Alþýðublaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 3
Sovétsprengjur á NATO-ríki Moskva, 11. ágúst. (NTB) KRÚSTJOV, íorsætisráðherra Sovétríkjanna, iiélt í dag ræðu í Moskvu á vináttufundi með Rúmenum. Hann kvaðst ánægð- ur með þau ummæli Kennedys, Banc^iríkjaforsetJa í gær, áð semja beri um ágreiningsmálin. Hann kvað nauðsynlegt að ganga til samninga. En Krúsjov var a3 öðru levti bardagafús í ræðu sinni, sem stóð í áttatíu mínútur Var hann ýmist kampakátur eða æpti ógn- anir um grimmiiegar aðgerðir Sovétríkjanna ef til styrjaldar kæmi. Hann kvaðst hafa sagt Fanfani, forsæisráðherra ítalíu, er þeir ræddu saman í Moskvu fyrir nokkrum dögum, að vist þættu sér ítalskar appelsínur góð Halli hja KLM ar, en samt mundi hann gefa skipun um að senda eldflaugar á ítalska akra, og hann sagðist hafa tjáð gríska sendiherranum, að ekki væri víst að Akrópólis yrði ekki jöfnuð að jörðu, ef sovétsprengjum væri varpað á gríska jörSf Krústjov sagðj, að Sovétríkj- unum stæði ekki aðeins ógn af hinum máttarmeiri aðildarríkj- um Atlantshafsbaudalagsins, - — heldur engu að síður hinum veikari, sem leyfðu herbæki- stöðvar í löndum sínum. Hann sagði, að á þau lond mundi varpað sprengjum og eldfiaugar sendar með kjarnorkuhl.eðslur og mundu þær íeggja allt í auðn Krústjov lét í fyrsta sinni i ræðu sinni í dag, í það skína, að friðarsamningur við Austur- Þýzkaland væri orðinn nauðsyn legur vegna álits Sovétrikjanna út á við. Jafnframt endurtók hann, að vel væru þegnar allar •aunhæfar ti'lögur Vesturveld- anna um samkomulag í deilumál j um. Krústjov margendurtók, að ef heimsvaldasirmar hæfu styrjöld mundu Sovétríkin svara með ægilegum ráðstöfunum, og sagði, að þá yrði varpað sprengjum á Grikkland, að ekki væri talað um lönd eins og Danmörku, Hol- land og Belgíu. EF HITLER VÆRI LÁTINN SVARA TIL SÁKA í fyrsta lagi gerði ég aðeins það sem forsjónin krafðist af mér. í öðru lagi hef ég ekki haft minnstu hugmynd um neina gasklefa. I þriðja lagi hjálpaði ég e:hu sinni Gyðingi að vefja sígarettu í Wurlitzergasse í Vín. (Ahbeiter-Zeitung Wien). KLM-flugfélagiff thdllénjjka hefur íilkynnt 37 m'illjón gyll ina (420 millj. kr.) halla á rekstri félagsins fyrri helm- ing þessa árs. FéSLaigjið segir, að hall'i þessi istafi af fækkun farþega á Atlantshafsleiðum, auknum kostnaði í sambandi við aukinn þo/ukost og opnun /lýrra flugleiða félagsins. Sænska blaðið „Dagens Ny heter“ segir frá því nýlega, að SAS hafi samkvæmt sam- kornulf'g' dið mexikanskt verzlunarfélag tryggt sér möguleika á því að fá aftur þær 60 millj. (danskar) kró,n ur sem mexikanska flugfélag ið Guest Aerovias skuldaði SAS. Þetta verzlunarfélag hef ur tekið við rekstri hins mexi kanska fiugfélag og mun það nota h:na norrænu starfsmenn þess. INHUGA fyrri viku. Rusk kvaðst viss um, að utanríkisráðherrafundurinn hefði fundið lausn á þeim vanda, að svara ógnunurn kommúnista. Genf, 11. ágúst, AVERELL HARRIMAN, aðal- fulltrúi Bandaríkjanna á Laos- ráðstefnunni, sagði í dag, að það tilboð Bandarikjastjúrnar, lað ka.IIa heim alla hernaðarsérfræð inga sína frá Laos. stæði cnn, en þó með því skilyrði að komm- únistar færu einnig með sína herfræðinga burt Harriman kvað marga Rússa vinna við loftflutninga í Laos, otr marga hermenn frá Norðurr Viet Nam taka þátt í átökum þar. Ytri-Mongólía ekki viöurkennd Washington, 11. ágúst. (NTB). VEGNA ástandsins í alþjóða- málum hefur Bandaríkjastjórn talið heppilegt að hætta atbugun á því, hvor hagkvæmt sé að viðurkenna Ytri-Mongólíu og íaka upp stjórnmálasamband við hana. Washington, 11, ágúst. (NTB). „VESTURVELDIN eru fast- ákveðin að gæta réttinda sinna í Berlín og hagsmuna sinna í Þýzkalandi, en vona samt, að þeim takizt að tryggja rétt sinn við samn- ingaborðið“, — sagðj D e a n R u s k , utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna er hann kom til Washington í dag úr för sinni til Evrópu, þar sem hann sat fund utanríkisráðherra vcst- I urveldanna og ræddi við Aden- j auer kanzlara Vestur-Þýzka- lands og Fanfani, forsætisráð- herra ítalíu. Rusk sagði við blaðamenn, að hann teldi að enn væri ekki kominn rétti tíminn til þess að setjast að samningaborði um Berlín, það yrði fyrst að ganga úr skugga um, að líkur væru á samkomulagi áður en hafizt yrði handa um samningaumleitanir. Hann kvaðst hafa tjáð Kenn- edy forseta, að hann væri hrif- inn af þeim einingaranria, sem alls staðar hefði gætt í Vestur- Evrópu I | Rusk vildi ekki segja hvað I hann hefði rætt við Fanfani, en sagði þó, að Fanfani hefði sagt sér ítarlega frá viðræðum sín- um við Krústjov í Moskvu í ngin lausn Bizerte Túnis, 11. ágúst. HABIB BOURGUIBA, forseti | Túnis, hélt ræffu í höfuffborg- j inni Túnis í dag og sagffi meffal annars, aff Sameinuffu þjóðirnar gætu engu komið til leiðar í Bzertedeilunni. Hann kvað engrar lausr.ar á deilunni að vænta frá de Gaulle Frakklandsforseta. „Franski for setinn ber liöfðinu við steinirm og veit ekki hvaða stefnu hann á að taka“. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað sam an til aukafundar 21. ágúst n k. til þess að ræða Bizertemálið. Sérfræðingar í París halda því fram, að ekki sé gefin nein fyrirmæli nema þau komi frá Öryggisráðinu, og því séu sam- þykktir Allsherjarþingsins ekki gildar, þar eð það hafi ekki ver- ið kallað saman að beiðni Örygg- isráðsins. Alþýðublaffiff — 12. ágúst 1961 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.