Alþýðublaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 4
Guðni Guðmundsson: yr HiilH SAMEINUÐU þjóðirnar hafa skyndilega gerzt allumsvifa- ■oniklar í Kongó og byrjað að handtaka og flytja burtu er- lenda liðsforingja og hermenn úr her Katanga, svo og póli- tíska ráðgjafa í því héraði. — í>egar tekið er tillit til þess, að aðgerðir Sameinuðu þjóð- anna í Kongó ihafa ekki verið sérlega tilkomumiklar ‘il þessa íyllist maður nánast undrun yf ir því, hve aðsópsmiklar her- sveitir þeirra hafa gerzt nú. Eftir blaðafregnum að dæma liafa hersveitir Sameinuðu þjóð «nna komið fram í þessu máli, -eins og þaulvant hernámslið. Byrjað var á því að skelfa ó- fcreytta liðsmenn í Katangaher svo, að a. m. k. hluti hans var -sagður „vitlaus af hræðslu“ við Ghurkahermenn úr liði SÞ. — Síðan var það almennt vitað, að hvítir liðsforingjar yrðu um svifalaust skotnir, ef til átaka kæmi, og loks var þess auðvit- að gætt. að pósthús og símstðð'v •«r væru teknar, áður en til að- gerðanna kom. Allir 500 liðsforingjarnir eru nú sagðir í vörztu SÞ, eða -a. m. k gerðir óvirkir. Enn- -íremur segja erlend blöð að lið Katangastjórnar sé tekið að leysast upp, svo að gera má ráð fyrir, að dagar Katanga sem sjálfstæðs ríkis undir stjórn Moishe Tshombe, séu taldir. Þessar aðgerðir Samsinuðu þjóðanna eru sennílega fram- 'kvæmdar í samræmi við sam ADOULA þykkt Öryggisráðsins frá 21. febrúar s. h, en í henni var krafizt aðgerða til að tryggja það, að allir belgískir og er- lendir ráðgjafar á sviði her mála og stjórnmála, auk mála- GIZENGA liða, yrðu sendir úr landinu þegar í stað. En nú skyldu menn athuga það, að liósforingjarnir í Kat- anga eru engan veginn ei.nu út lendingarnir í Kongó. í Stan- leyville hefur Gizenga í kring um sig heila hirð af svokölluð um ,,ráðgjöíum“ frá kommún istaríkjunum, og geca menn rétt ímyndað sér h\ ers konar ,,ráð“ þeir gefa. Ekki hefur heyrzt um neinar aðgerðir af hálfu SÞ gegn þeim samkvæmt fyrrnefndri samþykkt, ög kann ýmsum að finaast skrítið. Við það, að Adoula gerðist forsætisráðherra í Konpo virð- ist vera kominn al’.mikill skrið ur á framkvæmd þeirra sam þykkta Öryggisváðsins að iriða Kongó. Hefur Adoula einnig tekizt að ná samkomul.agi við Gizenga um sð hann gangi inn í stjórnina í Leopoldvil'.e. Það kann ýmsum að finnast það byrjað á öfugum enda hjá SÞ að hefja aðgerðir að friðun landsins í Katanga, þar eð þar hefur verið mestur friður í því landi frá því að það íékk sjálf- stæði. Það er hins vegar vitáð, að Kongó getur illa án Katanga verið, vegna þess að það hérað er ríkasta svæði landsins, svo að líklegt er, að Adoula ha'i lagt á það mikla áherzlu við fyrirsvarsmenn SÞ í Kongó að hnekkja valdi Tshombe til þess þannig að neyða Katanga aft- ur inn í Kongóríki. Menn minnast þess þó, að Tshombe var á sínum tíma kjörinn for- sætisráðherra Katanga með miklum meirihluta atkvæða, og má búast við því, að hann njóti enn þess stuðnings þó að mönnum utan Katanga hafi ekki að öllu leyti líkað stjórn hans þar. Það virðist lítill efi á því, að nauðsynlegt sé, að Katanga sé í ríkjasambandi Kongó, og hef- ur Tshombe raunar tjáð sig fús an til efnahagssamvinnu og _pólitísks sambands, þ. e. a. s. hvert ríki verði meira eða minna sjálfstætt, samanber samkomulagið á Tananarive- ráðstefnunni. Þetta nægir ekki hinum leiðtogum Kongó og er