Alþýðublaðið - 01.11.1961, Blaðsíða 7
UPPLJÓSTRANIR Krústjovs og annarra núverandi vaidhafa Sovétríkjanna á
glæpaferli og hroðalegri persónu Stalíns hafa vakið heimsathygli. Hér á landi
hljóta menn að minnast þess, sem forustumenn íslenzkra kommúnista hafa
áður skrifað um Stalín. Alþýðublaðið vill í dr/j rifja upp nokkur af þessum um_
mælum. Jafnframt beinir blaðið þeirri spurningu til Einars Olgeirssonar, Jó-
hannesar úr Kötlum, Kristins E. Andréssonar og Halldórs Kiljans Laxness,
hvort þeir standi við þessi ummæli. Er skoðun þeirra á Stalin óbreytt — eða
hefur hún breytzt við uppljóstranir Krústjovs? Ef skoðun þeirra á Stalin hefur
breytzt, hvaða skýring er þá á fyrri dýrkun íslenzkra manna á þessum erlenda
þjóðhöfðingja? Gæti ekki eins verið, að íslenzkum kommúnistum missýnist um
núverandi valdhafa Sovétríkjanna, sem þeir verja og vegsama?
Óbreyttir stuðningsmenn kommúnista á Islandi og raunar Islendingar
allir eiga kröfu á svari.
EINAR OLGEIRSSON
sagði í rStstiórnargre'i'n í
Þjóðv’ljanum 7. marz 1953:
„Vér minnumst manns-
ins Stalins, sem hefur ver-
ið elskaður og dáður meir en
flestir menn í mannkyns-
sögunn; áður, og naut slíks
trúnaðartrausts, sem fáir
menn nokkru sinni hafa
notið, en lét sér aldrei
stíga þá ást og aðdáun til
höfuðs, heldur var t l síð-
ustu stundar sami góði fé-
laginn, scm mat manngildið
ofar öllu öðru. eins og þá
er hann fyrst hóf starf s’tt.
Gagnvart mannlegum
mikilleik þessa látna bar-
áttufélaga drúpum við
höfði, — í þökk fyr.’r allt,
senr hann vann. . .“
JÓHANNES ÚR KÖTLUM
skrifaði í Þjóðviljann 22.
marz 1953 :
„Alla sína furðulegu at-
orku notaði hann (Stalin) t.’l
að gera manngildiskcnning-
ar mik.lla fyrirrennara
sinna að lifandi veruleika,
sem engar vítissprengjur
munu fá grandað.“
„H.’nir kúguðu risu upp
úr helvíti eymdarinnar . .
og snéru sér að því með of-
urkappi að t.’leinka sér ó-
þrotleg gæði jarðarinnar í
sameign og friði — án þess
að drepa, án þess að v.’lja
heyra um dráp, án þess að
vilja horfa á dráp.“
Jóhannes kallar Stalin í
þessari grein „hinn mikla
s’gurvegara“, lfkir honum
við „heiðarlegan lækni“,
talar um „kyrrláta persónu
hetjunnar,“ sem liafði ..hina
skyggnu still’ngu þjálfaðs
vísindamanns..“ .
KRISTINN E. ANDRESSON
hélt aðalræðuna um Stalin
á minningarfundi í Austur
bæjarbíó. Fundur.’nn var
að sögn Þjóðviíjans „mót-
aður af virðuleik og djúpri
alvöru.“ — Kristinn sagði
meðal annars:
„Festum í minni hinn
einfalda sannle.ka: Stalin
stóð vörð, trúan, hljóðlátan
vörð, um líf alþýðumanns-
ins í heiminum. . Þess
vegna lieiðrum við m.’nn-
ingu hans og látum í ljós
samúð okkar með Sovét-
þióðunum, sem misst hafa
hinn ástsæla foringja s-nn.“
Og ennfremur;
..Nú viðurlcenna allir, að
Stalin látnum, að hann hafi
ver.’ð mikilmenni, einn
mestj stjórnmálaforingi
þessarar aldar.(t
..í Stalin rætist draumur
fólksins um gleð.’ og feg-
urð.“
„Hann var sjálfur trúr
— trúr fólkinu, sem hann
var foringi fyrir.“
Þ.TÓHVILJINN
birt.’ á forsíðu þessa undir-
fyrirsögn, þegar sagt var
frá útför Stalins, sem stjórn
að var af nefnd undir for-
sæti Nikita Krústjovs:
„Vertu sæll, kennari
okkar og leiðtogi, kæri vin-
ur og góði félagi.“
MOREIÐ ‘á Kirov, yfir-
manni kommúnistaflokks-
ins í Leningrad, var á sín
um tíma notað sem átylla
fyrir hinum ógurlegustu
Ihreinsunum í Sovtríkjun-
um. Það er nú upplýst í
Moskva, að Kirov var myrt
ur að undirlagi Stalins
sjálfs til þess með því að
fá áslæðu til að losa sig við
þá menn, sem hann taldi
sér hættulega. Réttarhöldin
yfir Búkharin og félögum
ihans voru því hreinn til-
búningur frá upphafi til
enda. „Játningarnar“ hafa
verið greindar nokkuð af
rithöfundinum Köstler í bók
sinni „Darkness at Noon“.
