Alþýðublaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 2
I' fjttrtjórar: Gísll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rit- ! Itíjómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — í flSÍmar: 14 900 — 14 902 — 14 90Í Aug^ýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðu- ) Ifc&sið. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftartfjald { < >,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgefandi Alþýðuflokkurinn. — % Fra væmdastjóri Sverrir Kjartansson. Rússar sprengja SOVÉTRÍKIN hafa vakið ótta þjóða um heim allan með tilkynningu sinni um að þau muni hefja kjarnorkusprengingar í tilraunaskini á nýjan leik. lEr full ástæða til að óttast þessa aðgerð, því for Gætisráðherra Rússa, Krustjov. hefur engu tæki Ææri sleppt til að 'hóta öðrum þjóðum, jafnvel frið sömum smáþjóðum, gereyðingu'með ógnarsprengj i um. Hvaða ástæðu hafa Sovétríkin til að hefja kjarn i orkusprengingar á ný og fcyrja aftur að dreifa i geislavirku ryki umhverfis hnöttinn? Hvar er allt i skrumið um friðarvilja kommúnista nú? Telja i Jpeir friðinn verða öruggari, ef nú byrjar stórfelld ■ asta kapphlaup í kjarnorkuvígbúnaði, sem mann i Ikynið hefur enn séð? Bæjarstjóramálið BÆJARSTJÓRAMÁLIÐ á Akranesi hefur nú j komizt á loka stig með úrskurði setudómara. Hef ur öðru sinni verið staðfest, að brottrekstur fyrr verandi bæjarstjóra var fullkomnlega löglegur, og kröfu 'hans um miskabætur hefur verið alger- lega hafnað. Hins vegar fær hann 120.000 kr. í , kaupgreiðslur. Þetta hefur þá gerzt í málinu: ! 'l) Fógetaréttur komst að þeirri niðurstöðu, að forottvikning bæjarstjórans í fyrra hefði verið algerlega lögleg og dæmdi hann til að skila em óættinu. Bæjarstjórinn áfrýjaði ekki þeim dómi. 2) Bæjarstjórinn krafðist 200.000 krónu miska bóta frá bænum fyrir brottrekstur sinn og á- kærur á sig í því sambandi. Síðari dómurinn hafnar þessari kröfu með öllu, og veitir engar miskabætur. 2) Bæjarstjórinn krafðist kaupgreiðslu yfir 170. 000 krónur. Lögfræðingur bæjarstjórnar hafði raunar í fy.rra boðið honum eins árs kaup, en i því var hafnað. Nú fær hann með dómi kr. 120.000. Meirihluti foæjarstjórnar Akraness fór því lög lega að máli þessu og gerði ekkert, sem er skaða foótaskylt. Dómurinn hefur úrskurðað, hvort fyrr verandi bæjarstjóri skuli fá eitt ár eða örlítið meira af launum greitt,, en haggar ekki aðalatrið : um málsins. Samvinnutryggingar SAMVINNUTRYGGINGAR hafa starfað í AÍmmtán ár. Þetta fyrirtæki hefur verið eitt far- sælasta framtak samvinnustefnunnar á íslandi, i nnleiddi nýja starfshætti og hefur endurgreitt arð íil hinna tryggðu. 30 milljónir króna. Jafnaðar .nenn hafa víða um heim viljað setja alla frjálsa ^ryggingastarfsemi í þetta rekstursform, og reynsl an hér á landi styður þær hugmyndir vissulega. Allur verötoll- urinn og vöru- magnstollurinn til félagsmála TÍMINN gerist svo djarfur, í gær að ræða um almannatrygg ingarnar í ritstjórnargrein. Seg ir blaðið, að gamla fólkið fái aðeins gengislækkunina en ekki ne'inar uppbætur vegna verðhækkana_ Eins og skýrt er frá annars staðar í AJþýðublað inu í dag mun ellilífeyrir og aðrar tryggingabætur verða hækkaðar í h^.ust en lagabreyt ingu þarf t*I þess, að unnt sé að hækka bæturnar, En mál gagn Framsóknarflokksins ætti sem minnst að ræða um al mannatryggingarnar. Undanfar in ár hefur Framsókn barizt gegn sérhverri aukningu á tryggingunum og í vinstri stjórninni mátti Framsókn ekki heyra nefndar tillögur A1 þýðuflokksins um aukningu trygginganna, Sannleikurinn er sá, ao fyrir frumkvæði , AlþýðufIokksins hafa framlög ríkisins til al mannatrygginga stöðugt verið að aukast undanfarin ár. A1 Þýðublaðið hefur athugað fram lög ríkisins til almannatrygg inga frá árinu 1038 og þá kemur í ljós að einmitt þegar Alþýðu flokkurinn hefur verið í rikis stjórn hafa framlög til almanna trygginga stóraukizt. 