang
helle, en síðan mun hann
fara í Þingeyjarsýslu, þar
sem hann mun renna fyrir
lax
Langholle er 54 ára gamalli
og var hér síðast á ferð í fyrra
sumar. Venjan er að formaður
bingmannasambands NATO
heimsæki aðildarríkin og kem-
ur Langhelle hingað i fyrsta
sinn sem slíkur.
-jfc- SUMAR. Sólskin. Hiti, En
vandamál sumar-sól- og góð-
viðristízkunnar eru ekki
partur af henni lífi. Búning-
ur nunnunnar breytist ekki,
eins og mcðfylgjandi Alþýðu
blaðsmynd ber með scr.
Alþýðublaðið — 29. júlí 1961 |_3