Alþýðublaðið - 01.11.1961, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 01.11.1961, Qupperneq 4
 ftWMMMWWWWWWWWMWWWWMWWVWWMMIWWmWMWMWWWIVMWMWWWM KANNSIQ cr það óhugn- anlegast v ð hið jjólítíska kerfi Sovétmanna, live dæmalaust snjallir þeir eru að skilja h smi frá kjarna — glæpamenn frá löghlýðn um —á tímum allsherjar- uppgjörs af því tagi sem nú fer fram í Moskvu. Lítið bara á þessa mynd af for- ystulið nu á dögum Stalins (sem þarna er í broddi fylkingar). Þá hétu allir þess r menn góðir menn, og höfðum við fyrir því orð k o rn m ún s ta b \a ð a eins og Þjóðviljans. En núna? Nú tveir eru „góðir“ af öllum kemur á dag'nn að aðeins hópnum, sem sagfc þeir Mikojan og Krústjov (t 1 vinstri). Hin r eru afhjúpað ir sem þorparar aí vestu tegund, þ. e. (frá liægr ) Molotov, Beria og Malen- kov. Og sjálfur leiðtoginn í h nni snjóhvítu einkennjs- treyju? Já, hvað á að gera við líkið? NÚ hefur Rússum verið sagður sá sar.nleikur um Stal-n. sem fulltrúar 20. flokksþingsins, þ.e.a.s. þeir, sem sátu leynifundinn. þegar Krústjov fletti ofan af glæpa- ferli fyrirrennara síns. hafa -einir setið inni með síðan Ef menn skyldu ekki muna nógu vel eftir því, sem gerðist á því þir.gi, er rétt að rifja það að nokkru upp. Það var á þeim tíma, sem Krústjov var að svæla undir sig öll völd í Kommúnista- flokknum og ryðja til hliðar þeim Malenkov. Molotov og Bería. Á lokuðum leynifundi hélt hanr grátklökkva ræðu um ávirðingar Stalíns og hættuna af persónudýrkun- inni með þeim árargri, að hann fékk öll vöid f sínar hendur, að v:su fyrst með Buglapin, en hann losaði sig fljótlega við hann. Þessi umræddi leynifund- ur fór svo leynilegá fram að fulltrúar íslenzkra kommúr.- ista, sem þingið sátu, þeir Eggert Þorbjarnarson og Kristinn E. Andrésson, höfðu ekki hugmyr.d um hvað gerzt hafði fyrr en þeir komu aft- ur vestur fyrir tjald. Var raunar talið að uppljóstran- ir þessar hefðu orðið til þess að leggja Eggert í rúmið, og víst er, að lítið hefur á hon- um borið síðan þar til nú, að hann virðist vera búir.n að ná sér fulikomlega. Búinn .að losa sig við Kristin sem ferða félaga á flokksþing og sjálf- ur orðinn æðsti prestur, svo hættulegar sem slíkar mann virðingar virðast vera meðal kommúnista. Eðli kamelljóns ins virðist vera það, sem kommúnistar þurfa að hafa til að bera, ef þeir hafa r.okk urn metnað, að þeir geti skipt um lit eftir umhverfinu. Kröfur Moskvustúdenta um að Slalín verði flultur burtu úr grafhýsinu mikla í Kreml, þar sem hann hefur t 'S'ið smurður frá dauða sír- um, benda t;l þess, að frétt- irpar af ferli hans hafi vakið nokkurn óhug í Rússlandi, þó að sá möguleiki sé að sjálf ur 28 sögðu alltaf opinn í því þjóð félagi, að viðbrögðin hafi ver ið pöntuð. Nú hefur flokks- þingið orðið við þessum kröf um stúdenlanna, en ekki hef ur verið tilgreint hvert líkið skuli flutt, Menn velta mjög fyrir sér i hvaða tilgangi það eigi að þjóna að demba þessum upp- \ Ijóstrunum yfir rússnesku þjóðina nú, og víst er að til-1 gangurinn liggur ekki í aug- um uppi. Virðist þó vera al- menn skoðun, að ástæðan sé hinar alvarlegu deilur, sem upp eru risnar inran hinna kommúnistísku herbúða, og hafa menn raunar orð Krúst jovs og stuðningsmarna hans fyrir því. Þeir hafa gagnrýnt Albani, og um leið Kínverja, harðlega fyrir