Alþýðublaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 2
 ■UtsÍjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl: Cjöœvin Guðmimdsson. — Símar: 14 900 — 14 002 — 14 903. Augiýsingasíml 14 9(ÍS. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðubláðsins, Hverfisgötu -10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgel- andi: Alþýðufiokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. ! ' i M Varasöm vöruskipti VIÐSKIPTI íslendjnga við Tékka hafa verið til urhræðu í dagblöðunum, og koma fram ýmsar .skoðanir á þeim. Hér hefur verið um hrein vöru~ skipti að ræða, og er því fróðlegt að sjá, hvernig um þau er skrifað. Undanfarin ár hafa íslendingar heimtað af Tékk um hærra og hærra verð fyrir ýmsar afurðir og : Tékkar fallizt á að borga það, unz þeir keyptu margar vörur okkar yfir heimsmarkaðsverði. Síð- ■ an hafa þeir jafnóðum hækkað verðið á tékknesku : vörunum, sem við kaupum í staðinn, svo að þeir sleppi sjálfir skaðlausir. Kú segir Þjóðviljinn, að það sé aðeins „fyrir- komulagsatriði)£i hvert verð er notað í vöruskiptum milli þjóða. Við gætum eins samið við Tékka um að þeir gefi okkur skófatnað og hreinlætistæki, ef ; við gefum þeim fisk. Málið er ekki svona einfalt. Þegar Tékkar i keyptu afurðir okkar fyrir meira en heimsmark- aðsverð, fengu fiskútflytjendur á íslandi þá hækk un í sinn vasa. En Tékkar greiddu ekki þessa hækkun sjálfir. Þeir hækkuðu verðið á tékknesku vörunum, sem þeitr seldu okkur, og urðu íslenzkir neytendur að greiða þá verðhækkun. Með þessum viðskiptamáta hefur „alþýðustjórnin“ í Tékkósló- vakíu greitt íslenzkum kapítalistum milljónir króna í verðhækkun á fiski, en tekið þessar millj- <5nir af íslenzku alþýðufólki með því að hækka verðið á tékknesku vörunum, sem við verðum að kaupa, ef nokkur viðskipti eiga að vera. Slíkur verzlunarmáti gæti gengið, ef bæði ríkin hefðu þjóðnýtt alla verzlun og gæ’tu millifært, svo að allir hefðu eðlilegt verðlag. En gagnvart landi eins og íslandi hefur þetta óneiltanlega verið auka skattlagning á íslenzka alþýðu til að Tékkar gætu borgað útflutningshringnum hærra verð fyrir fisk ! inn. Það er því herfilegur misskilningur, þegar Þjóð viljinn segir, að það sé „fyrirkomulagsatriði“, íivaða verðlag ríkir í vöruskiptum okkar við Tékka. Og hafi tékknesk yfirvöld áttað sig á gangi r ' þessa máls, þá kæra þau sig kollótta um hag al- ! þýðu hér uppi á íslandi. Það er að vísu hlutverk 1 annarra að gæta hagsmuna íslenzkrar alþýðu, en 1 sýnilega gerir Þjóðviljinn það ekki, ef kommún- ! istaríki á í hlut. Fyrir utan þetta verðlagsatriði, sem sjálfsagt er I að' breyta, hafa vilðskiptin við Tékka verið mikil og að mörgu leyti góð. Er sjálfsagt að efla þau — 1 en á heilbrigðari grundvelli en hingað til. Togi Ramacharaka: Yoga- heimspeki. Þýðandi Stein- unn Briem. Útg.: Prent- smiðjan Leiftur, Rvk. ÖLLUM þeim, er unna aust- rænum fræðum — og þeir eru margir hér á landi — er mik- ill fengur í bókinnj Yogaheim- speki eftir Ramacharaka. Hér er um að ræða einkar greinar- jgott yfirlit y£ir heimspeki yogafræðanna austrænu, svo að menn geta nú hér á landi séð svart á hvítu, hvað dul- ræn fræði AusturJanda fjalla um, Þessi bók er m’kill fengur vegna þess, að hún er skýr og efnismikil og þar að auki mjög einföld og auðskilin þeim, sem er að byrja að kynna sér youga og dulvísindi. Bókin skiptist í fjártán kaEla, þar sem fyrir er tekin innri gerð mannsins, — önnur tilverusvið, og andleg framþróun frá sjónarmiði hinna austrænu dulvísinda og að lokum gert grein fyrir and- legri þjálfun youganna. Áhugi á dulrænum fræðum er í örum vexti liér á landi, og sést það glöggt á því, hve mik- ið kemur út í ár af slilcum bók- menntum. Að öllum öðrum bókum.ólöstuðum er hér um að ræða eitt bezta byrjendarit, sem völ er á til þýðingar í þessum fræðum. Frú Steinunni Briem v rðisf hafa tekizt þýðingin igætavei. Þótt fljótt á litið virðist bókin1 auðveld, krefjast ýmis tilvik í henni grandgæfilegrar athug- unar í þýðingu. Þýðing fræði- heita er vandaverk. En Stein- unn leysir vandann með prýði. f lokin langar mig svo til aðl varpa fram þeirri spurningu, hvort útgefanda og þýðandai þyki ekkj við eiga að komai næsta ár með bókina ..Advanc^ ed Course, in Yougi Philoso-i phy“ eftjf sama höfund. Og ég get heldur ekki stillc mig um að vekja athygli á tve.murj öðrum: ,,Raja Yoga“ og ,,Gnanl Yoga“. t Sigvaldi Hjáhnarsson. Á íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn j ó I a b ó k ■ i n r 1 eftir Björn Th. Björnsson. FjöSskrúðug Skemmtiieg FréðSeg SVlyndskreytt íslenzk þjóðarsaga í erlendu umhverfi um 500 ár. Heimskringla £ 21. des. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.