1938 nam fjárveiting alþingis til almanna trygginganna 545.000 kr eða 3 1% af öllum rekstrartekjum fjárlaga sem þá námu 17,4 millj. kr Á tímabilinu 1938 til 1940 hækkar framlagið lítið. En það ár var gerð mikil breyting á al mannatryggingum fyrir frum kvæði Alþýðuflokksins. Kom sú breyling fram árið eftir í því að hlutfallstala fjár til al mannatrygginga þrefaidaðist 1946 fóru 3.8% rektrartekna fjárlaga 'til almannatrygginga. En 1947 fóru 9.3% tíl slmanna trygginga eða 18.7 millj, kr„ en þá námu niðurstöðutölur rekstr aryfirlits fjárlaga 202,0 millj. kr. Á árunum 1938—1946 rennur ca 33ja hver króna af tekjum ríkissjóðs til almanna trygginga. En það gengur ca. 11. hver króna til þeirra á ár unum 1947—1959. Frá 1947 — 1960 ,er hlutfall framlags tíl al mannatrygginga af rekstrartekj um fjárlaga nokkurn veginn ó- breytt en 1960 tvöfaldast hlut fallstalan með þeirri myndar legu aukningu á tryggingunum, sem núverandi rikisstjórn kom á, 1960 hækkar framlagið ti] al mannatrygginganna úr 101 millj. kr í 266.4 millj, kr, eða úr 9,8% af rekstrartekjunum í 17,7%. Á yfirstandandi ári hækkar framlagið enn í 323,8 millj kr. eða í 20,4% af rekstr artekjum fjárlaga. Síðustu tvö árin fer því fimmta hver króna af tekjum ríkissjóðs t;l al mannatrygginga. Athyglisvert er einnig að at huga hversu mikill hluti af toll tekjum ríkisins framlög til al I mannatrygginga eru Lengi vel ! eru framlög ríkisins til almanna trygginga sem næst sextándi hluti af tolltekjum ríkisins. 1938 nemur verðtollur og vöru magnstollur 8.2 millj kr. en framlagið til almannatrvgginga 545 þús. kr. eða 6.6% af toll< unum. 1961 fara hins vegar 5/0 hlutar tollteknanna til almannaí trygginganna Á yfirstandandi ári nema tekjur ríkisins af ver5 tolli og vörumagnstolli 388 millj. Framlagið til almanna trygginga nemur 323.8 millj. eða 83,5%. En auk þess sem ríkið ver miklu fjármagni til almanna/ trygginga veitir það einnig fði til framfærslu sjúkra manna og örkumla Alls er veitt á fjárlög um í ár til félagmála 379,2 millj. kr., eða 23,9% af öllumi tekjum ríkissjóðs Það er fýrstl og fremst vegna aukinna S hrifa Alþýðuflokksins að frarai lög tii félagsmála hafa aukizfc hér á landi svo ört og er það útaf fyrir sig athyglisvert, aS Alþýðuflokkurinn skuli hafa! getað þokað þessum málum eina langt áleiðis hér eins og á hin um Norðurlöndunum þar seml jafnaðarmenn hafa haft meiri , hlutaaðstöðu á þingi. Nauðsyn ja- vörur og .luxusvörur* ÞJÓÐVILJINN ræðst í gær á Jónas Haralz fyrir hin nýju ' verðlagsákvæði, sem ákveðin | hafa verið. Gcrir blaðið eink- j um mikið veður út af þeim ummælum Jónasar, að undan- j þegnar verðlagsákvæðum verði vörur, „sem SÍÐUR MEGI TEL.TAST TIL NAUÐ- SYNJAVARA.“ Auðvitað má til sanns vegar færa, að allar vörur séu nauð synjavörur, ef út í það er far ið. En það er ekki r.úverandi ríkisstjórn sem tekið hefur upp skiptingu vara í nauð- synjavörur og lúxusvörur. Það var fyrst og fremst vinstri stjórnin, ríkisstjórn sú, er kommúnistar sátu í, sem tók upp þessa skiptingu, enda voru allar efnahagsráðstafan- ir vinstri stjórnarinnar miðað ar við það, að skattleggja „luxusvörur“ og hlífa nauð- synjavörum. Þá voru vörur eins og ytri fatnaður og vinnu föt flokkaðar með lúxusvör- um. Og það eru einmitt vör- urnar sem vinstrí stjórnin, tollaði sem mest, sem nú verða teknar undan verðlags ákvæðum Þar liggur einmitfc sama skoðun til grundvallar og hjá, vinstri stjórninni. Það er fróðlegt að athuga hversu háir tollar eru á hinura ýmsu vörum. Slík athugun leiðir í Ijós, að vinstri stjórn- in hlífði ekki ýmsum þeim vörum, sem nauðsynlegar eru. Ef heildarskattlagningin (öll aðflutnir.gsgjöld) er athuguð kemur eftirfarandi í ljós; Með 100—150% tolli eru vörur eins og kvenskór, lestar, nylonsokk ar, búsáhöld úr gleri og tann- krem. Með 150—200% tolli, eru vörur eir.s og niðursoðmr Framhald á 11 síöu. ■* 2. sept. 1961 — AJþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.