sennilega ekki æskilegt fyrir- komulag vegna þess hve Jíiis jafnlega rík hin ýmsu ríki yrðu. Hins vegar er það skilj- anlegt, að Tshombe sé ekki gin keyptur fyrir samningaviðræð um við félaga sína úr öðrum ríkjum Kongó éftir meðferðina sem hann fékk eftir ráðsfefn- una í Coquilhatville. Ómögulegt er enn að segja um hver niðurstaðan verður af öllu þessu, þó að sepnilegast sé, að Katanga verði að láta í minni pokann. Það virðist þó svo sem Sameinuðu þjóðirnar hafi komið sér í dálftið erfiða aðstöðu með þessum siðustu a?- gerum. Það er óneitanlega slæmt fyrir þá sioínun, sem vernda á friðinn í heiminum, . að gefast upp við samnjhgaleið na og taka að beita voþnavaldi til að útkljá innaiirikisdéiiu mál. Ef Sameinuðu þjóðirnar gera þetta til að kaupa aí sér gagnrýni Rússa og fylgifiska þeirra, sem m. ö. o. hafa aldrei viljað greiða eyri til hers SÞ í Kongó, þá virðist sannarlega verr af stað farið en heima set ið. Þó að afstaða Tshombe til Kongchers sé neikvæð og mað urinn sjálfur sé „ósympatísk ur“ og augljóst virðist, að Kat anga skuli vera hluti af Kongó. þá er vafasamt, að það réttlæti þau afskipti, sem SÞ hafa nú byrjað. Brautin er hál. 4 2. sept. 1961 — Washington (UPI). FJÖLDI skipa sigla að staðaidri undir öðru flaggi en þjóðenti eigenda. T. d- eiglir 461 skip í eigu banda- rískra fyrirtækja undir ann- arra þjóða fána og eru þvi ekki skattlögð af Bandaríkj- unum né verða þau að hlýða samningum bandarísku sjó- mannafélaganna. Bandarikjastjórn hefur Yiokkrar áhyggjur vegna þess ara skipa, bæði er það að stjórnin missir þarna tölu- vert fé í sköttum og þar að auki eru þessi skip ekki undir banólarískri lögsögu og getur TSHÖMBE stjórnin því ekki gripið til þeirra ef til stríðs kynn að koma og þörf yrði skyndilega brýn fyrir flutningaskip. Aðalástæða þess að skip þessi eru skráð undir ,fölsku* flaggi, er lægri reksturskostn aður í þeim löndum, sem þau eru skráð í- Ilelmingur skip- anna er skráður í Panama, Líberíu og Honduras. Flest eru skipin notuð til olíu og hráefnaflutninga, t.. d. járn- steins, og eru að mestu leyti mönnuð erlendum áhöfnum, sem greitt cr mun lægra kaup en bandarískum sjó- mönnum er greitt samkvæmt samningum þeirra við skipa- eigendur. Verkalýðsfélögin líta þessi skip því illu auga og fá ekkert að gert. Á síðasta ári sigldi t. d. undir fánum Panama, Hon- duras og Líberíu um helm- ingur alls bandarískra olíu- skipaflotans og þrír fjórðu hins venjulega flutninga skipaflota. Það eru ekki eingöngu bandarískir eigendur sem skrá skip sín erlendis, lieldur ýmsar aðrar þjóðir. — Hiu harða samkcppnx skipafélag- anna veldur þessu, því á þennan hátt reyna þau að komast undan háum sköttum heimalandanna og geta ráðið á skipin kauplitlar áhafnir. Löndin sem mest eru notuð í þessu skyni hafa öll lága skatta á skipum, og léleg verkalýðssamtök. Á síðast liðnu ári voru t. d. — mest af áðurnefndum sök- um yfir 1100 skip í flota Lí- beríu, alls um 12 milljón briíttólesta. í Panama voru skráð 495 skip, al!s 4 milljón ir lcsta, en árið áður voru þar 542 skip. Árið 1960 voru 13 hollenzk skip, 8 brezk, og G vestur-þýzk skip skrásett í Panama. Ekki er búizt við að neinar breytingar verði á þessum málum á næstunni né alþjóð- leg stefnubreyting hvað skráningu skipa viðkemur. Ai'.þýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.