Alþýðublaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.12.1961, Blaðsíða 9
 AMERÍSKT DAGBLAÖ sem var þekkt fyrir áreið- anleik og sannleiksást, birti einn daginn frétt um það, að þekktur borgari bæjarins værj látinn. En fréttín var algjör mis- skilningur og maðurinn kom á ritstjórnina sama dag og krafðist þess að Ieiðrétting yrði birt í blað inu daginn eftir. Því mið- ur get ég ekki tekið þá ósk yðar til greina, svaraði rit stjórinn. Þegar blað mitt hefur tilkynnt að þér séuð dáinn, þá eruð þér dáinn. Þeir þráttuðu um þetta fram og aftur og loksins samþykkti ritstjórinn, að nafn mannsins yrði birt í blaðinu næsta dag í dálk- inum um nýfædda borgara. ÞEKKTUR LISTAMAÐ- UR hafði orð:.ð mjög reið ur við konu sína og ákvað að hefna sín á henni fyrir það misrétti, sem hann taldi að hann hefði orðið fyrir. Dag nokkurn, þegar frúin þurfti að fara út að verzla tók hann gullfisk- ana hennar fjóra sem henni þótti mjög vænt um, ste:kti bá á pönnu — og lagði þá svo steindauða og vel steikta á sinn stað aft- ur í kerið. ÍTALSKUR GREIFI var dag nokkurn boðinn til samkvæmis hjá hefðarfrú, en bar fram þá afsökun, að hann væri að leggja af stað út í sveit þann sama dag og kæmi ekki til baka fyrr en að kvöldi, honum væri því ómögulegt að þiggja gott boð hennar. „Kæri gre:fi, sagði frú- in, hafið ekki áhyggjur af því, þó að þér komið of seint til boðsins, gerið mér þann heiður að koma til mín undir eins og þér kom ið úr ferð yðar. Þegar greifinn kom aft ur úr ferð sinni, fór hann beina leið í samkvæmið, þar sem húsmóðirin tók á móti honum. Þegar hún sá hann setti hún þó alls ekki upp sinn sparisvip eins og greifinn hafði búizt við, heldur varð hún hvöss á brún og sagði: Já, en kæri greífi þér komið ekki í samkvæmisklæðnaði. Ég get alls ekki varið það fvrir sjálfri mér að leiða yður þannig klæddan fyrir gesti mína. Greifinn fór leiðar sinn- ar, með kurteisishneigingu og nokkru seinna kom hann til baka og var þá í- klæddur sínum bezta skrúða með fjölda heiðurs merkja dinglandi á brjóst inu. Að þessu sinni var hann boðinn innilega velkom- inn. En þegar hann kom inn í salinn til gestanna, gekk hann beint að borð- inu, þar sem allskonar góð gæti, er gestunum var ætlað stóð, allir störðu mállausir á hann, er hann í stað þess að taka sér bita, tók skál með ávaxtasalati og flösku af kampavíni og helti úr hvorutveggja yfir samkvæmisklæðnað sinn. — Kæru, fínu föt sagði hann með hárri röddu. Það eruð þið, en ekki ég, sem eruð boðin í þetta sam- kvæmi. Þess vegna eruð það þið, sem eigið að njóta góðs af því, sem fram er borið. Að svo mæltu hneigði greifinn sig af mestu kur- teisi fyrir húsmóðurinni og gekk öðru sinni sína leið. ■ ABRAHAM LINCOLN, — hinn þekkti og virti for- seti Bandaríkjanna þótti ágætur málafærslumaður þegar hann var ungur og vann þau störf sín með miklum eldmóði og sam- vizkusemi eins og öll önnur störf, sem honum var trú- að fyrir. Dag nokkurn þurfti hann að flytja tvö mál sama daginn og hjá sama dómaranum. Þau tvö mál, sem hér um ræðir voru í raun og veru sama eðlis og eini verulegi munurinn á flutn ingi þeirra var sá, að í öðru málinu var Lincoln verjand'nn, en í hinu var hann sækjandinn. Annað málið var flutt fyrir hádegi og Lincoln mætti þar og flutti varnar ræðu fyrir skjólstæðing sinn af slíkum krafti, og sannfæringu, að hann vann málið. Eftir hádegi flutti hann svo h:tt málið og flutti bað að sjálfsögðu frá algjör- lega andstásðu sjónarmiði, en engu að síður flutti hann það af sama eldmóði og sannfæringarkrafti. Dómarinn átti bágt með að verjast brosi og spurði LineoLn þegar faeri gafst, hverni^ hann gæti staðið svo algjörlega uppi í hár- inu á sjálfum sér án þess að þessu gætti að nokkru í málflutningi hans. —- Herra dómari, sagði Lincoln. -Ef til vill hef ég haft. á röngu að standa fyr ir hádegi í dag, en ég veit,, að nú hef ég rétt fyrir mér. Ný sending Jbýzkar kventöskuir GLUGGINN Laugavegi 30 Nýkomnar mjög fallegar danskar gjafavörur úr tini frá Just Andersen. G. B. SiLFURBÚÐlN! Laugavegi 55. — Sínii 11066. r Kvenskór hollenzkir og enskir nýkomnir. með lágum og háum hæl Skcverzlun Péturs Andréssonar Framnesvegi 2, Laugavegi 17. Svissneskar kvenblússur GLUGGENN Laugavegi 30 Nytsöm jólagjöf . Pott-stálborðbúnaður er viðurkenndur um allan heln fyrir gæði. 100 aukahlutir í hverjii munstri. G. B. SILFURBÚÐBN Laugavegi 55 — Sími 11066. Alþýðublaðið — 21. des. 1061 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.