Stalinisma. — Ekki eru allir sammála um, að þetta sé ástæðan fyrir hin um miklu deilum. New York Times fer ef til vill nærri sannle!kanum í þessu máli í leiðara nýlega. Biaðið segir að það sé rétt, Framhald á 12. síðu. 1. ,nóv. 1961 — Alþýðublaðið LITLI þrekni, gráhærði maðurirn með velhirt yfir- skeggið, sem daglega hefur mátt sjá á gangi í hinni frægu Hofburghöll í Vínarborg, vek ur nú hvorki ólta né lotn- ingu. Það er ótrúlegt en satt, er. maður þessi var höfundur ósveigjanlegrar utanríkis- stefnu, sem enn ákveður ör- lög Mið-Evrópu. Þetta er eng inn anrar en Molotov, sem nú er 72 ára að aldri, og hefur um eins árs skeið verið for- maður rússnesku sendinefnd- arinr ar hjá alþjóða kjarnorku málastofnuninni í Vínarborg. Svo virðist sem áhrif Molo tovs séu sáralítil. Hann lætur samslarfsmann sinn, Emely- anov prófessor, um ræðuhöld in, en hins vegar má iðulega sjá hann í veizlum ásamt hin um rússnesku félögum sín- um. .jEmylianov er sérfræðing- ur okkar og er miklu fróðari um atómfræði, en ég,“ segir Molotov, sem er illa.að sér í ensku og talar bjagaða þýzku. Að v.’su les hann 'Vínarblöðin og býst fastlega við því að geta talað þýzku með ágæt- um að 10 árum liðnum, en í veizlunum verður hann að hafa túlk sér við hlið. í veizlum þessum hafa ýmsir tekið Molotov tali og komizt að raun um, að hann er hvorki ósvífinn né móðg- ar.di í tali eins og áður fyrú hvorl sem þessu má þakka mildandi áhrifum, sem Vínar borg hefur á marga, mildri meðferð Krústjovs á honum, eða þá því, að hann hafi vitk- azt með árunum. En allir eru á einu máli um það, að Molo tov sé rólegri f fasi en áður og hæglátari. Molgtovhjórin virðast kunna vel við sig í Vínarborg þar sem iðulega má sjá þau á hljómleikum, enda kveðst Molotov vera mikill tónlistar unnandi. Hann segir, að áður fyrr hafi hann verið fiðlu- leikari í litlum hljómsveitum og stundum hafi hann leikið á mar.dólín, en hljóðfæraleik hefur hann nú alveg lagt á Irlluna. Þau hjónin sjást oft að snæðingi í skemmtigörðum en að honum loknum hafa þau fengið sér h;ð ágæta vín, sem þar er á boðstólum Til marks um unun hans af tónlist er sagt, að í hópi vina taki hann sturdum lag- ið. Þegar hann var lítill dreng ur söng hann stundum í kirkju, en hann hlær þegar hann minrist þess og bætir við, að langt sé síðan það gerð ist. í vetur vonast Molotov Frh. á 12. síðu. MOLOTOV, sem nú kallast flokks- fjandi á flokksþing- nu í Moskva, situr hér við hlið próf. Emeljanovs á þingi alþjóða kjarnorku- nefndar nnar í Vín- arborg, en þar hef- ur hann verið full trúi Kússa í um eins árs skeið. Hann má muna s nn fífil fegri, maðurinn sem ákvað örlög margra þjóða Evrópu. þar á meðai Finna, sem hann gerð: við „vin áttu- og landvarna samning“ 1948. Nú er Molotov fordæmd ur á flokksþinginu fyr r stalínisma og Rússar heimta nýjar viðræður við Finna um samn nginn frá 1948. Ilvort hann eigi sér fylgismemji Rússtandi má ef 11 deila um, en hann var sagður brosa í kampinn er honum var sagt frá skömm unum í ræðum Krústovs og annarra toppkomma. Hann virtst taka þessu heldur rólega og fékk sér skemmti- göngu í görðum Vín ar. Hann virðist vera t ltölulega ó- hultur um sig í Vín og hann kann vel við sig að sögn og hefur unun af að sækja liljómleika.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.