Alþýðublaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 2
Ötertjórar: Gísll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. —■ Fulltrúl rit- •Oirnar: Indriði G. Þorsteinsson — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Hfc*:nar: 14 900 — 14 902 — 14 901' Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- <teásið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald \s. 45,00 á mánuði. I lausasölu kr. 3,00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — Fra '* væmdastjóri Sverrir Kjartansson. Mundu jbe/Y hækka gengið? í SAMBANDI við hinn ofstækisfulla andróður amsóknannanna gegn raunhæfum efnahagsað igerðum ríklsstjórnarinnar er vert að varpa fram einni spurningu: Mundu framsóknar ] menn HÆKKA gengi íslenzku krónunnar aftur, 1 -g' þeir kæmust til valda með kommúnistum á : næstu vikum? Enginn maður getur efazt um svarið við þess ari spurningu. Það er NEI og aftur NEI. Forustu ! menn þessara flokka vita betur en þeir tala. Það er ekki að ástæðulausu, að skjólstæðingar þeirra ajálfra hafa lækkað f?skverð til sjómanna á austan vérðu landinu, eða ganga fram fyrir .skjöldu til að I iieimta hærri álagningu á vörur til almennings. Fyrir áratug sat Eysteinn Jónsson í ríkisstjórn. f Þá lækkaði hann gengið, og rúmlega ári síðar setti áiann á bátagjaldeyri. Hann var ekkert feiminn við þæi aðgerðir, taldi þær Óhjákvæmilegar til að 5 ‘iialda atvinnulífi þjóðarinnar gangandi. Nú er 3 munurinn sá, að gengisfallið er ekki falið með í iiýju uppbótakerfi eins og þá, heldur viðurkennt á raunhæfan hátt. Það mun reynast þjóðinni far „sælla, þegar til lengdar lætur. Kristján Sigurður Kristjánsson /n memoriam HINN 6 þ. m. andaðist í Landsspítalanum Kristján Sig- urður Kristjánsson. Hann var fæddur 18. október 1875 á Skálará í Keldudal í Dýrafirði. Foreldrar hans voru Kristján Bjarnason, sjómaður frá Fremri,Hvestu í Arnarfirði, og Guðrún Bjarnadóttir bónda á Brekku í Dýrafirði. Kristján útskrifaðist úr Flensborgarskóla árið 1901. Stundaðj hann kennslustörf, fyrst heimiliskennslu (Hvammi í Dýrafirði) og síðar við barnaskólann á Flateyri (1903—1909) og í Dýrafirði (1909—1914). Á Þingeyri var hann stundakennari og heimil iskennari á árunum 1916— 1926, og í Reykjavík kenndi hann börnum og unglingum 1927—1929. Jafnframt kennsl unni á Dýrafirði stundaði hann verzlunarstörf — Dyravörður var hann í Landsbanka íslands á árunum 1930—1945. og 1945 —1955 stundaði hann ýmis skrifstofustörf í Reykjavík. Kristján gekk að eiga Guð- rúnu Þorbjörgu Kristjánsdótt- ur, bónda í Hvammi í Dýra- firði, Einarssonar, 10. október 1903, og átti með henni 9 börn Af þeim eru 6 á lífi Konu sína missti Kristján 8. marz 1943. Kristján var rithöfundur góð ur og vel skáldmæltur. Helztu rit hans eru: „Þrjár þulur” (1930), „Má ég detta?“ (10 æv 'intýri, 1931), ,,Sólveig“ (skáld saga, 1935), og „Eins og mað- urinn sáir“ (skáldsaga, 1951). Auk þess hafa ævintýri, sögur og kvæði birzt eftir hann í blöðum og tímaritum, einkum í „Ganglera", tímariti Guð- spekifélags íslands. Kristján var lengi í stjórn Guðspekifélags íslands, eða frá 1935—1949, og gegndi þar gjaldkerastörfum. Ég átti þess því kost að kynnast honum all náið, og er fljótsagt, að á betri samstarfsmann varð ekki kos- ið Hann var mjög glöggur og greinagóðurmaður, en að auki frábær öðiingur um alla skap gerð. Kærleikur og hjarta- hlýja var það, sem mest bar á í' fari hans og framkomu, en undir hinu slétta og fágaða yf irborði bjó skarpur skilningur og sterkur vilji. Hann var hug sjónamaður og átti þess vegna ekki alltaf samleið með kærd lausum heims- og efnishyggju mönnum, sem láta sumir all- mikið á sér bera nú á dögum og fara geyst. í raun og verii var hann trúvær (religiös), en, kreddulaus í andlegum efn- um og mjög frjálslyndur Þesg vegna aðhylltist hann líka lífs- viðhorf Guðspekinnar. Hann var lengi formaður Reykjavík urstúku Guðspekifélagsins og sinnti því starfi með þeirri prúðsmennsku og alúð, sem honum var í brjóst borin. Krisján var hógvær maður, og það svo mjög, að kenna mátti stundum við auðmýtt, og olli það þvi, að sumir hávær- ir yfirborðsmenn kunnu ekki að mea hann og héldu að hóg værðin væri vottur veikleika. En því var ekki svo farið. Hóg Framhald á 15. síðn. Timinn og samyrkjuhúin i T.