Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 3
VOPNAHLÉ NÁLGAST París, 28. febrúar. (NTB-AÍ'P). TILKYNNT hefur verið form- Icga í Túnis, að bráðabirgðaþing Serkja, eða byltingarráðið svokall- aða, hafi gefið útlagastjórn Serkja fulla heimild til að ganga frá end- anlegum samningum við Frakka. Er nú talið að samningarnir munu verða undirritaðir fyrir vikulok- 10. hver skip- verji íæreyskur ÞÓRSHÖFN í Færeyjum: Um það bil 10. hver skip verji á dönsku fiutninga skipi er Færeyingur. Um 400 Færeyingar sigia með dönsk um skipum og greiddu í- skatta og útsvör til Færeyja um 800 þús. danskar krónur en fyrir árið 1961 verða þess ir skattar rúm ein milljón króna. H.Jóli. mHHmMMMtMMtMMWMV in, en cnn mun ósamið um ein- hver framkvæmdaratriði. Ennþá hefur ekki verið birt op- inberlega efni samninganna um framtíð Alsír, en að því að sagt er í París, mun þar m.a. ákveð- að Frakkar stjómi Alsír, þar til að almennar kosningar fara fram. Franski landsstjórinn . mun hafa sér til ráðuneytis nefnd manna, sem skipuð er að jöfnu mönnum að serkneskum og evrópskum upp- runa. Að þlngkosningum loknum munu Serkir taka sjálfir við stjórn landsins. íbúar af frönsk- um stofni munu halda frönskum borgararéttindum í 3 ár, en að þeim tíma loknum munu þeir verða að velja á milli þess að taka upp alsírskan borgararétt eða flytja á brott ella. Frakkar munu fá flotastöðina í Mesr-el-Kebir á leigu til 15 ára, en ýmsum smærri herstöðvum halda þeir í 3 ár. Ekki er nákvæmlega vitað, hvaða samkomulag hefur orðið um Sahara, en yfirráð yfir eyði- mörkinni og auðlindum hennar hefur verið ein helzti ásetningar- steinninn í samkomulagsviðræð- unum. VILJA EKKI TILRAUNIR MIÐSTJÖRN brezka Verka- mannaflokksins samþykkti í dag . . . þegar ég las fyrsta tiáik opnmnar í fyrradag Þar segir um Louis nokkurn Cartouche, hinn versta ó- þokka: „Nokkru seinna lá svo leið hans til Parísar, þar sem liann varð fljótt foringi bófa og ræningja.“ með 18 atkvæðum gegn fjórum, að berjast á móti því, að Banda- ríkjamenn geri tilraunir með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu, áður en reynt hefur verið á ný að ná samkomulagi um bann við slík um tiiraunum á afvopnunarráð- stefnunni í Genf. Miðstjórnin felldi hins vegar til- lögu frá formanni brezkra sam- taka, sem berjast gegn kjarnorku- vopnabúnaði. Sir John Collins, um að mótmæla öllum tilraunum á Jólaeyju í Kyrrahafi, sem Bretar , hafa ljáð Bandaríkjamönnum til; kjarnorkutilrauna, ef úr þeim verður. Miðstjórnin segir í ályktun sinni, að ekki sé liægt að vænta þess, að Vesturveldin bíði óendan- lega mcð að framkvæma kjarn- orkutilraunir í andrúmsloftinu, meðan Rússar geti hvenær sem er hömlulaust látið framkvæma þær. Verkarnannaflokkurinn er á móti því, að Bretar láti gera til- raunir með lítil kjarnorkuvopn neðanjarðar á tilraunasvæðinu í Nevada-eyðimörkinni í Bandaríkj- unum. Bólu- sótt London, 28. febrúar. (NTB-AFP). Heilbrigðisyfirvöldin í Car- diff hafa staðfest, að a.m.k. þrír af fimm sjúklingum, sem lagðir voru inn á farsóttahús bæjarins fyrir nokkrum dög- um, grunaðir um að hafa bólu sótt, hafi raunverulega tekið sóttina. Allir fimm sjúklingarnir höfðu smitast af ungri konu, sem dó úr bólusótt fyrir 18 dögum, er hún ól andvana barn. Þessi tíðindi hafa það í för með sér, að nú verður á ný gripið til umfangsmikilla var- úðarráðstafana til að hindra það, að veikin breiðist út. — Sjúklingar þessir umgengust fjölda manns frá því að kon- an lézt og þar til þeir voru lagðir á sjúkrahús. mwmmmmmmwmmmmmmi KEA leigir hótelið Akureyri í gær: ÞAÐ hefur nú verið fast- ákveðið að Brynjólfur Brynj ólfsson veitingamaður taki við rekstri Ilótel KEA frá og með 1. júní n.k. Brynjólf ur hefur um skeið rekið veitingastofuna Matur og kaffi og einnig Hótel Akur eyri Gunnar RIFIZTUM SIRR0Y London, 28. febrúar. (NTB-Reuter). TIL HARÐRAR orðasennu kom í brezka þinginu í dag út af yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar um, að hún muni gera breytingar á stjórn- arskrártillögu sinni fyrir Norður- Rhodesiu. Þingmaður úr Verkamanna- flokknum sakaði forsætisráðherr- ann í Mið-Afríku sambandinu, Sir Roy Welensky, um