Alþýðublaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 13
Minningarorð: María Jónsdóttir í GÆR var borin til hinztu hvíldar María Jónsdóttir fi'á Seljalungu. Hún lézt 23. oklóber í Landakotsspítala. María Jónsdóttir er í tölu þeirra kvenna, sem margir minnast, sakir persónuleika hennar. Hún bar svipmót hinnar göfugu og trúu al- þýðukonu, sem mótaðist fyrst og fremst af starfinu, starfinu fyrir ástvini sína, frændur. vinnufélaga og sam félag. Eg vil minnast henn- ar hér í dag að nokkru, ein- milt í blaðinu, sem mótaði lífsviðhorf hennar og hún hreyfst af á árdegi ævinnar og fylgdi alla tíð. María Jónsdóttir fæddist 7. janúar 1895 í Gerðum í Gaul- verjabæjarhreppi. Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson og Kristín Þorláksdóttir, er síðast bjuggu í Seljatungu í Flóa. María ólst upp í hópi systkina og glaðra æskufé- laga. Hún minnlist jafnan af mikilli ánægju æskuáranna og æskusveitarinnar. Hún naut almennrar fræðslu eins og þá var títt, en strax og kraftar leyfðu, varð hún að fara að vinna eins og þá var algengast, því börn og ungl- ingar voru á þeim árum sett til vinnu strax og þau gátu valdið einhverju amboði. Árið 1922, þann 25. nóvem- ber giftist María frænda sín- um Kristni Ágústi Friðfinns- syni frá Skógarnesi. Þau hófu búskap í Reykjavík eins og svo margir jafnaldrar þeirra úr árneskum byggðum. Krist inn var mjög vel gefinn mað- ur, las mikið og kynnti sér ýmis mál, sérstaklega þau, sem snerlu stétt hans, verka mannastétt'na. Hann tók mikinn þátt í félagsstarfi Dagsbrúnar um skeið. Hann lézl 24. nóvember 1953. Þau Maria og Kristinn eignuðust þrjú börn sem öll eru á lífi: Jóna Davíðey húsfreyja í Reykjavík, Kristín María húsfreyja í Kópavogi og Frið finnur framkvæmdastjóri í Revkjavík. Þegar María og Kristinn hófu búsk.an i Reykjavík var ekki glæsiiegt fram undan fyrir verkamannafjölskyld- ur. Heimsstyrjöldin fyrri var nýlega um garð gengin, en eftirköst hennar urðu í ís- lenzkum kauptúnum aukin dýrtíð Off minnkandi vinna. Öryggi verkamanna var ekk ert. EnP.ar trvggmgar til né félagsleat Ö7-vy(ri Það þurfti mikla hiartsýni, djörfung og óbilandi brautse!gju til að bugast ”kki Eh margir eygðu betri tíma með bættu skipu- lagi 00 vaxandi framförum. | landinu var að vaxa upp ný fékigshreyfing sem vann markvíst að bættum hag og frá Seljatungu tryggingum til handa efna- minni stéttunum. Jafnaðar- stefnan var í sókn og verka- lýðshreyfingin. Margir jafn- aldrar Mar'u og Kristins austan úr Fló.a, urðrr strax virkir félagar í verkalýðs- hreyfingunni 0g Alþýðu- flokknum. Eftir að þah urðu búsett í Reykjavík urðu þau þegar hrifin af þessum hug- sjónum og höfðu óbilapdi trú á þær alla tíð. Lífsviðhorf þeirra mótuðust af- viðhorf- unum til brýnustu viðfangs- efna samfélagsins og stéttar á hverjum tíma og hamingja þeirra varð samofin fram- förum og þróun — auknum tryggingum og réttindum* hins vinnandi fjölda. í nútíma þjóðfélagi er mesta og farsælasta auðlegð- j in fólgin í starfi hins vinn-i andi mar.ns.Hendurnar tvær, j sem hinn vinnandi maðurj leggur á framleiðslufang sam félagsins eru orkan, sem gefur þjóðinni- auð