Alþýðublaðið - 11.10.1961, Page 7

Alþýðublaðið - 11.10.1961, Page 7
ÁHRIFANNA af aukinni þjóðerniskennd hinna nýju ríkja Afríku gætir einnig í portúgölgku nýlendunni An gola á vesturströnd álfunn- ar, En portúgalska stjórnin vill láta hart mæta hörðu og hefur sífellt sent liðs- auka til nýlendunnar að berjast gegn frelsishreyf- ingunni, sem þar hefur einn ig risið upp. Bardagar hafa geysað í nýlendunni síðan um miðjan marzmánuð sl., en þá gerði Bakongo-ætt- bálkurinn í norðurhéruð- um nýlendunnar uppreisn gegn nýlenduvaldhöfunum, og barizt er af æ meiri hörku af beggja hálfu. Ein- ræðisstjórn Salazars í Portú gal hefur engin fyrirheit gefið um að slakað verði á klónni í nýlendunum. Myndirnar, sem hér birt- ast, eru úr kvikmynd NBC- sjónvarpsins um þjálfun hinna innfæddu uppreisnar- manna. Vopnirí eru heldur fáfengileg, trébyssur, eins sjá má á myndinni efst til hægri, en seinna lærðu þeir að fara með raunveruleg vopn (neðst til hægri). — Myndin neðst til vinstri sýn ir þrjá innborna, sem géng- ið hafa í lið með uppreisn- armönnum, en þeir munu alls vera um 10 þús. að tölu og sagt er, að Portúgalar hafi sent gegn þeim 18 þús. hvíta hermenn. Þó hefur hermönnunum ekki enn tekizt að fæla þá burtu úr felustöðum sínum, og bráð lega kemur regntíminn. . « . . .. f • ’ 'ÍP . v/ PoM'lti. Alþýðublaðið — lil. okt. 1961 ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.