Alþýðublaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 02.09.1961, Blaðsíða 15
Veslingarnir litlu — þau urðu svo Ihrædd þegar ég kom ekki aftur. Ssm betur fer 'hafði nágrannakona mín séð þegar mér var ekið á sjúkraíhúsið. Hún hafði séð um tvíburana og hringt fyrst til Peters og svc til Davids Swanell. David tók þetta mjög nærri sér. Hann sendi mér blóm og skrifaði mér en mér fannst ekki til neins að segja honum það sem verra var. , Ég veit að það var heimsku legt af mér að biðja Peter ekki um að taka ,barn. En ég gat það ekki því skugginn af Jill stóð í vegi fyrir því. Ef hann segði sér: „Þú gazt það einu shmi og vildir það ekki. Hvernig kemur þér til hugar að ég vilji fá ókunn ugt bar> þegar ég fékk ekki Jffl?“ Vikurnar urðu að mánuð um og mánuðirnij. ag árum og hvorugt okkar þorði að ræða málið Pete* heimsótti Jill í hverjum mánuði. Hann leyndi mig því ekki en hann bauð mér aldrei að koma með. Ég sendi Jill jóla og af mælisgjafir en Peter fannst svo litið til þess k:oma að ég skildi að hann áleit að það •væri hræsni ein eða frið þægingarfórn. Þegar Jill var þriggja ára sendu fósturfcTéldrar he.nnar mér litla mynd af henni. Ég 'braut heilanum um hvað Pet er myndi segja þegar ég stillti henni ubp á náttborði mínu. „IHvar hefurðu fengið þetta?“ spurði hann um kvöldið þegar við vorum að hátta. Ég sagði honum það og bætti við: .,Finnst þér mjmd in ekki góð?‘‘ Hann lét sem hann heyrði ekki spurningu mína, lagði myndina frá sér og sagði að eins: ,,Þú ert undarleg mann eskja“. ,,Af því að ég skrifa frú Corligs? Mér finnst það ekki einkennilegt. Liz var ekki síður vinkona mín en þín og ég get ekki skilið því þér er það sv0 mikið á móti skapi að ég sendi Jill gjafir , . .“ „Mér er það ekki á móti Ekaj;-J“, fjreip ..hann ifram í fyrir mér. „Ég hélt bara . , , það skiptir annars engu máli. , Af hverju vildi Peter ekki að ég fengft að íhitta JiH? Hann áleit þó ekki að ég væri afbrýðissöm við ■ þrigggja ára bar.n þó aldrei nema hún væri lifandi eftir mynd móður sinnar? En þeim mun meira sem ég hugs aði málið þefrm mu.n sann færðari var ég um að Peter kæmi ,qVona fram af tillits semi við tilfinningar mínar. Ef ti’l vill áleit hann að mér þætti miður að hann sýndi Jill þær tilfinningar sem hann hefði átt að sýna okkar harni. Ég hefði alltaf vitað að fjárhagur okkar myndi batna iverulega þegar Peter yrði MELODY CHASE tuttugu og fimm ára cg hann bauð mér í mat í tilefni dagsins. ...... Ég var farin að vinna aft. ur og Peter hafði heimtað að ég fengi mér vinnukonu til að ég hefði ekki of mikið að gera. Það kom mér'á ó vart þegar hann stakk. upp á því á afmæligdaginn sinn að við fengjum okkur stóft hús og réðum bæði ráðskonu og eldahusku. „Við þurfum að fá okkur stað sem við getum haldið «kikkanleg boð á“, sa§fi hann“. Þegar ég er orðinn að almaðurinn í' fyrirtækinu verð ég að standa fyrir því bæði inn á við og út á við. Ég vil ekki að þú sitjir ein Ih-eima /cg látir þér leiðast, svo . , , “ Ef ti'l vill hefði ég átt að hrífa-st af þessari umhyggju hans en mér annst hún þreyt andi. Var Peter að reyna að segja mér að ég myndi ekki sjá hann jafn oft hér eftir og hing/ð til? Að hjó.naband okkar væri komið á það stig að ljóminn væri horfinn og vð yrðum ánægðari í samfé