Alþýðublaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 7
vmH'íi ■fe CM 100 múlatta- börn frá Vestur- Þýzkalandi dvöldust nýlega um þrigg'ja mánaða skeiö hjá fjölskyldum á Sjá- lanði, Mön og IvOl- Iand-Falster. Margir gistivinir barnanna fóru til Gedser ti! a8 kveðja litlu angana me3 svarthrokkna hárið, er þau fóru um foorð í Eystra- saltsferjuna. Myndin var tekin. þegar kveðjustundin rann upp. ' ’:v V ■ - NAUTPENINGURINN skynj- ar fegurð landsins með melt- ingarfærunum. Hann sér enga fegurð í grjóti og skriðum, gnapandi tindar og hin mjúku form sandöldunnar eru honum lokuð bók, það er gagnslaust að benda honum á himinblám- ann eða sólarlagið, litbrigði landsins snerta hann ekki. En það er eitt sem gleður kýraug- að: gras. í Tímanum 3. ágúst s. 1. birt- ist grein um Landmannalaug ar, sem nefnist Ferðalög, eftir V. G. Höfundur greinarinnar hefur farið í Landmannalaugar og mætti ætla samkvæmt frá- sögninni, að hann hefði lent í nokkurri lífshættu og sálar- háska í ferðinni. Hann lýsir leiðinni og staðnum í greín- inni og þótt undarlegt sé, minna sjónarmið V. G óneitan Iega dálítið á viðhorf nautpen- ingsins. Greinarhöfundur sér enga fegurð í Landmannalaug- um, aðeins stórgrýti, forarvilp- ur og grjóthnúka heldur svip- litla og hvern öðrum líkan. Hann varar fólk alvarlega við að láta flækja sér á þennan ömurlega stað, þar sem auk alls annars verður að ganga síð asta spölinn „eftir lífshættu- legu einstigi, sem ætti að vera óleyfilegt að narra fólk til að fara“. Hins vegar hvetur hann fóík til að hfeimsækja hið gröð- urríka Suðurlandsundirlendi og Borgarfjörðinn. Auð.vitað á þetta sjónarmið rétt á sér svo langt sem það nær, Gras og gróður eru landsins prýði, og sumum mundi sjálfsagt nægja Andakíllinn eða Ölfusið, jafn- vel bara Korpúlfsstaffatúnið, grænt og loðið. Hver tegund hefur sinn smekk og fegurðar- skyn. Hins vegar er sjónarmið það, sem fram kemur hjá höf- dökka hraunröndina, en skol- grá Jökulkvíslin dreifir sér um eyrarnar fyrir neðan. í baksýn i og til beggja handa rísa hvass- yrddir tindar og bogadregnar sandöldur, hinar sígildu and- i stæður í formum náttúrunnar, ’ keilan og kúlan. Óvíða er teflt saman mýkt og hörku í lands- lagi á jafn meistaralegan hátt og í Landmannalaugum. Ég þekki heldur engan stað á landinu, sem kemst í samjöín- uð við Laugarnar, hvað litauðgi snertir. Það má bókstaflega rekja allt litrófið frá upphafi til enda í umhverfinu Nöfnin ein tala sínu rnáli: Bláhnúkur, Grænagil, Rauðfossafjöll, Mó- gilshöfðar, Hrafntinnusker, Brennisteinsalda. Landmannalaugar eru held- ur ekki dauður staður. Þar mor ar allt af lífi. Sauðkindin unir sér þarna vel í sumarleyfinu, enda er beitilandið heilnæmt og kjarngott, hvert grasstrá þrígilt að næringu. Melrakkinn er á ferli um lágnættið og ger- ir sig stundum heimakominn hjá tjaldbúum. Úti í hrauninu hafast við rjúpur og sólsktfíkj- ur og láta sér ekki leiðast, oft má sjá himbrimann, þeiínan friða og gjörvilega fugl, á vötn unum þarna.