ÍMINN átti ekki nógu stór orð til að fordæma \ Alþýðublaðið, er það benti fyrir nokkrum vikum ; á landibúnaðarstefnu kommúnista og spurði hvers j \ægna framsókn væri að efla þann flokk. Hvílíkt : Imeyksli, að Alþýðublaðið skyldi leyfa sér að orða j kommúnistísk samyrkjubú í sambandi við Tím ! ann, málgagn íslenzkra framsóknarmanna! Þegar þetta gerðist, sat stjórnmálaritstjóri Tím í ans, Þórarinn Þórarinsson, veizlur austur þýzkra l kommúnista í góðu yfirlæti. Þegar hann kom heim, skrifaði hann grein um ástandið austur þar. • Eitt hið athyglisverðasta við greinina var sú skoð cjÍ un Þórarins, að bændur í AusturkÞýzkalandi uni '|| ekki nógu vel samyrkjukerfinu. '■f| Heldur Þórarinn, að íslenzkir bændur muni una :% því betur? Er það í samræmi við stefnu Framsókn | arflokksins, að kvarta undan tregðu þýzka bænda | íil að una kommúnistískum landbúnaði? Hvert ' .stefnir framsókn með slíkan ritstjóra? 1 Auglýsingasímii Alþýðublaðsins Í er 14906 HANNES Á HORNINU •fe Burt með verzlunar mannahelgina. 'fe Mánudagurinn á að vera vinnudagur. ýV Óregla unglinga staf ar af upplausn heimil ýV anna. ýV Ábyrgð þeirra of lítil. MENN RÆÐA ENN ástandið meðal unglinga um verzlunar- ma*nnahelgina. Þannig hefur, þetta verið á hverju ári um langan fíma. Minnisstæðastar mun verða lýsingar séra Jó- hanns Hannessonar meðan hann hafði veg og vanda af Þingvöll um í þetta skipti, en þá tók Laugarvatnsskógur við og ITall ormsstaður, en betra í Þórs- mörk, en þar kvað ástandið hafa verið slæmt í fyrra. ÉG LEGG eindregið til að þessi fríhelgi verði afnumin með öllu. Hún er fyrir löngu úrelt — og auk þess algerlega óþörf, því að um þetta leyti standa sumar leyfi sem hæst, margir að koma úr þriggja vikna leyfi sumir í leyfi, og aðrir að fara í leyíi. Þessi langa fríhelgi er því fá- sinna. — Annars virðisi áfeng- ið valda mestu um vandræðin eins og áður. Um 700 manns voru í Húsafellskógi um síðustu helgi. Þar var allt með gleði- brag, engir árekstrar og ágætur félagsskapur. Þar stóöu að móti bindindismenn. HÉR í BLAÐINU ræddu nokkrir menn vandamálin í gær. Það þýðir ekki að kenna einstaklingum um ástandið, heldur ekki að afgreiða það með því að hér séu að verki ungling ar. Meinið liggur dýpra. Ölæði og villimennska unglinganna, þjófnaður þeirra í tjöldum og annað það, sem setur svip sinn á skemmtanirnar víða, stafar af upplausnarástandi í þjóðfélag- inu. UNGLINGARNIR VINNA of lítið. — Þeir hafa of mikið fé handa á milli. Skyldur þeirra eru of litlar, ábyrgð þeirra eng- in Þða er algengt að ungling- gefanlegir. Þetta eru aðaiatrið- in. Það er algengt að ungling- ar hafi það fé sem þeit vinna sér inn eingongu til skemmtun- ar. Þegar svo er komið seytlar aldrei í vitund þeirra sú stað reynd, að ábyrgðin gagnvart sjálfum sér og heimi'.i sínu eigi að standa straum af þeim ein- húsnæðí er fyrir þeitn algert aukaatriði. Allt þetta taka þeir á þurru. Skemmtanir veroa að- alatriði, Fé er útvegað fil þess að standa strau maf þeim ein- um. ÉG HLUSVAÐI á fjóra ungl- inga á kaffihúsi. Þeir voru um 14 ára aldur Þeir ræddu kostn að við bifreiðaleigu og bóttust hafa gert góða verzlun tneð þvi að þurfa ekki að borga nema 1200 krónur fyrir bíl í 5 tíma. Þetta er aðeins dæmi. Vín- neyzla uhglinga stafar af fýsn í viðburði, eitthvað óvenjulegt, ævintýri. Og ekki virðist vera hægt að stemma stigu víð þvi að þeir nái í áfengi. Það er held ur ekki von þegar fullorðnir menn jafnvel skemmta sér við það á samkomustöðum, að gefa þeim vín. HÉR ER um mikið alvöru- og vandamál að ræða. Það verður ekki hægt að breyta unglingun um ef þjóðfélagið breytist ekki, ef hinir fullorðnu sjá ekki Framhald a 14. síðu." j£ 12. ágúst 1961 — Alþýðublaði'ð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.