lagi vina okkar og vanda manna en tvö ein? Um hvað var hann að hugsa? Ham ingju mína eða frelsi sitt. Eða var ég að ýkja að venju og haga mér eins og smábam? En við ætluðum að halda daginn hátíðlegan. Ég er sannfærð um að Peter vildi ekki rífast vf3 mig. Það var ef til vill rétt að tillaga hans væri tilraun til að hjálpa mér, því að hann vissi að ég hafði ekki enn náð mér eftir sonar missirinn. „Ræddu málið við mömmu þína“, sagði hann vingjarn- lega. „Ég er viss um að hún hjálpar þér að finna heppi- legt hús, helzt nálægt tennis velli, það er heil eilífð siðan þú spilaðir tennis síðast“. Ég hefð víst átt að vera bæði þakklát og hamingju- söm yfir að eiga svo góðan eiginmann en ég var það bara ekki. En áður en af því yrði að við keyptum húsið brauzt heimsstyrjöldin út og við fengum um annað að hugsa og hafa áhyggjur af. 15. Þó ég ræði ekki mikið um stríðsárin er það ekki vegna þess að ég álít að mín eigin vandamál séu meira virði heldur en vandamál heims- ins, heldur er ástæðan sú að um heimsstyrjöldina hafa verið skrifaðar margar millj- ónir orða og mörgum millj- ón sinnum betur en ég er fær um. Ég ætla því rétt að minn ast á hvaða áhrif stríðið hafði á líf okkar. Peter fór fljótlega í ein- kennisbúning þó hann væri ekki sendur af landi brolt fyrr en innrásin í Norður- Áfríku hófst. En lön.gu áður en það var fengum við þær fregnir að fósturfaðir Jill hefði fallið við Dunkirk.Það gladdi mik mjög að Peter var það vel staddur fjárhagslega að hann gat stutt Jill og fóst urmóður hennar peningalega, þó Betty Corlss væri þvert um geð að taka við pening- um frá okkur. Hún fékk eflir laun eftir mann sinn og hún fékk sér vinnu en líf þeirra hefði verið erfitl án hjálpar Peters. 'Við fengum annað áfall 1940 þegar sprengjuárás- irnar á London voru sem verstar. Móðir Peters hafði þrátt fyrir þrábeiðni hans neitað að flytja úr borginni- Hún dó samstundis þegar sprengja féll á hús hennar og foreldra minna, sem voru hjá okkur það kvöld, ella hefðu þáu hlotið sömu örlög. Ég verð að játa að tengdamóðir mín átti fleiri óvini en vini, en ég syrgði hana af heilum hug því hún hafði alltaf ver- ið mér mjög góð. Fáeinum vikum seinna var Peter í leyfj og eftir að hann hafði heimsótt lögfræðng sin.n, sagði hann: „Ég vil ekki að þú verðir skelkuð elskan mín en ég hef gert nýja arfleiðsluskrá. — Það er heimskulegt að hafa ekki allt í lagi. Eins og pú veizt fær Betty Corliss 1800 krónur frá mér á mánuði. Ef eitthvað kæmi fyrir mig myn.di þeim greiðsl- um verða hætt og ég hef séð um að svo fari ekki. Ég hef keypt lífsábyrgð handa Jill, fimm pund á viku meðan hún lifir. Ég hefði gjarnan haft upphæðina hærri en Betty er stolt í peningamálum og ég vil ekki ergia hana að ósekju- Ég vona að þú hafir ekki neitt á móti þessu?