Alþýðublaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 8
ÞEGAR kvikmyndahetjan James Dean fórsí í bílslysi fyrir nolckrum árum fór fólk strax að Hta í kring- um sig eftir leikara sem komið gæti í hans stað. Það hafði almennt verið viður- kennt að Ðean var óvenju góður leikari og lét einkar vel að túlka hinn unga óá- nægða mann { uppreisn gegn öllu og öllum eða þá hlutverk sérstæðingsins. - Æskan um heim allan dáði James Dean takmarka laust og menn voru al- mennt ekki trúaðir á það að auðfundinn yrði maður, sem gæti bætt skaðann. Það kom þó í ljós, að Hollywood átti leikara, sem ekki var s.'ðri en Dean og hefur fram á þennan dag haldið áfram að auka hróður sinn meðal kvik- myndahúsgesta. Leikari sá er Anthony Perkins furðufugl Holly- wood borgar. Hann er nú 29 ára gamall, hár og grannur og þykir fortaks- laust meðal beztu leikara Hollywood. Á kvikmynda- hátíðinni í Cannes nú á Anthoiiy Perkins og Sil- vana Mangana í kvikmynd inni „Bitter earth rock“. þessu ári fékk hann gull- verðlaun fyrir leik sinn í myndinni; Elskið þér Brahms? sem gerð er eftir sögu Francoise Sagan með sama nafni. I Hollywood þykir hann sérstæður og ómannblend- inn og erfitt reynist að spinna um hann slúður- sögur eins og þó tiðkast um allt það fræga fólk, sem borgina byggir. Anthony Perkins er fæddur í New York borg og er kominn af foreldrum með leikeðiið í blóðinu. Hann kom fyrst fram á leik sviði þegar hann var sex ára, þar átti hann að leika hvirfilvind, en ákafinn var svo mikilþað hann hvirflað ist inn á sviðið í líma og ó- ííma og munaði minnstu, að hann eyðilegði sýning- una með öllu. Kennslukonan hans, sem stjórnaði sýningunni, húð- skammaði hann, en snáð- inn lét það lítt á sig fá og var fastákveðinn í því að verða leikari eins og faðir hans hafði verið, en hapn dó af hjartaslagi, þegar Anthony var enn. ungur, eflir leiksýningu, sem hafði ofreynt hann. Anthorty hafði haft mikla ást á föður sínum og r'suði hans varð til þess að hann varð kyrrlátur og dulur. ★ SUMARERÍ í BOLLYWOOD Þegar Anthony var tíu ára kom hann í fyrsta skipli til draumaborgar sinnar, Hollywood. 'Vinur föður hans, sem- var tækni fræðingur hjá Metro-Gold wyn-Meyer, bauð honum þangað í sumarfríinu. Dag inn áður en Anthony átti að snúa heim aítur, spurði tæknifræðingurinn hann hvort hann kærði sig um að fá að sjá kvikmynda- töku Það þáði hann með þökkum og í fjóra tíma sat hann alveg heillaður og fvlgdist msð upptöku á söngvamynd. Eftir þetta reyndi Ant- hony að hafa upp á öllum þeim úlileikhúsum, sem hann vissi af í nágrenni við sig hverju sinni, meðan hann var í sumarfr.’i. Hann kom sér í mjúkinn hjá leikendunum og sljórn endum leikhúsanna og fékk að hjálpa til við sviðs búnaðinn, horfði á leik- endurna búast gervum sín um, var hvíslari og ein- stöku sinnum fékk hann að leika stalistahlutverk. í þrjú ár var hann í skóla þar sem hann las listasögu og nam leiklist og á hverju sumri ferðað- ist hann lil Hollywood, þar sem hann gekk á milli kvik myndafélaganna og leitaði eftir tækifærum til að fá hlulverk hjá þeim. Og einn daginn kom að þvi að menn höfðu not fyrir hann, það var í afar smávægi- legu hlulverki í kvikmynd inni Leikkonan, en það hlutverk færði honum ekki neina frægð né frekari samninga. Hann sneri þá aftur til New York og hóf nám við Columbía háskól- ann. * ★ UPP Á TOPPINN Við og við tókst honum að verða sér úti um smá- hlutverk í sjónvarpsþátt- um og þar hitti hanp leik arann John Kerr, sem kynnti hann fyrir leikstjór anum Elia Kazan. Eftir það lá leiðin á bratlann. John Kerr, sem átti að leika aðalhlutverkið í Te og samúð á Broadway, varð að sleppa því hlut- ... ■ : Mm WMSm . úmm® ; • , Anthony Perkins ■ klóm, Þessir fi þvottabirnir 1 Grant, Garry ÞEIR stara út í heiminn, ef til vill ofurlítifj tor- tryggnir og óvissir, en engu að síður reiðubún ir til að taka góðu vel og illu með kjafti og 0 12. ágúst 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.