Alþýðublaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 13.09.1961, Blaðsíða 13
ÞESS hefur áður verið getið hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi til þess, að um bindandi loforð sé að ræða. - Enda þótt ölium þessum skil- yrðum sé fullnægt, má vera, að ákveðin atvik leiði til þess, að löggerningurinn sg samt sem áður ógildur eða ó- gildanlegur. En ógildur er löggerningur, þegar sá, sem virðist rétthafi, getur hvorki krafizt þess að gerningnum sé fullnægt samkvæmt efni sínu né krafizt bóta vegna vanefnda. Verða tiivik þessi nú rakin- 1. Sumir menn hafa ekki hæfileika að lögum til að ráð' stafa málefnum sínum. Slíkt er lögræðisskortur. Lögræði er tvenns konar, sjálfræði og fjárræði. Menn verða sjálf- ráðir 16 ára og hafa þá heimild til að ráðstafa öllum málum sínum öðrum; en fjár- máium. Þeir ráða t. d. dvalar stað sínum og gera vinnu- samninga. Einnig mega þeir ráðstafa sjálfaflafé sínu og venjulega gjafafé. Sá, sem náð hefur lögræð- isaldri, hefur öðlazt allar þær heimildir, sem sjálfræðið og (eða) fjárræðið segir til um, nema hann hafi verið sviptur lögræði með dómi. Það getur farið eflir atvikum, hve víð- læk lögræðiss-viptingin er. — Hún getur náð til beggja þátta lögræðisins eða aðeins annars þeirra. Ráðstöfunar- heimild hns lögræðssvipta fer þá eftir þeirri dómsniður- ' stöðu. Sú er aðalreglan, að ólög- ráða maður er óbundinn af 'löggerningi, sem hann hafði ■ekki heimild til að gera, og sú regla er án undantekning ar að ófjárráður getur ekki stofnað til kröfuréttar á heng ur sér. Ef vafi leikur á því, hvort ungmenni hafi náð fjárræð- isaldri, er öruggar fyrir við- semjanda hans að ganga úr skugg.a um það atriði, því að eda er hælta á, að samningur við hann sé ógildur. Fjárræð- issvipting er auglýst í Lög- birtingablaðinu í þeim til- gangi að kunr.gera, hvaða menn hafi ekki þessa heimild, enda þótt þeir hafi náð ald- ursskilyrðinu- 2. Hafi maður með ólög- mætum hætti verið neyddur tii að gera löggerning, og nauðungin er fólgin í líkam legu ofbeldi eða hótunum um að beita því þegar í stað, þá er gerningurinn ekki bind- andi fyrir þann, sem neydd- ur var, Ef grandlaus maður fær rétt samkvæmt slíkum samningi, verður þó sá, sem bera viil fyrir sig nauðung- ina, að tilkynna það ‘án á- stæðulausrar lafar. Sé r.auðung hins vegar ekki fólgin í líkamlegu ofbeidi eða hótun um það, er gerningur- inn aðein3 ógildur gagnvart þeim, sem beitti nauðunginni og þeim, sem vissi eða málti vta um hana. Granlaus mað- ur getur því öðiazt rétt sam- kvæmt slíkum gerningi. Nauðung getur verið ólög mæt, þótt hún eða hótanir um hana felist ekki í ólögleg- um verknaði. Það er t. d. lög- mælt að ljóstra upp refsi verðri háttsemi. Ef nú A, sem veit, að B hefur slíka hátt- semi á samvizkunni, fær hann til að lofa sér ein- hverju fyrir þögnina með hót un um kæru að öðrum kosti, er það loforð ógilt (Blak Mai.), enda þótt ekki sé um fjárkúgun að ræða. 3. Löggerningur skuldbind ur eigi þann mann, sem gerði hann, ef hann var feginn lil þess með svikum og sá, sem við gerningnum tók beitti svikur.um sjálfur eða vissi eða mátti vita um svikin Með svikum er í þessu sam- bandi átt við það, þegar mað ur með ólögmætum hætti, — gegn betri vitund, annað hvorl gefur rangar upplýs- ingar eða leynir atriðum, með þeim ásetningi að fá anr.an mann til að gefa loforð eða gera löggerning Hugtakið svik er hér notað í miklu rýmri merkingu, held ur en í refsiréttinum. Samn- ingur getur verið ógildur vegna svika, enda þótt svikin séu ekki refsiverð, því að stundum myndi þar vanta auðgunartilgang. Svikin verða að hafa beinzt að þeim atriðum, sem ætia