Alþýðublaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 7
«»»«•*»*? *Ht ,f) Óttist ekki My fair Lady FYRIRHUGAÐ er að sýn- ingar á My fair Lady hefjist í marzmánuði. Sagði þjóðleik- hússtj. í fyrradag 'að það hefði oft komið tii mála að taka þessa óperetíu til sýningar, — Hann sagði >að hann væri búinn að sjá hana í fjórum löndum og þar byggðust sýningar ekki aðallega á „cockney“-málIýzk unni, heldur á söngnum og allri uppfærslunni. BRÉF: Hvernig tekst bað? (Mín fína frú) „HVERiNIG tekst það?“ spyr Vísir 4. sept, og er eigi að hynja þó spurt sé. Hver stend ur eiginlega fyrir þeim pleb- kemur á sviði á Norðurlönd- um? Mörg .norðurlandaleikrit* Mörg „norðurlandajeikrit11 hafa reyndar heppnazt i Þjóð- leikhúsinu, en önnur gersam lega fallið, og hætt er við að „My fair Lady“ verði i þeim flokki. Hefur einhver heillast (dillast) af músík Loewes? — Þessa huggulegu lagstúía kann ast flestir við og geta hæglega hlustað á í útvarpi eða á Jang- dregnum plöum (LP), þegar skammdegisdrungi hrjáir lík- ama og sál_ En hvað er eftir í Shawóper- ettunni að lögunum slepptum? Tja, m. a. munur á kokltnei- ensku og oksforð-ensku. Hafa Egill og Ragnar fund:ð lykil inn að þeim lás? Mangi á Langatanga bjargar ekki því próblemi, og eklti heldur „mér vantaði“ eða „við komumst“ í talæfingar hjá Haraldi Higg- ins Björnssyni Danir gátu tro'iið upp með þetta lei-krit sökum meðfæddr- ar kunnáttusemi sinnar „á öll- um sviðum“. Danir fóru fyrr- um illa að íslendingum (og með þá), en hafa jafnan kunn- að eigin fótum forráð: þeir eru matmenn miklir, matgerðar- menn ypparlegir, verkmenn ó- gætir og vandvirknir, iðnaðar menn af fyrstu skúffu, svo að nokkuð sé nefnt, og einnig lipr ir flytjendur léttra söngleikja með húmor og svansi, þegar þeim býður svo við að horfa m a. s. þó að prímadonnan í „Minni fínu frú“, hafi ekki Frh. á 14. síðn. Ef My fair Lady væn fyrst og fremst sýnd vegna mállýzk- unnar, hefði alveg eins verið hægt að taka Pygmalion til sýn ingar, „Það er fyrst og frernst á tó-nlistinni sem óperettan Jief ur náð sinni frægð, og virðist ætla að ná sömu vinsældum og hinar sígildu Vinaróperett- ur. Þetta er óperetta sem gcng ur um allan heiminn“, sagði þjóðleikhússtjóri. „Við höfum lagt í margt, sem hefur þótt erfitt en tek- izt vel. Ég minnist Rigoletto í því sambandi þegar því var jafnvel -haldið fram að ég væri ekki með réttu ráðí og ráð- herra bæri að víkja mér frá. Allir vita að Rgoletto var. tek ið með ágætum og uppfærslan öllum til sóma. Við gerum eins vel og við getum og cg Jief trú á, að þetta takizt ems vel“. Þá skýrði þjóðleikhússtjóri frá því, að ekki væri búið að finna stúlku í aðalhiutverkið. Leikstjóri verður Sven Aage Larsen. Hann hefur sett My fair Lady upp á f jórum stöðum, nú síðast í Berlín, en þaðan kemur hann hingað Þjóðleik- hússtjóri gerir ráð fyrir að nafnið yrði Játið halda sér 'ó- breytt, enda hefur óperettan verið kölluð My fp.ir Lady þar | sem hún hefur verið sýnd utan hins enskumælandi heims. Ðr. Benjamín Eiríksson: LEIÐRÉTTING í GREIN minni ,,Vefararnir“ er birtist í Alþýðublaðinu þriðjudaginn 5. þ. m., stendur að Vilhjálmur S. Vilhjálmsson hefði í grein sinni sagt að lóð eign Framkvæmdaba.nkans hefði verið „rándýr“. Hiö rétta er, að hann sagði að hún væri, „djýir“. Mi-sitökjin, sem mér finnst skiljanlegt að Vilhjálm- ur telji skipta mikiu máli, urðu þannig til að ég talaði greinina inn á segulband og