“ „Vitanlega ekki“, sagði ég blíðlega og bælti því við að ég óskaði þess að hann leyfði mér að koma með þegar hann heimsækti Jill. Ég sagði að það myndi auðvelda frú Cor- liss að tala vð mig ef ég gæti eitthvað fyrir han.a gert. „Það er failega gert af þér vina mín en hún veit það“, sagði Peter. „'Sem belur fer búa þær ekki í London. Ég vildi að þú flyttir líka upp í sveit. Ég veit að þér finnst ég alltof hræddur um þig en það er hægt að hjálpa til ann- ars staðar en í A. R. P-“ Ég hafði hætt í stöðu minni þegar stríðið brauzt út og tek- ið að mér að gæta skiftiborðs ins hjá A. R. P. og mér fannst ég gera gagn þar. „Ég get ekki svikið þá núna“, mótmælti ég. „Nema ég gerist hjúkrun.arkona- — Segðu nú ekki að ég sé of feit til að ganga í einkennis- búningi. Vð hlógum bæði tvö og ég gleymdi því að Peter vildi ekki fá mig með í heimsókn til Jill. Þetta sama endurlók sig í hvert skipti sem ég vmpr aði á þessu og þegar Peter fór til Norður Afríku hafði ég aldrei hitt Betty Corliss. Stríðið leið hjá mér eins og hjá svo mörgum öðrum. Ég hélt áfram að virna og það henti margt óþægilegt og leiðinlegt en það voru smá- munir einir hjá öllu hinu. Það gladdi mig að hafa nóg að gera og þurfa ekki að silja heima og bíða þess eins að síminn hrirgdi eða skeyti kæmi. Og loks fóru Randamenn að hafa betur en rétt áður en friður var saminn fengum við þær voðafregnir að Robin hefði, verið skotinn niður yfir Beriín. 'Veslings mamma! Hún hafði tekið hraustlega missi heimilis síns og eigna, en hún náði sér aldrei eftir lát Ro- bins. Ég minn st þess þegar þau pabbi komu að heim- sækja mig fáe'num vikum eftir dauða Robins og ég ég skildi í fyrsta sk'.pti að þau. voru að verða gömul. Ég var alltaf hrædd um Peter. Ég ætla ekki að reyna að lýsa tilfinningum mínum hér en ég skildi vel hve háðslegt það var að flagga og fagna sigri þegar fólk hafði misst jafn mikið og jafnvel meira en foreldrar mínir. Peter kom til Englands í oktöber og gekk úr hernunr fyrir áramót. Ég sagði við sjálfa mig að nú væri tækifær til að hefja 'lífið á nýjan leik og standa sig hetur. 16. Ef til vill hef ég verið of ibjartsýn þegar ég áleit að við gætum l'átð sem ekkei’t stríð hefði nokkru sinni verið. Eða reyndi ég of mikið? Ég get vel skilið .að of kurteis og lil li'tssöm eiginkona sé áliíka leiðinleg og sú nöldurgjarna. Peter fór að vera órólegur þegar er fyrsta hrinfing yf- ir að kfcma aftur heim fór að sölna. Ef til vill var það ekki mér að kenna ef tii vill voru þetta eftirstöðVar S‘tríðsins. Peter hafði yfir engu að kivarta. Hann hafði góða stöðu og átti mikla peninga. Peter keypti fallegt 'hús í Ohelsea og þó undirbúning urinn og vinna við það tæki langan tíma varð það að húsi sem hver og ein kona ihefði verið stolt af. Samt gem áður var hjóna band okkar Peters ekki eins og það hafði áður vsrið. Dag inn eítir að hann kom heim sagði hann hranalega eins og hann gerði ráð fyrir að ég myndi mótmæla honum, að hann ætlaði að heimsækja Jill. „Gerðu það, hún varður mijög hrifin yfir að sjá þig“, sagði ég létt í máli. Mig lang aði að fara með honum en ég fann að hann vild það ekki „Ég bið að iheilsa henni“, bætti ég við en hann svar aði því engu. Ég spurði hann hvernig hefði gengið um kvöldið. „Jiil líður vel“, svaraði hann. „Hún er orðin stór stúlka“. „Ég veit það, hún sendi mér mynd af sér“, sagði ég. „Peter hrukkaði ennið svo ég flýtti mér að spyrja livernig Jill gengi dansnámið. „Mér hefur skilist að hún sé óvenju efnileg en það er ekki meira en við vjrr að búast“, s>varað hann. „Finnst þér hún ekki ótrú lega Tík Liz“. „ Péter hrukkaði aftur enn ið s'VO tautaði hann. „Það var > » > » » » » » »30 AlþýSublaðið — 2.. sept, 1961 J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.