og spinn- ur hinn mikla auð, sem allt byggist á. María Jónsdóltir var mikil starfskona. Hún notaði hverja stund, hvert lækifæri til að virna. Hún slundaði oftast vinnu frá heimilinu og vann eins mik- ið og fremstu kraftar henn- ar þoldu. Eftir að hún missti manninn. vann hún, eins og áður, hjá frænda sínum og' vini, Ingvari Vilhjálmssyni, í fiski. Hún annaðist ýmislegt fyrir fvrirtæki hans í frítím- um sínum og gerði það af mikilli alúð og trúmennsku eins og allt væri hennar. j María Jónsdóttir var sönn kora í hverju sem var. Hún var góð móðir og sannur upp alandi, og gaf börnum sín- um allt það bezta, sem góð móðir getur gefið. Vinnufé- lögum sínum var hún sannur félag', glaðlynd og skemmti- leg við stai'f bóngóð og gi'eið vikin, ef leitað var til henn- ar. Hún fylgdi stéttarstystr- um sínum í hverju máli, sem við kom hagsmui: amálum, þeirra. Hún var virkur félagi í samtökum þeirra. Frænd- um sínum og sveitungum að austan reyndist hún einnig sannur vinur. Til henrar komu margir og nulu hinnar alúðlegu gestrisni hennar, góðvilja og góðgerða. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa. ef einhver þurfti liðs við. Veit ég um það mörg dæmi, þó ekki verði sögð hér. Síðustu árin átti María við vanheilsu að stríða og varð að hætta að vinr.a. Hún dvaldi í skjóli barna sinna og undi mjög illa að geta ekki Unnið lengur. Á síðastliðnum vetri fór hún um stund aust- ur í æskusveit sína og dvaldi þar um skeið. Henni var mikil ánægja að því að vera þar og rifja upp gömul kynni við gamla sveilunga og minnast horfinnar æsku. Síðast, þegar ég hitti hana ræddi hún einmitt um Gaul- verjabæjarhrepp og Bæ- hreppinga. Þar var hugur hennar eins og oft áður. Hún var aldrei slitin algjörlega úr þeim jarðvegi, sem hún óx úr, þó að hún yrði að starfa og rjóta lífsins á fjarlægum slóðum, þar sem hún vann sigra — sigra, sem eru mikl ir í starfi og glæstir af því að hlúa að fögrum hugsjón- um og vaxandi grósku sam- félagsins. í TRIPOLIBTÓ er verið að sýna myndina Hetjan frá Saip.an. Myndin fjaílar um ibandarískan hermann, sem vann sér ýmislegt til ágætis í síðustu heimsstyrjöld og meðal ennars það að taka einn síns liðs til fanga ná- lægt tvö þúsund Japani. — Saga 'hans hefst á því að hann er tekinn lil fósturs af japcniskum hjónum, er for- eldrar hans eru látnir, þar toýr hann við ást til fullorð insára. Dag nokkur.n ráðast Japanir á Pearl Harbour og iheimsstyrjöldin er hafin fyrir Bandaríkjamenn, hinir , japönsku uppeldisbræður Kynslóðin, sem r ú er brátt að enda dagsverk. lætur eftir sig mikið starf og uppbygg- ingu { landinu. Hún skilur eftir mikinn arf, sem kom- andi kynslóðum ber að varð- veita og auka. María Jóns- dóttir er ein af hinum mörgu sem þar hafa lagt hönd á piógimj, og skilað miklu ævi starfi og góðu. Eg minnist hennar með þakklæti og söknuði eftir genginn dag. Á heimili hennar var alltaf gott að ver.a og njóta um- hyggju hennar og vináttu. Ej vil flytja börnum hennar, barnabörnum og ástvinum alúðaitfyllstu samúðarkveðj- ur. Minning hennar mun lengi varðveitast hjá afkom- endum hennar og frændum. Jón Gíslason. Minningarorð: MAGNÚS