Alþýðublaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 2
t StUtJórar: Glsll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi rtt- stjómar: IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjórl: Björgvin Guömundsson. — Bimar: 14 900 — 14 901 — 14 90? Aug'ýsingasimi 14 906. — ASsetur: Alþýöu- i tasiB. — Prentsmiðja Alþýðubiaðsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. o,00 á mánuði. I Jausasölu kr. 3,00 eint. Otgefandi Alþýðuflokkurinn. — Fra væmdastjóri Sverrir Kjartansson. Snæfellsnes SNÆFELLSNES er land mikilla möguleika. Á sunnanverðu nesinu er hægt að margfalda búskap á ræktuðu landi, og mun koma að því, þótt síðar verði, að þar standi býli við býli. Á norðanverðu :nesinu eru útgerðarbæir hver við annan, Sand ur, Ólafsvík, Grundafjörður og Stykkishólmur. iÞaðan er stutt á hin fengsælustu fiskimið og að ötaða öll til útgerðar og fiskvinnslu hin bezta. Sjálft nesið er hálent og illt yfirferðar, enda þótt máttúrufegurð sé þar stórbrotin. Miklar torfærur eins og Ólafsvíkurenni, Búlandshöfði, Hraunfjörð ur og Berserkjahraun hafa skilið þessar byggðir í sundur, og hafa sumar þeirra verið einangraðar mjög, ekki sízt Grundarfjörður. Nú ha'fa verið gerð stó/átök til að bæta sam- •göngur á Snæfellsnesi. Mjósundsbrú var vígð síð astliðinn sunnudag, og innan skamms verður lok- i ið Búlandshöíðavegi. Er þá Ennið eitt eftir til að fært sé allan ársins hring á milli kaupstaðanna, og munu þessar samgöngubætur koma að miklum j.iotum. Mannvirki, hafnir, skip, hvers konar þjón usta og sjálft vinnuafl fólksins mun nýtast betur : á svæðinu öllu við þessar bættu samgöngur. j Þessu til viðbótar verður Snæfellsnes í vax- andi mæli ferðamannaland. Þegar hringurinn um , iiesið opnast, munu þúsundir manna leggja þang- að leið sína og sjá undralönd náttúrufegurðar og ■ : jölbreytni. Kornrækt og holdanaut ! 'VIIKLAR TILRAUNIR með kornrækt bera nú fpann ávöxt, að íslendingar taka á þessu hausti inn fyrstu verulegu kornuppskeru sína. Trúin á þessa ræktun er nú fyrir hendi, fé hefur verið lagt til . i'ramkvæmda og Rangárvellir eru að verða fyrsta Jíomræktarsvæði landsins á síðari öldum. f; Þetta er ánægjuleg þróun, sem eykur fjöl- ’ Áareytni í landbúnaði og ætti að draga úr innflutn . ngi á fóðurvönam. Hún mun efla trú fólksins á : landinu og ræktun þess. Kornuppskeran er nýr ídgur yfir auðn og uppblæsti, sem ógna byggðinni. Skammt frá hinum víðlendu kornökrum er að : !anna fyrsta vísi að holdakyni nautgripa í landinu. Virðast nú flestir komnir á þá skoðun, að íslend- xngar þurfi .að eignast holdakyn til að efla kjöt- framleiðsluna, enda þótt gæta verði fyllsta örygg- ís við innfutning gripa eða sæðis. 1 Áskriftarsími A/Jbýðu6/oðs/ns ' er 14901 SKÓUTSALAN Laugavegi 20. Seljum á mjög lágu verði ýmisko nar skófatnað, svo sem bomsur — inniskó — barnaskó — karlman naskó og kvenskó. Enn fremur lítið magn af góðum nælonsokkum á 35 kr. parið. Útsaiasi stendur aðeins fáa daga ennþá. SKÓBÚÐ REYKJAVÍKUR Laugavegi 20. HANNES Á HORNINU ★ Fréttamaður með karlakór til Rússlands. ★ En enginn með Frið- rik Ólafssyni stór- meistara. ★ Skákíþróttin vinsælust. ★ Fréttahungur. ÁHUGAMAÐUR skrifar: „Blöðin birta eina og tvær síður á dag um íþróttir — og finnst mörgum meira en nóg um. Að sjáifsögðu þarf að scgja frá í- þróttafréttum, en að glenna þær yfir svona mikið pláss nær ekki nokkurri átt og þykir mér Al- þýðublaðið sízt betra cn hin blöð in i þessu efni. Útvarpið hefur sérstakan