Alþýðublaðið - 03.12.1961, Side 4
Hannes Hafstein
1861—1961
3
1
i
?
ALDARMINNING
í Háskólabíóinu sunnudaginn 3. desember kl. 2
eftir.bádegi.
DAGSKRÁ:
1
Ræða: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. •
Einsöngur: Kristinn Hallsson óperusöngvari.
Ræða: Tómas Guðmundsson skáld.
Upplestur: Ævar Kvaran leikari, Róbert Arn
finnson leikari, Hjörtur Pálsson stúdent.
Kórsöngur: Félagar úr Karlakórnum
Fóstbræður-
Aðgöngumiðar kosta kr. 20,00 og eru seldir við I
innganginn eftir kl. 1.
Stúdentaráð Háskóla íslands. |
Almenna bókafélagið. |
Stúdentafélag Reykjavíkur.
TILKYNNING
um bögglaflutning
Að gefnu tilefni' tilkynnist það bér með, að flug-
áhöfnum svo og öllum öðrum starfsmönnum fé~
lagsins er óheimilt að taka hvers konar böggla til
flutnings með ílugvélum félagsins á milli landa,
án þess að þeir séu skrásetttir á tilskilda pappíra.
~ ____ /Cf/AA/JBA/J*
Tómstunda- og skemmtiklúbbur
æskulýösráös
T 7 ÍGULKLÚBBURINN
BISKUPINN yfir íslandi hef-
ur lyft staf sínum og boðað, að
plága muni ganga yfir landið.
Ekki mun þess að vænta, að
sjór verði að blóði, froskar eða
flugur plagi fólk, kvikfénaður
falli, engisprettur herji eða
1 myrkur verði um miðjan dag,
| heldur sér biskupinn framund-
| an eina „verstu plágu menn-
I ingarinnar11 — sjónvarpið.
I í sambandi við umræður um
| skemmtisjónvarp hermanna í
Keflavík hafa þau tíðindi gerzt,
að margir af andlegum forystu
mönnum þjóðarinnar hafa ráð-
izt gegn ÍSLENZKU SJON-
VARPI ekki síður en hinu er-
lenda, lýst því sem plágu og
ómenningarstofnun og látið í
ljós þá von, að íslenzka þjóðin
ifái sem síðast og helzt aldrei
sitt eigið sjónvarp. í þessum
kór þröngsýni og afturhalds
heyrast raddir biskups, rektors,
prófessora, skálda, bíóstjóra og
annars stórmennis.
Þessir menn hafa yfirleitt
haft lítil kynni af sjónvarpi,
en þá helzt af auglýsingasjón-
varpi í Bretlandi eða Banda-
ríkjunum. Af stuttum og yfir-
borðskenndum kynnum fella
þeir stóra dóma og lýsa yfir, að
plága sé í vændum, ef íslenzkt
sjónvarp verður til.
Sjónvarp er aðeins iæki, sem
er hvorki vont né gott frekar
en til dæmis síminn. Eigum
við að banna símann öðrum en
biskupi, prófessorum og skáld-
um, af því að það er fátt til
menningarauka, sem sagt er í
síma? Eigum við að banna
prentlistina með öllu á íslandi
og kalla hana plágu, af því að
sumir menn misnota hana til
að gefa út æsirit?
Til eru 1250 sjónvarpsstöðv-
ar í öllum heiminum, og eru
þær eins mismunandi og tíma-
ritin Skuggar eða Sex annars
vegar og biblían hins vegar. —
Sennilega hefur biskupsliðið
séð eitthvert léttmeti í ensku
auglýsingasjónvarp, en ekki
haft fyrir að kynna sér skóla-
sjónvarp það, sem Cyril Jack-
son stjórnar fyrir BBC. Ef til
vill hafa þeir séð glæpaleikrit
í sjónvarpstæki hólelherbergis
í New York og dæma eftir því
án þess að athuga, hvað 50
stöðvar, sem opinberir aðilar
eða háskólar í Bandaríkjunum
eiga, flytja í dagskrám sínum.
Það er furðulegt, að mennt-
aðir menn skuli fella slíka
sleggjudóma um sjónvarpið,
og hreint hneyksli, að biskup
og prófessorar skuli láta hafa
eftir sér svo stórorðar og órök-
studdar fullyrðingar, sem hér
hafa heyrzt.
Eða hvað gengur að íslenzku
kirkjunni, ef hún kallar þau
tæki plágu, sem hún ætti sjálf
að nota til að gegna köllun
sinni? Veit ekki biskup íslands,
að kennimenn um heim allan
hafa séð í sjónvarpi nýtt og á-
gætt tæki til að „komast í kall-
færi“ við þúsundir manna?
Veit hann ekki, að jafnvel í
sjálfri háborg auglýsingasjón-
varpsins, New York, hafa bisk-
upar boðið skemmlidagskrám
birginn og fengið milljónir til
að hlusta og horfa á sig? Veit
ekki biskup vor, að yfir 50
þjóðir eru aðilar að alþjóðlegu
útvarps- og sjónvarpssambandi
kaþólsku kirkjunnar? Hefur
hann aldrei heyrt, hve mikinn
áhuga mótmælendasöfnuðir
um heim allan hafa á hagnýt-
ingu útvarps og sjónvarps til
að boða kristindóm og kristi-
legt líf?
'Víðsýnir menn á öllum öld-
um hafa forðazt að berjazt við
dauða hluti, hvort sem eru
vindmyllur Don Quixote eða
sjónvarp Sigurbjarnar. Þeir
taka tækni hverrar kynslóðar
og blása í hana lífi, láta hana
þjóna æðri hlutverkum. Ef
Framhald á 12. síðu.
4
Hlöðudansleikur
í kvöld kl. 9
í BURST, Stórholti 1.
Fjölmennið.
T> ígulklúbburinn
1
I
ÞARNA ER
PLÁGAN!
ÞETTA er ,,plágan“, sem
biskup landsins vill losa
íslenzku þjóðina við sem
lengst: Vísindamaður sjón
varpar beint úr smásjá og
skýrir svo nnyndiná fyrir
nemendum. Þannig er
sjónvarp notað á margan
hátt til kennslu, en marg-
ar slíkar myndir hafa orð
ið forláta dagskráratriði
fyrir almenna hlustendur,
sem aldrei fengju slíka
fræðslu öðrum kosti. í
greininni ræðst Benedikt
á hina þröngsýiiu gagn-
rýni á íslenzku sjónvarpi,
sem nú er undirbúið.
l*W*WHWWHWVVMWtiWmMMMMWMWWWMmWMMW
«4 des. 1081 — Alþýðublaðið