Alþýðublaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 8
MENN GÆTU ORÐIÐ deyfilyfjum en það dá er ekki eins djúpt eins og venjulegur vetrarsvefn dýranna. Allir prócessar, sem á annað borð eru mælanlegir í líkama dýranna verða eins hægir og ómerkjanleg ir og framast er unnt, þeg ar dýrin leggjast í dvala. Líkamshitinn fellur mjög mikið, hjartað hægir á sér, og andardrátturinn verður veikur og óreglulegur. Skýrsla vísindafélagsins getur um tilraun, sem gerð var á mús af sjösofenda- fjölskyldunni. Hún var sett í litla vattfóðraða öskju og send í pósti um 225 kílómetra leið, án þess að hún vaknaði af dvala sínum. Dýrafræðingarnir álíta að vetrardvali dýranna standi í sambandi við innri kirtlastarfsemi þeirra og taugakerfi, en nákvæm skýring á fyrirbrigðinu er enn ekki fundin. LÆKNAR OG VISINDA- MENN síðustu alda hafa mikið hugleitt gátur tilver unnar og ekki sízt hvernig unnt sé að lengja líf manna. Á því sviði hafa orðið miklar framfarir ekki sízt fyrir tilkomu nýrra og áhrifameiri lyfja gegn sjúkdómum, sem áður drógu menn til dauða um aldur fram. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með að yngja menn upp með nýju blóði og hormónum, eins og meðal annars er frægt um Dr. Adenauer. Þá hafa verið búin til gervi líffæri og skipt hefur ver- ið um heila líkamshluta í fólki, sem annars var kom ið á grafarbakkann og ekki talið að ætti þaðan aftur- kvæmt, allt með hinum glæsilegasta árangri. Nú er enn nýtt komið til sögunnar í þessu kapp- hlaupi um árin, hitt er svo annað mál hvort það getur talizt æskilegt að menn lifi öldum saman, eins og nú horfir um mannfjölgun á jörðinni og vandamál í sambandi við hana. National Gsography Sociely hefur nú slegið því föstu, að menn ættu að geta lifað í 1400 ár, ef vís- indamönnum tækist að leysa gátuna um vetrar- svefn sumra dýrategunda og svæft mannkynið svo og svo lengi samkvæmt þeim niðurstöðum. Ekki eru þeir vísu menn (sem betur fer) þó sannfærðir um það enn sem komið er, að lausn gátunnar fáist á næstunni. En við skulum nú athuga hvað þeir segja: Leður- blaka, sem leggst í dvala, lifir tvítugfaldan tíma á við spendýr af sömu þyngd, sem ekki leggjast í dvala, tvítugföld meðalævi manna er um 1400 ár. Manneskjur, sem svæfu shkum vetrarsvefni myndu gela lifað þau hundruð ára, sem það tæki ge:mskip að komast til mjög fjarlægra stjarna. Þörf þeirra fyrir mat og súrefni væri aðeins 1/100 af þörf manns við venjuleg skilyrði. Dag nokkurn munu læknar geta haldið sjúklingum sín um í dái eins lengi og þeim þóknast við aðgerðir. Lækn um hefur þegar tek:zt að framkalla eins konar gervi dá með mikilli kælingu og ••.. ..:, ■ :: ■ '• ••'•- •■••" ■• ■■■■ ■ . ■ LIANE ORFEI er óneitanlega falleg stúlka eftir mynd- inni að dæma, hún er ítölsk, 22 ára gömul. Hún hefur atvinnu í sirkus og það er þess vegna, sem við birt- um mynd af henni en ekki vegna fegurðar- innar, þó einkenni legt sé. Hún er nefnilega sirkusfífl (clown) að atvinnu og ef þið þor ið að lesa meira eftir þessa uppljóstrun, þá getum við bætt því við að hún er gott fífl sómi sinnar stéttar. mfaiim : ' ■■-:•. : Lítið svo á mynd- ina hér neðra, þið ráð ið hvort þið trúið því, en þetta er Iíka Li- ane Orfei í fullum vinnugalla. ■' •/• ■ :x ■■'■■ HÉR er einn íþúi Si- erra Leone, sem er ákveðinn í því að vera kaldur og róleg ur, þrátt fyrir öl! lætin í kringum hann . . . . Elísabet, Englands drottning og maður hennar, Filippus, hafa verið á ferð á þessum slóðum og allt lék á reiðiskjálfi af fallbyssuskotum og húrrahrónum. Alexandra, prins- essa af Kent, hefur Iíka að undanföirnu verið á opinberu ferðalagi, cn svo var af henni dregið, þeg ar hún kom til Bang kok, að hún varð að aflýsa ýmsum mót- tökum vegna þreytu. Það er ekki tekið lit með sitjandi sæld inni að vera af kóngafólki kominn né að vera einn af móttökunefndinni og því veitir sannarlega ekki af því að fé sér kalt bað í hita barátt unnar . . . wm • : 0 21. des. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.