Alþýðublaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.08.1961, Blaðsíða 4
Guðni Guðmundsson: UM ÞESSAR mundir er hald in í bænum Punta del Este, ikammt frá Montevideo í Uru- guay, efnahagsmálaráðstefna Ameríkuríkjanna, sem teljast verður ein hin veigamesta, sem haldin hefur verið. Ráð- «te£nan mun m. a_ ræða tíu ára áætlun þá um efnahagslegar og féiagslegar framfarir í latnesku Ameríku (Mið- og Suður Ame ríku), sem Kennedy Banda- ríkjaforseti boðaði í marz s. 1. iSendinefnd 40 manna, undir forsæti Douglas Dillon, fjár- zn.álaráðherra Bandarikjanna, sækir ráðstefnuna frá Banda- ríkjunum, og þegar nefndin Jiafði fund með forsetanum í Hvíta húsinu fyrir brottförina frá Washington, sagði Kenne- •dy, að hann teldi ráðstefnu þessa hina mikilvægustu, sem haidin hefði verið síðan hann ’tók við völdum í janúar í vet iii'. Eins og menn muna ef til vi.Il, miðast ááætlun Kennedys "við, að Bandaríkjamenn veiti n-íkjunum í latnesku Ameríku aðstoð, er tengd sé grundvallar nmbótum í hverju landi fyrir _sig á sviði jarðnæðis, skattlagn Ingar, menntunar, húsnæðis- ►nrála og efnahagsmála al- rmennt Þessar áætlun ICenne- -dys forseta var feikilega vel tekið, er hún var fram sett, •og ef hún ber árangur er eng inn vafi á, að hún mun reyn- ■-as veigamikiil skerfur í því starfi að bæta lífskjör manna j.'l heimshluta, sem til þessa þihefur verið fremur afskiptur. li'lifistakist hún hins vegar er j "útlitið svart. Það, sem raun- •verulega felst í áætluninni er 'lcrafa um hægfara þjóðfélag?- lega byltingu í ríkjum latnesku Ameríku í skiptum fyrir efna hagsaðstoð. Það er geysileg áhætta falin í því fyrir Kennedy forseta að reyna að koma svo miklum um 'bótum á í öðrum ríkjum, á- •liætta, sem hann raunverulega verður að taka á sig, en hon •um mun líka launast ríkulega fyrir, ef vel tekst. Latneska .Amerika er ríkt land og óör- ■uggt, þar sem lýðræði hefur rtil skamms tíma ekki náð að ’Jiróast. Vakning er byrjuð, -ekki síður þar en í hinum fyrr verandi nýlendum í Afríku, og kapphlaup hinna tveggja aðal efnahagskerfa, kapítalisma og kommúnisma, er hafið. Bæði Rússar og Kínverjar hafa að undanförnu gert ákafar og dýr ar tilraunir til að komast til áhrifa í löndum þessum. Banda ríkjamenn hafa hins vegar slæman djöful að draga, sem er slæm frammistaða á fyrri árum, er þeir á stundum virt- ust hafa óeðlilegan hagnað af fjárfestingum sínum í lönd- um latnesku Ameríku og virt ust oft styðja vonda og svik- ula stjórnendur. Grunsemdir í þeirra garð eru því miklar og, því miður, ekki ástæðulausar,^ samkvæmt fyrri afstöðu þeirra. Hætt er við, að nokkuð af ánægjunni, sem menn létu í Ijcs í latnesku Ameríku, er tíu ára áætlun Kennedys var birt, hafi farið forgörðum við hið misheppnaða innrásarævintýri á Kúbu. En fátt er svo illt, að einugi dugi. Þó að byltingin á Kúbu hafi vafalaust styrkt byltingarmenn í öðrum lönd- um latnesku Ameríku, þá hef ur hún einnig opnað augu margra, Stjórnendum landanna hlýtur t. d. að vera ljósari hættan, sem við þeim blasir, og því ættu þeir að vera fús- ari til að koma á þeirri hæg- fara þjóðfélagsbyltingu sem áætlunin gerir ráð fyrir, er þeir hafa á Kúbu séð afleiðing arnar af að þrjóskast við. Fyr ir nokkrum árum hefði ekki verið hugsanlegt, að slík áætl un yrði samþykkt í latnesku Ameríku, en nú er í ýmsum löndum aðeins beðið eftir að hún taki gildi (eins og t. d. í Brazilíu). Hins vegar er t. d. í Perú allt komið undir úrslit- um kosninganna á næstunni. Helzta verkefni bandarísku nefndarinnar í Punta del Este er sem sagt að vinna traust. Sýna þjóðum latnesku Ame- ríku, að stefnan sé breytt, að stóri bróðir í norðri sé í ein lægni þess fýsandi, að lífskjör in verði bætt, og binda endi á allan ótta við „dollara-imp- eríalisma“. Þetta verkefni er því brýnna, sem kommúnis- minn og kalda stríðið hafa nú þegar haldið innreið sína í þennan heimshluta. Og þá komum við að þeirri stað- reynd, að Kúbustjórn sendi fulltrúa til ráðstefnunnar, eng an annan en einn harðasta kommúnistann á Kúbu, Gue- vara þjóðbankastjóra. Ekki virðist neinn vafi leika á því, að ttlgangurinn með því sé að reyna að spilla eins miklu o;g spillt verður. Starfi ráðstefnunnar verður annars þannig hagað, að hinar ýmsu stjórnir hafa verið beðn- ar um að leggja fram tillögur um framkvæmd tíu ára áætlun arinnar. Þessar tillögur verð Framhald á 14 síðu I SMÁÞORPI einu í Grikklandi sem Ayia Eleni (heilög Helena) nefnist,, — blandast saman frumstæðir siðir liðinna alda og kristin trú. Á hverju ári fer þar fram eldganga á degi heil- agrar Helenu, sem er dýrð- lingur þorpsins. Þessi áhrifaríka og sjald- gæfa athöfn fer fram að við- stöddum flestura þorpsbú- um, og er í hverí sinn beöið eftir þeim degi af mikilii cftirvæntingu. Fyrst er far- ið í skrúðgöngu inn á þorps torgið og bornar fyrir henni dýrðlingamyndir. Þaðan er gengið út á völl með raúð- glóandi kolum, sem þarna hafa verið sett, til að þeir, sem vilji, geti reynt trú sína með því að vaða eldinn. Það furðulega skeður að sumum tekst að vaða yfir án þess að brenna iljar sínar, og ganga rólega og öruggir yfir i þeirri trú, að ekkert geti skaðað þá. A.ðrir, sem ekki eru jafn öruggir og gagnteknir trúaræsingi. — hika, öskra upp af sárs- auka, — hendast til baka með brunnar, eða upp- hJ.eyptar iljar og gráta og iðrast, því þeir telja mis- tök sín stafa aðeins af trú- leysi. Þeir hugga sig við að geta reynt aftur í næsta degi heilagrar Helenu. 12. ágúst 1961 — Alþýðuhlað'ið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.