Alþýðublaðið - 16.11.1961, Page 13

Alþýðublaðið - 16.11.1961, Page 13
tVHUUMMMHMMIMUMMMUUUUMMUUMMIMtMI|MMUMMWiUIMUW EINN hinna mörgu fjarða, sem skerast inn í Vest- fjarðakjálkann er Súg- andafjörður. Er hann næsti fjörður norðan við Önund- arfjörð. Nesið milli fjarð- anna yzt heitir Sauðanes, en yzta nesið að norðan er Göltur, mjög sérkennilegt og einkanlega fagurt á að líta. Fjörðurinn var fyrst num inn af Hallvarði Súganda. Nam hann land frá Sauða- nesi og norður að fjállinu Stiga, en svo nefnir Land- námabók fjallið norðan Skálavíkur við utanvert ísafjarðardjúp,, Kom Hall- varður beint til íslands eftir að hafa verið í hinni frægu Hafursfjarðarorustu mót Haraldi konungi. Frá Gelti og inn í fjarðar botn er ca. 25 km. vega- lengd og er hann miklu styttri en bæði Önundar- fjörður og Dýrafjörður. — Svo að segja ekkert und- irlendi er með firðinum. Utarlega í firðinum eru 2 eyrar, önnur Suðureyri, þar scm kauptúrtið stendur á að sunnanverðu, en hin, Norðureyri, að norðan- verðu við fjörðinn, hvor gegnt annarri. Yzt að sunn anverðu er dalur, og er þar dálítið undirlendi, þar er kirkjustaðurinn, Staður, sem var prestssetur fram á síðustu ár, eða þar til að kirkja var byggð á Suður- eyri, en þar nú prcstur þcirra Súgfirðinga. Manntalið 1703 íelur 13 býli í Súgandafirði öllum með 183 íbúum, þar með taldir 8 sveitarómagar. Nú munu nokkur þessi býli vera komin í eyði, en fólk- ið samt fleira en þá, því nú munu vera um eða yfir 400 íbúar í kauptúninu Suður- eyri., Vegasamband er við höfuðstað Vestfjarða, ísa- fjörð. Liggur vegurinn inn með firðinum sunnanverð- um upp úr fjarðarbotnin- um upp á nokkuð bratta hciði, sem Botnsheiði lieit- ir. Kemur yfir á veginn, sem liggur yfir Breiðadals- heiði, þar sem hún er að- eins farin að lækka norður af til ísafjarðar. Er 25 km. vegalengd milli ísafjarðar og Suðureyrar. Mun þessi leið lítið eitt lengur fa;r fram eftir hausti en Breiða- dalsheiðin. Er því Súganda- fjörður mikinn hluta árs- ins úr vegasambandi, hef- ur aðeins þá samgöngur á sjó. Enda nú tíðar skipa- komur, síðan útgerð og framleiðsla jókst þar díð- ustu tvo áratugi. Útgerð hefur lengi verið aðálatvinnuvegur Súgfirð'-, inga, og svo er ennþá. A fyrstu áratugum þessarar aldar, þeg,ar 'mótoybátarn ir komu til sögunnar, var talsverð útgerð slíkra báta :Prá Suðureyri. Hafnleysið bagaði þá útgerðina. En nú er allfönguleg hafskipa- hryggja komin utan við kauptúnið, sem milliferða- skip leggjast að, og út- flutningsvörur Súgfirðinga fara um. Nú er verið að gera allmyndarlega báta- höfn innan vcrt við kaup- túnið mcð nýtízku tækjum, sem vitamálastjórnin hefur lagt þeim til að fram- kvæma verkið með. Munu Súgfirðingar fá þarna myndarlega báta- höfn, enda þess mikil Fremst á myndinn er lítill vélbátur frá gamla timanum: Mb. Sigurvon. í balcsýn er fjallið Göltur, norðanvert við mynni Súgandafjarðar. þörf, þar sem bátum fjölg- ar og þeir stærri en áður var. Tvö hraðfrystihús eru á staðnum, bæði vel útbúin. Suðureyri í Súgandafirði er í orðsins fyllsta skilningi vestfirzkur útgerðarbær. — Þaðan er stutt á fiskimið- in, styttra en frá Flateyri og langtum styttra en fiá Þingeyri, sem báðir eru útgerðarstaðir í 'næsta ná- grenni. Síðustu árin hefur trillubátum fjölgað og eins stærri bátum, sem stunda veiðiskap allan ársins hring, en trillurnar aðeins vor-, sumar og haustmánuðina._ Hér eins og víðar í kring- um landið, hefur útfærzla fiskveiðilögsögunnar, haft sitt að segja. Litlu fleyt- urnar hafa gefið íbúum staðarins drjúgan skilding, og ekki kallað á aukinn gjaldeyri til útgerðarinnar, eins og hin stærri og vclút- búnu veiðiskip þjóðarinnar. Trillubátur, sem aflar fyrir t. d. 100 þús. kr. miðað við verðmæti upp úr sjó, þarf aðeins örfá prósent til að mæta gjaldeyriseyðslu við veiðiskapinn. Er þvi hér um að ræða hinn þjóðnýtasta atvinnuveg, sem vaxið hef ur hin síðustu ár, bæði þar vestra eins og víðar við strendur þessa lands. Allir þekkja hinn þjóð- fræga súgfirzka rykling, sem mikið hefur venð á borð- um okkar hér syðra. Eru Súgfirðingar flestum