Alþýðublaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 9
hver gullfundur, þá ættuð þið að bíða í tíu ár eða svo °g fylgjast með því hvern ig mér gengur áður en þið kveðið upp dóminn. Annað sinn sagði hann: Ég hala orðið toppstjarna, ég vil ekki vera á toppin- um, því af honum liggur að eins ein leið — niður á við. og hvort sem honum er það ljúft eða leitt, losnar hann ekki undan því að vera álitinn með fremstu listamönnum, hvort sem er á Broadway eða í Holly- wood. ili GUR verki, þar eð hann hafði samninga um leik annars slaðar á sama tíma, en hann benti á Anthony Per kins til að taka að sér hlut verkið í sinn stað. Anthony var kvikmynd- aður til reynslu og fékk hlutverkið. Leikritið gekk í hálft annað ár á- Broad- way og þegar síðustu sýn ingu lauk var hann búinn að gera kvikmyndasamn- ing við Hollywood. Eftir það duldist engum, að ný stjarna var komin fram og hver mynd, sem hann lék í, varð stórsigur fyrir hann, en auglýsinga- snatar og blaðamenn voru í hálfgerðum vandræðum með hann, því að hann var kuldalegur og fráhrind andi við þá og veizluboð afþakkaði hann eða lét bara alls ekki sjá sig. Hann sagðist vilja fá að vera í friði og fá að vinna eins og honum sjálfum sýndist. Jæja jæja, sögðu menn, nýr James Dean — en Per kins yppti bara öxlum og sagðist ekki vilja neina aug lýsingarstarfsemi um sig, það væri hlægilegt að láta eins og það hefði fundizt gull, ég get ekki einu sinni orðið hreykinn af því, sagði hann, en bætli svo við: Sé svo að ég sé ein- VINFÁR OG KONULAUS Vinir Anthonys Perkins eru svo fáir, að þá má telja á fingrum annarrar handar og hvorki er hann trúlof- aður eða giftur. Þegar ég gifli mig, segir hann, er listamannsferli mínum lok ið. Hann var um skeið mik ið með leikkonu, sem lék á móti honum í kvikmynd- inni: Einmana maðurinn, en skyndlega var því öllu lokið. 'Við urðum ekki óvinir, sagði stúlkan, þegar hún var spurð um ástæðuna, en það var bara allt í einu eins og Tony yrðu mér ó- kunnugur, það var eins og hann hefði læst einhverj- um dyrum og hent lyklin- um frá sér. Einu sinni hélt almenningur að hann mundi giftast Maríu Coop- er, dóttur Garys Cooper, en þau ástamál runnu líka út í sandinn, því að Per- kins dró sig í hlé. I París reyndu blöðin að búa til eldheita ást úr kunnings- skap hans við Pranoise Sagan. Kjaftháttur, sagði Tony, auglýsingaþvaður. Það er aðeins fernt, sem ég þarfnast í lífinu, segir hann: Nægur svefn, þrjár máltíðir á dag, hreysti og einvera. Nú sem stendur er hann að leika á Broadway í leik ritinu Engill horfðu heim, BISKUPINN var í heim- sókn í þorpinu og fór í barnaskólann til að yfir- heyra börnin í kristnum fræðum. Það gekk vel þang að tif hann spurði dreng- hnokka: — Segðu mér nú, vinur minn, hver er þinn raun- verulegi faðir? —Það er Olafur Snjólfs son, svaraði drengurinn. — Já, en heyrðu mig nú drengur minn, þú átt nú iíka annan föður? — Nei, svaraði drengur- inn, —- það má biskupinn ekki halda,, mamma er ekki svoleiðis. ★ HVÍ í^skollanum er liann Jens Pétur að gráta núna? — Hann er búinn að grafa holu f jörðina og nú vill hann endilega taka hana með sér inn. ★ ÞETTA dýr þarna, sagði Eva við Adam í Paradís, er bezt að heiti gíraffi. — Hvers vegna? spurði Adam. — Það er líkara gíraffa en nokkurt annað dýr, sem við höfum séð. mm litlu Griff og Grigi, en hver íeita: — heitir hvaö, það er ekki , Garth, gott að fullyrða. Ang- arnir litlu eru lokaðir inni í dýragarði í Lund únum og eru til mikillar skemmtunar þeim mörgu börnum, sem dag Iivern þyrpast að búrinu All í rafkerfiö DYNAMOANKER STARTARAANKER Fyrirliggjandi í flesíar íeg. bíla. BILARAFTÆKJAVERZLUN Halldórs Olafssonar Sími 14775. Rauðaráustíg 29 HIjóðfæraverzl un Poul Bernburg h.f Vitastíg 10 — Sími 3 8 2 11. Píanó — Alexander Herrmann ★ Harmoníkur — Royal Standard og Weltmeister — Harmoníkuólar — Harmoníkukassar. ★ Rafmagnsgítarar — Plektrumgítarar — Sólógítarar — ★ Hawaíigítarar — Gítar pick-up (Framus) Gítarkassar ^ Saxófónar — Tenor og Alto saxófónblöð (Selmer) — saxóífónsnúrur ■ ■fc Saxafónmunnstykki (Berg Larsen) — Saxafónpúðar ^ Klarinettur — Klarinettmunnstykki — Klarinettpúðar ^ Trompetar — Trompetmunnstykki (Bac-h og Selmer) ■fc Trompetolía — (Conn og Selmer) — Trompetdemparar ■fe Trommusetí — Tommu'vírburstar — Trommukjuðar — ★ Trommuskinn (Premier) — Cymbalar Eins árs ábyrgð á öllum hljóðfærum. Sendum um allt land. Sími 3 8 2 11. ASc&ireyrisigar á hluta listrjverka Sigurðar Kristjánssonar listmálara verður í Listaverkasýningarsal Landsbankahúss Akureyrar kl. 2 í dag. Opin frá 2 Ó:1 10 næstu daga. Aðangur ókeypis. tsmm Alþýðublað'ið — 12 ágúst 1861

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.