hafði bæði Alþýðublaðið og Þjóðviljann fyrir framan mig á meðan, en Hjálmtýr notar orðið „rándýr“ um lóðina í sinni grein. Rétt tilvitnun lýs- ingarorða þeirra Vilhjálms og Hjálmtýs er því þannig, að „rándýr“ er Hjálmtýs en „dýr“ Vilhjálms Ég bið lesendur Alþýðublaðs ins velvirðingar á mistökunum. að allt væri ekki með felldtt. var, að einn leiðangursmannaj Mr. Hemming, kom til Rio de Janeiro í byrjun síðustu vika með skilaboð þess efnis að þeii’ liefðu villzt og að miltill birgða skortur væri farinn að gera vart við sig. Þeir komust aS því, að þeir voru ekki við Iriri-fljótið eins og þeir höfðu haldið Þá áttu þeir í erfið- leikum með burðarmennina. Brezka sendiráðinu í Rio tóksi; þrátt fyrir stjórnmálaöngþveiti ið að fá flug-herinn í Brazilíu til að senda matvæli og aðrar vistir og varpa þeim í fallhlif niður í frumskóginn. Að svo búnu héit Hemming aftur til félaga sinna, en þegar hann kom til flugstöðvarinnar í Cachimbo, var honum sagt frá dauða Masons og að leiðang urinn- væri á leiðinni til flug- stöðvarinnar. ÞESSIR Indíánar eru frá „Græna helvítinu“ á Amazon-svæðinu, þar sem þeir Fawcett ofursti og Mason hurfu. Indíánarnir á þess- um slóðum standa á sama „men-ningar“-stigi og forfeður þeirra fyrir 10.000 árum. Hér á myndinni veifar hann ekki atgeirnum framan í ókunnan landlcönnuð. Hann er aðeins að veiða sér fisk til matar_ FJANDSAMLEGIR INÐÍÁNAR. Leiðangursmenn munu hafa gert sér grein fyrir hættura þeim, sem framundan voru áð- ur en haldið var af stað, en aðrir leiðangursmenn eru sagð ir heilir á húfi. Árásina gerðu Indíánarnr á mörkum fylkj- anna Para og Matto Grosso, en það var einmitt í Matto Grosso þar sem hinn frægi Fawcett of- ursti hvarf árið 1925 þegar hann leitaði „Týnda keisararík isins“. Leiðangursstjórinn var 26 ára læknanemi, Richard Mason að nafni (sjá mynd). Að sögn eins leiðangursmannsins var Jeiðang urinn í runna einum um 900 mílur sunnan Belem og beið eftir að sendav væru vistir, sem venjulega bárust flugleiðis en þegar öngþveiti varð í Braz- ilíu í kjölfar afsagnar Qua- dros forseta, töfðust flutning- arnir Þá gerðist það, að Mason á- kvað að veiða til matar, en þá réðust á hann Indíánar, sem drápu hann. Þrír leiðangursÞ menn fundu líkið, en þeir urðu ekki fyrir árás. Leiðangurinn hélt frá Bret- landi í april og ætlaði að ferð ast 1500 mílur á kanónun\ nið- ur eftir fljótunum Iriri og Xingu til Abazonfljó»sins. Leið angursmennirnir höfðu hafzt við í frumskóginum í tvo mán- uði og ekki var von á þeim aftur fyrr en í nóvemberlok Það fjrsta sem benti til þess, FORINGI brezks könnunar- leiðangurs í frumskógum Braz ilíu, þar sem hvítir menn hafa aldrei stigið áður fæti, hefur, verið drepinn af Indíánum, en landssvæði þetta er byggb fjandsamlegum Indíánurn, Áð- ur en Mason hélt í þennan leið angur lét hann þau orð falla, að Indíánarnir væru lítt hrifnir af gestum. 1958—1959 ferðað- ist hann á jeppa þvert yfir meg’ inland Suður-Ameríku og fék.k að launum heiðursmerki kgl. landfræðifélagsins brezka. —• Þrem árum áður haiði hann ferðast um Persíu og önnur Mið-Austurlönd. Hann lagðr stund á læknisfræði í Oxford. Tvö úr fjölskyldu hans hafa farizt á vofeiflegan hált auk hans, faðir hans, sem datt úr sjúkrahúsglugga eftir bílslys, og framdi þannig sjálfsmorS- og systir hans, sem fórst í fjail göngu í Frakklandi. RICHARD MASON Alþýðublaðið — 13. sept. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.