má, að ráðið hafi úrslitum um, hvort gerningurinn var gerður eða ekki, Svik varð- andi .alger aukaatriði skipla ekki máli. Sönnunarbyrðin um þetta hvílir hins vegar á þeim, sem svikum beitti. Það getur verið nokkurt vafamál, hvenær launung er þess eðlis, að hún valdi ógild ingu gernings. Kaupmaður þarf t. d. ekki að segja við- skiptavini sínum, að hann geti keypt ákveðinn hlut á lægra verði annars slaðar. Seljandi þarf ekki að upp- lýsa kaupanda um galla á seldum hlut, ef gallinn er augljóg við venjulega skoð- un. Jónsbók frá 1281 hafði á- kvæði um ógildingu samn- inga vegna svika, en þar seg ir: „Vélakaup skal at vetl- ugi hafa“. 4. Þá er misneyting að" stöðu ein ógildingarástæða. En misneyting er það, þegar maður notar sér bágindi ann ars manns, einfeldni har.s, fákunnáttu eða léttúð eða það, að hann er honum háð- ur, tii þess að afla sér hags- muna eða áskilja sér þá, — þannig að bersýnilegur mis- munur sé á hagsmur.um þess um og endurgjaldi því, er fyrir þá koma eða koma skyldi, eða hagsmunir þessir, skyldu veittir án endurgjalds. 5. Enda þótt sú regla sé í gildi að íslenzkum rétti, að iof orðsgjafi verði að bera hall- ann, ef um er að ræða mis- ræmi milli yfirlýsingar hans, eins og hún kemur viðtakanda fyrir sjónir, og þess vilja, sem hann raunverulega vildi láta í ijós, þá er þessi regla þó undanþæg. Aðalreglan er byggð á því, að oftast verði loforðsgjafa fremur kennt um þetta misræmi og með nægi- legri varkárni hefði hann get að fyrirbyggt það. Stundum á loforðsgjafi þess þó engan kost að koma í veg fyrir ósamræmið, og á- kvarða því lögin, að þegar löggerningur er sendur í símskeyti og aflagast í með- förum símar.s, þá er hann ekki bindandi fyrir sendanda í þeirri mynd, sem hann kem ur fram í- Sama gildir um munnlegan löggerning, sem boðberi hefur skilað röngum. Framhald á 11. siðu. JÓN E. GUÐMUNDSSON, listmálari og teiknikennari er um þessar mundir með málverkasýningu á Mokka-kaffi. Sýnir hann þar 16 myndir, vatnslita, olíu, plast og vax- myndir Síðasta sýning Jóns var árið 1952, en þá sýndi hann í Listamannaskálanum. Hann hefur haldið þrjár sjálfstæðar sýningar áður. Jón starfar nú sem teiknikennari, og hefur stundað það starf í 8 ár. Hann hefur unnið mikið og gott verk sem slík- ur, og m. a. var hann aðalhvatamaður að sýningu teikninga eftir skólabörn, sem haldin var í vor Þá sýningu sóttu 2000 manns a ednni viku. Sýningin á Mokka-kaffi er sölusýning Myndin er af einu málverkinu, er nefnist „Að drykkju“. Minnkandi skipasmíðar í Bretlandi London (UPI). BR.ETAR hafa að undan- förnu tapað miklu af skipa- smíðum sínum til annarra þjóða t. d. Þjóðverja og Svía. Urðu miklar umræður um þetta í neðri deild brezka þings ins, vegna hins mikla taps og atvinnumissis sem brezk skipa smíðafélög hafa orðið fyrir af þessum sökum. Þjóðverjar fluttu út 4 sinn- um meira af skipum en Bretar 1959 og 1960 og Svíar 2’/2 sinnum fleiri. Þjóðverjar fluttu út 70% allra þeirra skipa, sem þer smíðuðu, Svíar 65%, Hol- land 40% en Bretar aðeins 15%. Það er álit skipasmiða í Ham borg að Bretar hafi tapað í samkeppni sinni • við skjpa- smíðastöðvar meginlandsins,, vegna íhaldssemi og tregðu margra brezkra skipasmíða- stöðva við að taka upp ýmsar nýjungar á sviði tækni og nýt- ingar vinnuafls. Hollendingar se?ia að þeir þakki góðum vinnufriði og sam starfi vinnuveitenda og vinnu- þega, hversu vel hafi gengið hjá hollenzkum skipasmiðum að undanförnu. Þar hefur ekki orðið verkfall síðan 1955, en hins vegar hafa á sama tíma verið nokkur verkföll hjá Bret Framh. á 4. síðu. Alþýðublaðið — 13. sepi. 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.