Alþýðublaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 13
Lögfræði iyrir almenrting a - 'É ;:■ t sftiii ■ ‘æMf’-Ni" ■bV'n*-7£i-7S, •?:■ r-r; v.s- ‘í'íhWÉ&Mm::: ■ nnarra ENDA þótt sú sé aðalreglan, að sá, sem unnið hefur ólög- mætt og saknæmt skaðaverk,- taeri fjárhagsábyrgð á afleið- ingum verksins, á það sér þó stundum stað, að annnr aðili beri þessa ábyrgð. Þannig mæla siglingalögin frá 1914 svo fyrir, að útgerðar- maður óbyrgist tjón vegna svika, hirðuleysis eða gáleysis skipstjóra eða skipverja við skyldustörf þeirra Samkvæmt umferðarlögunum frá 1958 ber skráður eða skrásetningar- skyldur eigandi vélknúinna ökutækja fébótaábyrgð á slvsi eða tjóni, sem hlýzt af ökutæki hans við notkun þess, enda þótt . annar maður stjórni því Svip- uð ákvæði pru í loftferðarlög unum frá 1929. Ákvæði í til- skipun frá 1855 um prenlt'relsi geta leitt til þess, að ábyrgðar- maður að rituðu máli verði fjárhagslega ábyrgur f.vrir tjóni, sem leitt er af ritsuiiði annars manns. Bein lagaákvæði um þetta efni eru fremur fá og nokkuð. sundurlaus. íslenzk löggjöf hef ur engin almenn fyrirmæli um skaðabótaábyrgð á yfírsjónum annarra, eins og flestar ná- grannaþjóðir okkar. Þrátt fyr ir það hefur löngum verið tal- ið eðlilegt, að réttarskipunin viðurkenni slíka reglu, enda virðist hún nauðsynleg a. m. k. að vissu marki, og dómstólarn- ir hafa á hana fallizt í úrlausn- um sínum. Þegar talað er um ábyrgð á yfirsjónum annarra, er lang- raunhæfasta tilvikið ábyrgð vinnuveitanda á verkum starfs manna sinna, hin svokailaða liúsbóntlaábyrgð'. Það er auðveh að leioa rök að réttmæti slífcrar skaðabóta- reglu. Hún stuðlar að því, að atvinnurekendur velji sér hæfa menn til starfsins, hafi nægilegt eftirlit með þeim og gæti öryggis á vinnustað. — Sanngjarnt er og, að sá, sem ber hagnaðinn af tiltekmni at- höfn, beri einnig hallar.n, ef því er að skipta, m. a. tjón, sem starfsmennirnir hafa vald- ið við framkvæmd verksins. Þá kemur einnig ti.l athug- unar, að starfsmaður við irrtm kvæmd umfangsmikilla at- hafna getur valdið tjóni, sem hann er víðsfjarri að vera borgunarmaður fyrir, og þýddi því sama og réttleysi fyrir tjón þola, ef hann ætti þess ekki kost að ganga að vinnuveit- anda til að fá skaða sirin bætt- an Væri húsbóndaábyrgðin ekki fyrir hendi, er þeirri hætti: boð ið heim, að vinnuveitanda væri unnt að láta líta svo út, að tjónið væri eingöngu starfs manninum að kenna, bótt hann sjálfur ætti þar einnig sok. Þá má geta þess, að í skaðu- bótamálum gegn vinnuveiter.d um vegna mistaka starfsman/ia er þeirri varnarásæðu mjög sjaldan hair'lið fram við mál- flutning að sýkna beri stefndan vegna þess, að hann ber; ekki ábyrgð á verkum startsmanna AFMÆLI 75 ÁRA er í dag Zophonías Fr. Sveinsson, trésmiður, Kambsvegi 11, Reykjavík, Hann dvelst í dag á heimili dóttur sinnar og tengdasonar Helgafelisbraut 31, Vest- mannaeyjum. wvmwwvwMwwmMWw sinna. Hitt er annað mál, að stundum mun vinnuveitandi eiga endurgjaldskröfu (re- gress) á hendur starfsmann- inum, en þessu er ekki nærri ávallt svo farið, og enda óraun hæft í reyndinni. Það orkar venjulega ekki tvímælis, til hvaða starfs- manna húsbóndaábyrgðin tek ur. Það eitt, að starfað er fyrir ákveðinn mann, mægir