fremri í þeirri framleiðslu. Mjög myndarlegur barna skóli er í þorpinu með upp hleyptri, fallegri Sslánds- mynd á einni hliðinni. Ekki langt þar frá er stílhreint og fagurt Guðshús, miklu fallegra en margar hinar stærri kirkjur, sem nú rísa af grunni í sjálfri höfuð- borginni. Súgfirðingar hafa lengi sótt sjóinn fast og gera það cnnþá. Fyrr á árum, meðan bátar voru Htlir — alltof litlir til vetrarróðra — urðu þeir að gjalda Ægi mann- fórnir um of. En stóru bát- arnir skapa nú sjómönnun- um meira öryggi en áður. Eins og fyrr segir, er býlið Norðureyri norðan fjarðarins, andspænis Suður eyri. í snjóavetrum er hætt vig skriðuhlaupum niður á býlið, og komið hefur fyrir, að slíkur hefur verið kraft- ur snjóflóðanna, sem fallið hafa á Norðureyri, að þau hafa náð langleiðina yfir Frá Suðureyri við Súgandafjörð. Norðureyri í baksýn undir hárri fjallshlíð. Úr gil nu upn af bænum hafa runnið stór mjóflóð, sem gert hafa mikinn usla. fjörðinn, alla leið til Suður- eyrar og myndað flóðöldu, sem unnið hefur tjón á bát- um og mannvirkjum, sem mest eru við fjöruborð, Sá, sem kemur nú til Suðureyrar, tekur strax eft ir því, að þar er öflugt at- hafnalíf. Allir í starfi, ann- að hvort við framleiðslu- störf, hafnargerð cða bygg- ingar, því nú verða Súg- firðingar að sækja vinnuafl út fyrir fjörðinn. Svo ör hefur þróun atvinnulífsins verið hin síðustu ár. Félagslíf hefur lengi ver ið öflugt á Suðureyri, og kcnnir þar enn áhrifa þeirra sem nú eru horfnir af sjón- arsviðinu. Má þár fyrst nefna Kristján heitinn Al- bert Kristjánsson, sem starfaði þar flest sín mann- dóms og þroskaár. Þá má og nefna þá Friðrik heitinn Hjartar skólastjóra og Frið- bert Friðbertsson skóla- stjóra. Eg hygg að hinir eldri Súgfirðingar þekki vel framlag þessara gengnu for vígismanna í alhliða menn- ingarmálum Súgfirðinga a fyrstu áratugum þessarar aldar. Og þeir voru og eru fleiri, sem lögðu þar hönd á plóginn, þótt ekki séu nefndir sérstaklega. Súgfirðingar hafa nú fengið birtu og yl frá Mjólk árvirkjuninni, eins og fleiri þorp á Vestfjörðum. Uppbygging Suðureyrar í Súgandafirði hófst með tilkomu hinna vélknúnu veiðiskipa, sú uppbygging hefur lialdið áfram, en verið örust hin síðustu árin, eins og víðar á landi liér. Fólkið er duglegt, athafna samt og félagslynt. Staðurinn á mikla mögu- leika og ég er viss um, að einhvers staðar verður þröngt fyrir dyrum, þegar Súgíifðinga skortir brauð og klæði. Ó. J. UWMMMUUWUU%MUM»MMMMMUUMMMMUMUMUW Krabbamein í sílungi W«MMUMUMUMUH%MmMMMMMMUt KRABBAMEIN hefur fund- izt í öllum silungsuppeldis- stöðvum í U. S. A. Við ná- kvæma rannsókn á vegum ríkis og fylkja kom í ljós, að meira en helmingur regn- bogasilungs í Bandaríkjun- um, sem var í uppeldisstöðv um þar, alinn á tilbúinni fæðu, eða gerfifæðu, hafði krabba í lifrinni. í sumum fiskiræktunar- stöðvum, sem rannsakaðar voru, hafði hver einasti sil- ungur krabbamein, Lægstu tölurnar voru 10% sam- kvæmt upplýsingum Dr. S. F. Snieszko og John A. Míller frá fiski- og villidýra rannsóknastöð Bandaríkj- anna. Þetta krabbamein er þó ekki mjög illkynjað og drepur fáa fiska (a. m. k, á unga aldri), Ekki hefur ver ið hægt að rekja smitunar- leið frá fiski íil fiskjar. Það er ekki talin ástæða til að óttast að fólk get fengið krabba beinlínis af því að borða silunginn. Allt bendir til þess, að hin ónáttúrulega fæða sil- ungsins sé aðalorsökin til krabbameinsins, eða að í þessari fæðu séu einhver krabbavekjandi efni (carci- nogfcn). Annars er fæðan samsett úr kjöti, með ábæti vítamína og vaxtarvaka (hormono). Fiskafæða þessi kom fyrst á markaðinn fyrir 10 árum, og hafa margir vísindamenn grunað liana um að valda krabbameinum. Því liefur einnig verið lialdið fram, að hið auðvelda líf fískanna með nógum mat og örum vexti hafi einnig gcrt regnboga- silung sérstaklega veiklaðan og kann þar einnig að vera að leita orsakanna til hins út breidda krabbameins. (Fréttahréf um heilbrigðs- mál.) iALÞÝÐUBLADIÐ litur á landið Alþýðublaðið — 16. nóv. 1961 13

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.