í grenndinni, en svanir syngja íslenzk ættjarð- ar.ijóð i .f jallakyrrðinni, maétti það verð’a þjóðræknum manni, eins og V.G. virðist vera, nokkt ur andleg uppörvun. Fiskur ér í Úaugalæknum • og í tröllauk- inni gígskál svartrauðri skammt frá Frostastaðivatm, Ljótaþölli, leika sér fagurgíjá* andi 'silungsbröndur t tæru vatninu eins og gullfiskEr í keri. Blómlíf er einnig mikið í hrauninu og á eyrunum. í lautum og bollum hefur drot.t- undi, að mínum dómi svo af- brigðilegt meðai ferðamanna og greinin öll beinlínis til þess fallin að fæla fólk frástaðnum, að ekki er rétt að láta hana liggja í þagnargildi Greínarhöfundur á erfitt með að sætta sig við leiðina í Laugar og þykir hún tilkomu- lítil. Hann viðurkennir að vísu, að Hekla sé athyglisvert fjall, og Trölikonuhlaup kann hann að nefna, öðru máli gegnir áieð Búrfell í Þjórsárdal og Löð- mund á Landmannaafrétti, seíh flest héruð teldu sig fullsæmd af að eiga, hann virðist ekki hafa tekið eftir þeim, jafnvel •hinn prúði og gróðursæli gras- hnúkur, Tjörfafell, sem stend- ur þarna „algrænn á eyðisönd- um“, reiknast ekki leiðinni tii réttlætis, hvað þá hraunin og mosinn. Hitt eru þó sýnu meiri tíðindi, að maður, sem ferðast hefur í Landmannalaugar, skuli ekkert kunna frá Frosta- staðavatni að segja. Landmannalaugar eru um flest sérkennilegur staður, þótt ekki sé hann girnilegur á naut- peningsvísu. Þegar kemur inn að hraunhorninu við Jökul- kvíslina, blasir staðurinn við. Á grænni hraunfitinni stend- ur sæluhús Ferðafélags íslands og ber Ijósa laugareykina við inn sjálfur gróðursett mörg helztu uppáhaldsblómin sín úr íslandsflórunni vegfarendum til augnayndis og sálubótar, þótt það sé ekki alltaf þakkað sem skyldi. Ekki þarf nema upp á næstu hæð, mét' liggur við að segja bæjarhóbnn, til að sjá yfir fjórðung landsins og vel það. Jöklar og eldfjöll eru rétt við túnfótinn að kalla og allt er fullt af gígum og grábrókum og hver stórfurðan rekur aðra. Landmannalaugar eru opin- berunarbókin í biblíu islanzkr ar náttúru. Síðast en ekki sízt má minna á hinar heitu uppsprettur, heilsubrunninn sjálfan, sem seint verður ofmetinn, og hver mundi ekki kjósa sér lútsterkt Laugakaffi, þegar hann vakn- ar á gráum haustmorgni eilífð- arinnar, til að taka úr sér hrollinn. Greinarhöfundur er dálítið önugur út í skriðuna, hið „lífs hættulega einstigi", sem ganga verður síðasta spölinn í Laug- arnar. Mér hefur alltaf vdrið heldur hlýtt til skriðunnar, hún gerir sitt gagn ásamt Jök- ulkvíslinni, þótt stuttur sé spottinn. Stundum finnst manna, að það nægi helzt ekki minna en tíu stórfljót til að bægja allskonar óþjóðalýð frá fögrum og sérkennilegum stöð um, sem ekki virðist eiga þang að annað erindi en hella í sig gargvatni og valda spjöllum á náttúrunni. Þetta er einskonar sjálfsvörn, landsins gegn kvill- um siðmenningarinnar. Ég veit ekki með vissu hver er höfundur greinarinnar, en samt hef ég sterkan grun um, að hann sé góður og gegn ferða maður, þó að þessi fljótfærnis- iega ályktun hans bendi óneit anlega í aðra átt. Maður leitar ósjálfrátt að einhverri velvilj- aðri skýringu á sleggjudómin- um, tannverkur eða kveisa cr varia fullnægjandi ráðning gát unnar Helzt mætti ætla, a5- maðurinn hefði ferðast mcð bundið fyrir augu og lagzt síð- an upp í köju og snúið sér til veggjar Me& tilliti til þess, að eitthvað kunni að hafa veriff bogið við íerðaiagið, mundi ég ráðleggja honum að gera affra ferð í Landmannalaugar og. dvelja Þar svo sem vikutíma, mætti þá svo fara, að hann endurskoðaðj fyrri afstöðu sína, gleymdi ]ifshættu og sál- arháska og gerðist sá talsma<> ur staðarins, sem hann á skil- ið. Gestur Guðfinnsson. Adþýffubiaðiff —, 2.. sept, 1961 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.