föðurlandssvik. Nýlendumálaráðherrann hélt uppi vörnum og sagði að ríkisstjórnin myndi ekki láta hótanir hafa á- hrif á gerðir sínar í málinu. Denis Healey, fulltrúi Verka- mannaflokksins í utanríkismálum vitnaði til blaðamannafundar, sem Sir Roy Welensky hélt, þar sem hann lýsti því yfir, að hann myndi nota öll tiltæk meðul, þar með talin valdbeiting, til að hindra það, að Mið-Afríkusambandið yrði leyst upp. Stjórnarskrártillagan gerir ráð fyrir því að löggjafarþing Norður- Rhodesiu sé skipað 15 mönnum af evrópskum uppruna, 15 mönnum af afrískum uppruna og 15 mönn- um, sem kosnir séu hlutfallslega, bæði af hvítum mönnum og lituð- um. Það er um kjör á síðastnefndu 15 fulltrúunum, sem deilan stend- ur milli brezku stjórnarinnar og Sir Roy Welensky, en Sir Roy vill fyrir alla muni koma í veg fyrir, að litaðir menn nái meirihluta á löggjafarþinginu. Denis Ilealey sagði í Iok um- ræðunnar, að ríkisstjórnin yrði að mæta Sir Roy með hörku, ef brezka samveldið ætti að lifa í Afríku. Bauluðu íhaldsþingmenn óspart á Denis Healey, er hann mælti lokaorð sín. AÐEINS EINN MINKUR SLAPP ■Jt Frá fréttaritara AlþýðublaSsins í Þórshöfn í Færeyjum. Minkabúiff hér viff Þórshöfn hefur starfað í rúmt ár, og er fjöldi minkanna orðinn um 1800. í at- hugun er að stækka minkabúið þannig, að þar geti orðið alls um 4000 minkar. Verður búið þá meðal þeirra stærstu í Evrópu. Síðan búið tók til starfa hefur aðcins einn minkur slopppið út, en honum var náð aftur áður en hann gat nokkurn skaða gert, svo að vonandi losna Færeyingar við „minkapláguna", eins og hún er orðin á Islandi. Venjulega hafa minkabú 100- 1000 dýr, svo að minkabúið við Þórshöfn er þegar orðið í stærra lagi. Fjöldi skinnanna var í fyrra um 5500, þar af voru 400 skinn seld í desember, 2000 í janúar og 3100 voru seld á uppboði í marz. Minkaskinnin eru í meðallagi að gæðum, og er árangurinn allgóður ef þess er gætt, að fyrst eru „lé- legustu" dýrin drepin til þess að sem bezt úrval fáist af alidýrum. Verð á minkaskinnum er hærra í ár en á seinasta ári. Eigandi minkabúsins er stærsta frystihús Færeyja, „Bacalao". Starfslið búsins er átta manns. - H.JÓH. ATLAGAN GEGN OAS HAFIN Alsír, 28. febrúar. (NTB-Reuter) . ATLAGA franskra yfirvalda gegn hermdarverkamönnum OAS er nú liafin .Franskir herflokkar, sem í viku hafa dvalið skamrnt fyrir utan Algeirsborg og beðið skipana um að hefjast handa, héldu inn í borgina í dag. Fall- hlífahermenn hcrnámu aðalgötu SPILAKVÖLD í HAFNARFIRÐI ymiMHmmHVSM^^MMMMMMMMMMMWMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM* I hýðuflokksfélógin í Hafnarfiröi hafa spilakvöld í Alþýðuhúsinu í kvöld klukkan 8,30. — "y Góð kvöldverðlaun. Alþýðuflokksfólk er hvaft ti! að fjölmenna og taka gesti með. iMMMMMMMMMMMMMMMWMMMWMMMWiMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM* borgarinnar, Rue Michelet, og bjuggust þar um, vopnaðir hríð- skotabyssum. Falihiífahermenn- irnir slógu upp tjaldbúðum fyrir herstjórn sína, á aðaltorginu og flutningabifreiðir með vopn, vist- ir og útvarpssendistöð óku inn í borgina. Óstaðfestar fréttir herma, að verið sé að flytja a. m. k. 60 þús- hermenn til Algeirsborgar frá dreifbýlinu í Alsír, til þess að vera tli taks, ef meiriháttar óeirðir brjótast út, þegar vopnahlé verð- ur fyrirskipað. Ilernaðaryfirvöldin reyna að komast hjá því, að staðsetja mik- inn fjölda hermanna í miðborg- inni, þar eð það kynni að leiða | til óþarfa átaka við óeirðaseggi, en þess í stað mun ætlunin að hafa mjög öflugt lið til taks í úthverf- unum, sem senda megi á vettvang fyrirvaralaust. Hermdarverkamenn í Aisír voru afkastamiklir í morgun, en þá tókst þeim að myrða a. m. k. 30 serki og særa 50 til viðbótar í tveimur stórsprengingum. í kvöld hafði þeim tekizt að myrða 20 í viðbót. Á fundi frönsku stjórnarinnar í dag, upplýsti innanríkisráðherr- ann, Roger Frey, að yfirvöldun- um hefði tekizt að hafa hendur í hári 60 OAS-hermdarverka- manna í síðustu viku og til viðbqt- ar því, hefði lögreglan nána gát á fjölda manna, sem hún grunsr um þátttöku í fasistasamtökunuin. Alþýðublaðið — 1. marz 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.