Alþýðublaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 7
s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s \ s s I Jólaskórnir á fjölskylduna Verð, gerðir og gæði við allra hæfi Aðalsfræti 8, síms 18514 Laugaveg 2.0, sími 18515 Snorrahraut 38, sími 18517 i > S s s s s s s s S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s í FYRRADAG afgreiddi Al- þingi frumvarp til fjár- laga fyrir áriS 1962. í því til- efni þykir hlýða að ræða um fjárlög og afgreiðslu fjárlaga- frumv. almennt. í raun réttri heyrir stjórnin á fjármálum ríkisins til þess þáttar ríkisvaldsins, sem kallað ur er framkvæmdarvald, þ- e. ríkisstjórnarinnar. í eðli sínu ættu þessi mál því ekki að sæta meðferð löggjafarvalds- 5ns. En hér ber á það að líta, að fjármálin eru svo mikilvæg fyrir öll málefni þess opinbera, að sá, sem hefur fjármálavald- ið, hefur í rauninní þar með lokaorðið í flestum, ef ekki öllum opinberum málefnum. Ef ríkisstjórnin hefði algert vald í fjármálunum, þá gætu (lagaboð, sem flest haifa út- gjöld í för með sér, orðið full- komlega óraunhæf, ef stjórnin synjaði fjárveitingu til fram- kvæmda laganna. Af framangreindum ástæð- um hefur víðast sá háttur ver- ið á hafður að láta löggjafar- þingin ákvarða málefni þessi. íslenzka stjórnarskráin kveður svo á, að þessi ákvörðun Al- þingis skuli tekin I lagaformi, en í 42. gr. segir svo: „Fyrir hvert Alþingi skal, þegar er það er saman ltomið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarp- inu fólgin greinargerð um tekj ur ríkisins og gjöld. — Frum- varp til fjárlaga og fjárauka- laga skal leggja fyrir sameinað þing og afgreiða þar við 3 um- ræður“. Samkv. þessu stjórnarskrár- ákvæði hafa fjárlögin mjög mikla sérstöðu í lagasetning- unni. Má þar fyrst nefna, að skyit er að leggja fyrir Al- þ ngi frumv. til slíkra laga. Er þetta eina frumvarpið auk frumvarps til laga um sam- þykkt á ríkisreikningum, sem skylt er að leggja fyrir þingið. Að vísu er einnig skylt að leggja fram í þ'nginu frumv. til staðfestingar á bráðabirgða lögum, en á það ber að líta, að aldrei er skylt að gefa út bráða birgðalög og því ekki víst, að slíkum frumv. sé fyrir að fara. Svipaða sögu má segja um frumvörpin til fjáraukalaga. Þegar talað er um skyldu í þessu sambandi, er auðvitað um að ræða skyldu, sem hvílir á ríkisstjórninni og þá fyrst og fremst á fjármálaráðherra. í annan stað er setningar- háttur fjárlaga með allt öðrum hætti en annarra laga. Venju- legt lagafrumv. er fyrst borið upp í annarri hvorri þingdeild inni. Nái það þar samþykki að undangengnum þrem umræð- um, er það sent til hinnar deildarinnar. Samþykki sú deild frumv., einnig eftir þrjár umræður, hefur Alþingi af- greitt það sem lög. Aðeins í því tilfelli, að þingdeildirnar geri sífellt breytingar á frumv. eft- ir tvær tilraunir í hvorri deild, þá ganga báðar deildir saman. í eina málstofu og útkljá málið með einn; umræðu í samein- uðu Alþingi. Ekki fá slík frum vörp þó fullnaðar gildi, nema þau hafi hlotið stuðning % af greiddum atkvæðum. Þessu er á annan veg farið með fjárlagafrumv, Það er lagt beint fyrir sameinað Alþingi og afgreitt þar að v:ð höfðum þrem umræðum. Úrslitum ræð ur einfaldur meirihluti. Af þessu er ljóst, að frumv. til fjárlaga nýtur ekki eins ræki- legrar meðferðar í þinginu og önnur frumvörp. Þar á móti kemur geys'.víðtækt undirbún- ingsstarf fjármálaráðuneytis- ins