Skoðanir Halldórs Kilj-
ans Laxness á þessum mála
ferlum komu fram í bók
hans „Gerska ævi.ntýrið“,
sem út kom hjá Heims-
kringlu 1938:
„í því stríði sem auðvald
ið heyr af ósættanlegu
hatri með sínum margvís-
legu bandamönnum og ólík-
ustu vopnum gegn hinu
samvirka þjóðfélagi í Ráð-
stjórnarríkjunum, er mér
alltof ljóst að öll miskunn
ráðstjórnarinnar væri glæp
ur, öll undanlátssemi blygð
laus svik við þann hluta
mannkvnsins sem aðhyllist
framsókn Þetta stríð er að
eins upp á líf og dauða, ter-
tiam ,non datur. Hér gildir
aðeins lögmálið a la guerre
domme a la guerre. Þeir
sem vilja sósíalismann í
Ráðsljórr.arríkjunum feigan,
verða að kunna að taka af
leiðingunum af liðveizlu
sinnj við auðvaldið, og
eingu síður þótt þær séu
þeirra eigin feigð, og þetta
virtist mér flestum sam-
særismönnunum í Búkrar-
insmálunum vera fyllilega
Ijóst, ekki sízt Búkharin
sjálfum, og ég tel honum
það til heiðurs, og þeim öll
um.“
Halldór rekur síðan sam
vizkusamlega þá sögu „and
stöðuarmsins“. gegn Stalín,
sem þótti góð latína á þeim
tíma. Lýsir hann t. d. Jago-
da, yfirmanni lögreglunn-
ar, sem hann telur einn af
,,blökkinni“ sem „stórfurðu
legasta glæpamanni allrar
blakkarinnar“. Hann kveð-
ur „blökki.na“ hafa gert
samkomulag við „þýzku
fasistana‘‘ um að uppreist-
in í Ráðstjórnarríkjunum
skyldi hefjast í maí 1937 og
telur ræðu Hitlers á „fasista
þínginu í Nurnherg í sept-
ember 1936, um fyrirhug-
aða hergaungu Þjóðverja til
austurs, yfir Úkraníu til
Úrals“, hafa verið þýzku
útgáfuna „af stefnuskrá
þeirra Búkharíns og Trotsk
ís“. En babb kom í bátinn,
segir Halldór, „um haustið
var hin fyrsta handfylli
samsærisman.na dregin fyr
ir lög og dóm í Moskvu, hóp
urinn kríng um Sinoféf og
Kamenef“. ..............
Skáldið rekur síðan fjálg
lega hve hálir og álsleipir
mennirnir í þessUm hópi
hafi verið og segir síðan:
„Við kynníngu af réttar-
rahnsókn þessa fyrsta máls
fékk maður helzt þá hug-
mynd að hér væri um ein-
_ájigraðan glæpamannahóp
að ræða, trylta ógnarsinna,
pólitíska örvilnunarme.nn,
desperados. En Iinkind
leynilögreglunnar við þessa
glæpamenn sem meðal ann
ars höfðu átt þátt í að und
fi’rbúa moi'ðið á Kirof (letur
br. Alþbl.), varð þess vald
andi að grunur fór að falla
á Jagoda, og upp úr þess-
um fyrstu máL>ferlum er
hann tekinn höndum.“
Þá ræðir skáldið Pjata-
kof-málaferlin 1937 og seg
ir sambandið milli þess
hóps og Búkharínshópsins
hafa uppgötvazt eftir króka
leiðum þá um veturinn
(1938). Hann segir: „í rétt-
arhöldu.num í vetur, Búk-
harínsmálaferlunum, verð-
ur loks hrð rétta samheingi
þessara lángvinnu glæpa-
mála lýðum Ijóst, eðli og
þróun blakkarinnar, sam-
setning hennar, sambönd,
starfsaðferðir og markmið.
Búkharínsmálin, niðurlag
ið á baráttu ráðstjórnarinn
ar við glæpafélag hægri-
manna og trotskista, eru
mannkynssögulegur við-
burður fyrstu stærðar, ein-
hver stórkostlegustu póli’-
tísk reikningsskil vorra
tíma.“
(Öllu þessu er nú lýst
sem morðum austur í Mosk
vu.)
Þá ræðir skáldið hand-
töku ,,landráðamannsins“
TúkhatéfsM hershöifQingja,
en það er nú talinn einn
af höfuðglæpum Malen-
kovs að hafa staðið gegn
endurreisn æru þess
manns.
Skáldið fer Iháðulegum
orðum um frásagnir blaða
á Vesturlöndum af réttar-
höldunum og vanfrú þá,
sem þau höfðu á þessu farg
ani öllu saman. Það hefur
nú komið í Ijós, að vantrú
þeirra var á rökum reist,
en Stalínsglýjan glapti
skáldinu sýn. Hann sagði
þá m- a.. ,,Það var eins og
auðvaldshlöðunum, fasistun
um og úrkastinu úr blaða-
kosti hægrikrata fyndist
þeim og þeifra húsráðend-
um málið of skylt til þess
að greina rétt (s:c. Alþbl.)
uppljóstranirnar um starf-
semi Trotskis og manna
hans, og tóku þess vegna
þann kostinn að þyrla sem
mestu ryki umhverfis
kjarna- málsins. Blöð sam-
eignarmanna voru hin einu
er fluttu orðrétt merkileg-
ustu yfirheyrslur réltarhald
anna.“
Ástæðulaust virðist að
tína miklu meira til úr
hinu gerzka ævintýri Kilj-
ans. Aðeins þessu skal bætt
við: „Eitt geta allir sósíal-
istar heimsins lagt sér á
hjarta: Hefði trotskisminn,
14. síða
Alþýðublaðið — 1. nóv. 1961 f