MAGNÚSSON skipasmiður Magnús Magnússon skipa- smiður, Laugavegi 80, lézt í Landakotsspítala 22. októ- ber síðastl. rúmlega 79 ára að aldri. Hann var fæddur 6. október 1882 að Geitagili í Örlygshöfn,' en foreldrjar hans bjuggu þar. Eftir ferminguna fór Magnús til Reykjavíkur og hóf húsasmíðanám hjá bróð- ur sínum, Ólafi Magnússyni, sem stofnselti Fálkann og rak síðan til dauðadags. Að afloknu sveinsprófi stundaði Magnús húsasmíði hér í bænum til ársins 1910, en þá flutti hann til ’Veslmanna- eyja og stundaði húsasmíðar þar um alllangt skeið, en rak síðan um tíma útgerð og ýmsan anran slcyldan al- vinnurekstur. Árið 1925 réðist Magnús til Noregsfarar, aðallega til þess að kynna sér starfs- rækslu drátlarbrautar, en þá bar brýna nauðsyn til að slíku fyrirtæki væri komið upp í Vestmannaeyjum vegna hins mikla bátaflota. Eftir dvölir.a í Noregi keypti hann dráttarbraut þar og tók báta til viðgerðar, enn- fremur smíðaði hann báta. Framhald a 14 síðu hans fara í stríðið, en sjálf- um er honum nauðugt að fara til að berjast gegn hin- um japcjnsku fje,ndum, minn ugur uppeldis síns. Það verður þó úr, að hann fer og er sendur til Saipan á Kyrra hafi, þar tekur hann þátt í hinum hlóðuga hildarleik, berst hetjulega og tekur að lokum japanska hershöfð- ingjann til fanga og með hans hjálp afvopnast leifar hins japanska 'hers á eynni og baráttunni er lokið á þeim stað. Mynd þessj er vel tekin og betur e,n flestar myndir af sama toga, sem hér hafa verið á ferð undanfarið. Leikurinn er einnig góður 'Og í því sambandj ber ekki' sízt að geta drengsins, sem leikur Gabaldon hermann i bernsku og hina japönsku fósturmóður hans. Tríóið Bill, Peter og Guy Gabaldon eiga þarna Mka skemmtilegar senur. NÝ.TA BfÓ hefur tekið mynd til sýningar, sem á er indi til allra. Mynd þessi fjallar um kynlífið, afbrigði þess og krókavegi og það, sem hægt er að gera til að forðast hætturnar eða bæta úr því, sem aflaga hefur far ið. Til þess al gera myndina aðgengilegíri fy'rir hvern sem er, hefur söguþráður verið settur í hana. Persón- ur myndarinnar eru aðeins þrjár: Læknir og ung hjón, sem le.'íta til hans með vanda mál sín. Sá söguþráður er gerður nokkuð reyfaralegur og varla hægt að segja að hann sé tekinn út úr daglega líf- inu, en er engu að síður eðlilega samansettur. Það sem grþur myndinni þó fyrst og fremst gildi eru fræðslu myndirnar þrjár, sem felld- ar eru inn í efnið 0g fjalla þær um kynsjúkdóma, æxl- unina og fæðingar, bæði á eðlilegan hátt og með keis- araskurði. Fræðslumyndirn- ar eru mjög góðar og ættu að vera nóg tilefni til að °Pna augu margra, sem ekki ,’hafa hugleitt þessi mál áður. Áður en my,ndin hefst flyt ur danskur kvenlæknir for- mála af tjaldinu um tilgang myndarinnar og hlutverk. Þetta er vissulega mynd, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara, hafi hann á annað borð náð þeim aldri sem ákveðið er að þurfi til inngöngu. Það var vissulega ánægjulegt að skoða þessa mynd, en hún er ekki fyrir bör.n og lögregluþj ónninn við d^uar leggur áherzlu á það. H.E. Alþýðublaðið — 1. nóv. 1961 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.