starfsmann til þess að sjá um íþróttafréttir og talar hann oft á v’ku hverri árið um kring um það efni. Hann er vin- sæll í starfinu og segir vel og skilmerkilega frá, en of mikið er að gert. er jafnvel ekkert um þetta tal- að við hann áður en hann fer, en símskeytin með beiðnum út- varps og blaða látin dynja á mót unum. Friðrik er eins og kunn- ugt er nýlega búinn að vinna mikinn sigur á svæðismóti. Þar var hann efstur Sjálfur varð hann við beiðnum um að senda skeyti af því móti. NÚ TEKUR hann þátt í harðri orustu, þar sem hann berst við marga frægustu skákmenn heimsins. Ekkertvar hugsað um það fyrirfram að afla frétta það- an, og engar fregnir bárust af mótinu fyrr en fjórar skákir eða fimm umferðir höfðu verið tef-ld ar Að líkindum stendur Friðrik nú í því daglega að senda útvarp inu hér skeyti um úrslit. Þetta er alveg ófært. NÝLEGA fór karlakór í söng- för til Rússlands Einhver tregða INTERPOL FLYTUR .ÉG EFAST um að nokkur íþrótt sé eins vinsæl hér á landi og skákíþróttin, að minnsta kosti er áhuginn fyrir henni miklu útbreiddari utan Reykja- víkur en um hinar íþróttirnar. Þessari göfugu íþrótt er lítill sómi sýndur. Að vísu hefur út- varpið skákþátt og blöðin birta greinar um skák, en þegar skák- mót eru háð erlendis, eru frétt- ir af skornum skammti, koma seint og illa, eða eru algerlega vanræktar Þetta vekur sérstaka ahygli þegar mesti og bezti í- þróttamaður landsins, og um leið annar frægasti maður, sem Islendingar eiga, Friðrik Ólafs- son stórmeistari, tekur þátt í skákmótum erlendis. OFT á það sér stað, að hann verður sjálfur, meðfram hinum erfiðu mótum sínum, að senda hingað heim skákfréttir — og Interpol, alþjóðalögreg’an fræga, hefur nú neyðst til að flytja aðalstöðvar sínar í París í aðra byggingu, vegna þess að þrigga hæða byggingin sem hún hefur verð staðsett í, er orðin of lítil fyiir ört vaxandi skjalasafn. í því eru geymdar meira en 125 þús. ljósmyndir af glæpamönnum, fingraför, og æviskrár fjölda glæpamanna um allan heim. Glæpum fjölg- ar en hitt, og hættulegir glæpa ■mun hafa verið á því, að senda sérstakan fréttamann með kórn- um og varð út af því mikill úlfa þytur og réðist blaö kommún- ista af því tilefni á útvarpið. —■ Algerlega var það þarflaust a5 senda fréttamann með kórnumí því að af honum eru engar frétt ir að segja, sem menn bíða eftir, fyrr en hann kemur heim, og get ur sagt frá förinni sjálfur. ENGINN fréttamaður var. sendur með Friðrik Ólafssynl — og dvelur hann einn íslend- ingur á mótinu og nú verður hann að standa í skeytasending- um. Svona erum við íslending- ar Skapgerð skákmanna virðist vera heldur lin, að þeir skuli láta bjóða sér annað eins og þetta. Þegar sérstakur frétta- maður var sendur með karla kórnum, var það fyrir einberan, áróður. Það var miklu meiri á- stæða til þess, að senda frétta- mann með Friðrik Ólafssyni, —■ Menn spyrja frétta af mótinu, en enginn spyr um fréttir a£ söngför karlakórsins um Sovét- ríkin“ ÞETTA segir bréfritarinn —■ og ég verð að lýsa yfir því, að ég er honum alveg sammála. Hannes á horninu. menn takmarka ekki lengur starfsemi sína við eitt land. Undanfarið hefur staðið yfir ráðstefna fulltrúa þeirra 64 þjóða, sem eru í Interpol og hefur Richard Jackson, yfir- maður hjá Scotland Yard sagt þar, að Interpol hafi aldrei haft meiru að sinna en s. 1. ár, auk þess sem búizt er við, að þetta ár, sem nú er að líða, verði enn annasamara. 2 sept. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.