ekki til að skapa honum ábyrgð á verk um þess, er starfaði. Starfsmað , urinn verður að vera í vinnu að tilhlutan þess, sem ber ábyrgðina. Verk, sem unnið er fyrir annan mann án at- beina hans, þ. e. óbeðinn er- indrekstur, er yfirleitt ekki fallið til að skapa húsbóndaá- byrgð. Vera má, að starísmaður sé svo sjálfstæður í starfi sínu, að ábyrgð þessi lcomi ekki til* greina. Svo mun t. d oft vtra í sambandi við meiriháttar á- kvæðsvinnu samkvæmt verk- samningi Ekki þarf hér að skiplí úr- slitamáli, hver greiðir stacfs- mannnum laun, heldur fremur undir hvers stjórn hann vinn- ur. Eitt sinn misþyrmdu lög- regluþjónar hér í Reykjavik þekktum borgara, þanrdg að hann hlaut verulegt tjón af. Lögregluþjcnarnir tóku laun úr bæjarsjóði. í skaðabótamáli út af líkamsmeiðingum þessum sýknaði Hæstiréttur borgar- stjórann, en dæmdi fjármála ráðherra f. h ríkissjóðs í fé- bótaábyrgð, þar sem lögreglu- mennirnir unnu undir stjórn lögreglustjóra, sem er í rikis- þjónustu. Húsbóndaábyrgöin er auðvit að einungis í gildi, meðan starfsmaðurinn vinnur að framkvæmd skyldustarfsins. — Einnig verður að gera þá tak mörkun á ábyrgðarreglu þess- ari, að hún nái ekki til þess, ef hmn skaðabótaskylidi verknað- ur er svo óvenjuleg fram- kvæmd á starfinu, að ekki ■ hefði mátt gera ráð fyrir slíku Fyrirtæki myndi t d ekki verða bótaskylt, þótt inn- heimtumaður þess lemdi þann lambabarningi, sem ekki gredd reikning sinn. Þó má vera, að slík ábyrgð sé fyrir hendi, ef innheimtumaðurinn er þekktur ofstopa- og slags málamaður, Þá mætti senni- lega dæma fvrirtækið eftir reglunum um gáleysi i matma- vali. Hins vegar er ábyrgð bæjar- sjóðs ljós. ef t d. verkamaður í bæjarvinnu væri að moka roulnm.gi úr holræsi. en steinn lenti óvart af skóflu hans á vegfaranda Ábyrgð á yfirsjónum ann- arra getur náð til fleiri en starfsmanna. Þannig getur fé- íag eða ópersónuleg stoinun orð ið skaðabótaskyld á ákvörðun valdhafa sinna. Fu idur í hluta félagi eða s<tmvinnuíélagi sam þykkir t. d, ákvec'i.r.r aðgerðir sem síðar reynist valda •jðrum aðila bótaskyldu tjóni, og verð ur þá eðlilega félagið eða fé- lagssjóðurinn að greiða bæt urnar Þá er viðurker,nt að foreldr ar eða þeir, sern koma í for- ■eldra staS, geta i vissum tilftli- um orðið ábyrgir á tjóni, sem leitt er af skaðaverki berna. Einkum á þetta sér stað þegar um er að ræða skort á umsjón með börnum. Hversu viðtæk þessi fcreldra ábyrgð er á yfirsjónum barna, er ekki einsýnt. Ðanir giaðir ÞESSI MYND birtist á forsiðu eins dönsku blað anna fyrr í vikunni. Með því fylgdi veðurkort og hvaðeina í rauðum ramma. Tilefnið var heldur ekki svo íítið: Loksins var, útlit fyrir gott veður í Dan mörku eftir votviðrasamt og sólarlítið sumar. Sföðumælar HAMBOKG: Stöðumælar í borgum Þýzkalands hafa flest ir haft 30 mínútna biðtíma.. Vegna vaxandi fjölda hif- reiða og aukinnar umferðar í sumar hafa yfirvöldin í mörgum stórborgum Þýzka- lands ekki séð sér annað fært en að stytta biðtímann niður í aðeins 15 mínútur. Af þess um ástæðum hefur orðið að skipta um mæla og hefur það kostað niikið fé, en sagt er að bað muni fljótt koma aft ur inn í stöðumælana. Alþýðublaðið — 2.. sept, 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.