og starf fjárveitinganefnd- ar, meðan á þingstörfum stend ur. Vegna hins afbrigðilega setn ingarháttar fjárlaga, geta þau hvorki numið úr gildi né breytt almennum lögum. Þá er það sérkenni fjárlaga, að þeim er fyrir fram skapað- ur ákveðinn aldur. Það þekk- ist að vísu, að öðrum lögum sé ætlað það hlutverk, að leysa tímabundin vandamál og falli síðan úr gildi. En yfirleitt er gildistími laga ótakmarkaður, og halda þau gildi sínu, þar til ný lög ryðja þeim úr vegi. Fjárlögln eru bundin við fjárhagsár það, sem f hönd fer. Ljóst er því, að gildistími þeirra á að vera eitt ár, og hef ur það frá upphafi verið al- manaksárið hér á landi, enda þótt stjskr. stand; ekki í vegi fyrir því, að annað tímamark sé notað en áramótin. Allt frá þeim tíma, að Al- þingi hóf setningu fjárlaga á svo til í sama forminu. Þeim árinu 1875, hafa lög þessi verið er skipt í þrjá kafla. I. kaflinn (1.—5.gr.) fjallar um tekjur rfkissjóðs, II. kafli (6.—19. gr.) um útgjöldin, en III. (20.—21. gr.) um eignahreyfingar. Aft- ast í fjárlögunum eru þrjár greinar, sem ekk; er bálkað í sérstaka kafla. Fjalla 22. og 23. gr. um heimildij- til að greiða úr ríkissjóði ákveðnar fjárhæðir og héimildir íil handa ríkisstjórninni til að v^ita vissar ríkísábyrgðir. í 24. gr. eru almenn ákvæð; um gildi fjárlaga og afstöðu þeirra til annarra laga. Enda þótt íjárlög n eigi að sýna yfirlit yfir allar tekjur ríkissjóðs og öll gjöld hans þá hafa nokkrar stofnanir, sem eru ríkiseign, svo sjálfstífðan fjárhag, að fjárlögin taka ekki’ til þeirra, t. d. bankarn:r og sáttmálasjóður. Fjárlög lúta eðlilega venju- legum lögskýringarreglum. En þar er ekkj mörgum álitaatr- iðum til að dreifa. Sá maður, sem t. d. héfur fengið heiðurs-^ laun samkv. 18. gr., á lög- varinn rétt til þeirrar greiðslu. sem í fjárlögum er gre'.nd. Vafamál kann hins vegar að skapast í sambandi við heim- ildlr þær, sem fjárlögin veita ríkisstjórninn; til að inna greiðslur af hendþ eða ganga í ábyrgðir. Enda þótt fjárveitmg sé veltl af Alþingi í form; hcimildar, geta ákveðin rök leitt til þess, að rétt sé að líta svo á, að um raunverulega skyldu sé að tefla. í öðrum tilfellum er þessu á gagnstæðan veg farið. Um þetta er ekkj unnt að gefa neina ákveðna reglu, heldur verður að vega þetta atriði og í meta eftir aðstæðum hverju ! sinni. Fjárlög á að semja og af- gre-ða, áður en fjárhagsái ð hefst, þót.f stundum hafi Verið út af því brugð’ð. Á fjárhags- árinu geta ýmis atvik að hönd um borið, sem því valdá,- að brýna pauðsyn ber til út- gjalda umfram fjárlög. Til að bæta úr þessum t lvikum ger- ir sjtórnarskráin ráð jfyrir fjáraukalögum. Um þessi lög gilda allar sömu reglur og um fjárlögin, þó þannig að venjir- lega gefst ekki færi á að letfgja frumvörp til f járaukalaga fyTÍr Alþingi fyrr en eftir á. Þess var áður getið, að foim fjárlaga hafj frá öndverðu á- vallt verið nokkurn veginn í sama formi. Enda þótt form- ið sé h ð sama, hafa fjárhæöir fjárlaganna tekið stórkostleg- um breytingum til hækkunar. Fyrstu raunverulegu fjárlcg in voru samþykkt á Alþingr árið 1875 fyrjr árin 1876 og 1877. Þá voru útgjöld ríkissj. áætluð fyrir hæði árin 451.895 krónur og 71 eyrir. Er sú fjár- hæð í rauninni aðeins vasaaur ar í samanburð: við hinnr stjarníræðlegu upphæð;r nú- gildandi fjárlaga. M6LE6K Alþýðublaðið — 21. des. 1961 'J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.