Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Frh. af 10. slðu. varnar ogr sóknar. Framlínan varð hvað' eftir annað að sækja án nauðsynlegra aðstoðar frá framvörðunum. Þýzku bakverð- irnir, sem Herberger hefur á fyrri árum getað fullkomlega t r e y s t. áttu i miklum vand- ræðum með að halda mótstöðu- mönnum sínum niðri. Eftir frammistöðu Iiðsins síðasta ár, eru fréttaritarar á einu máli um að Herberger og Bauwns séu of bjartsýnir. Her- berger, sem hefur miklar vin- sældir á knattspyrnusviðinu, er þrátt fyrir allt í óöfundsverðri stöðu, hvað snertir að byggja upp kraftmikið lið í förina til Chile. Hann á í miklum erfiðleikum með að ná hópnum saman, nema mjög stuttan tíma í einu. Hin fjölmörgu 1. deildarlið verða að nota beztu leikmenn sína í hinni hörðu baráttu deildarkeppninnar, og eru ekki gjarnir á að gefa þeim frí nema rétt í ferðina. Auk þessa veldur það nokkr- um erfiðleikum, að leikmennirn- ir eru hálf-atvinnumenn (part- timers), en leikmenn í Englandi, Spáni, Ítalíu og Suður-Ameríku hafa laun sín eingöngu af knatt- spyrnunni. Hálf-atvinnumaður fær mánaðarlega greiðslu frá félagi sínu, en er venjulega I fastri atvinnu og á oft í miklum erfiðleikum að fá frí frá vinnu. Annað vandamál er óánægja leik- mannanna með hálf-atvinnuna og eru háværar raddir meðal þeirra, að komast í „stóru pen- ingana“ hjá erlendum félögum. Hinn þéttvaxni Uwe Seeler, „ógnvaldur varnarleikmanna", — sem var sá Ieikmaðurinn, sem átti stærstan þátt í að lið hans HSV Hamburg, komst í undanúrslit í síðustu Evrópubik- arkeppni, félagar hans úr HSV, Stuermer og Schnoor, Horst Haller og fleiri, hafa verið mjög eftirsóttir af erlendum félögum, síðustu mánuðina. — Forkólfar knattspyrnumálanna, sem sáu fram á að slíkar tilfærslur rnyndu eyðileggja inöguleika liðsins í Chile, settu á bann fyrir nokkru, að leikmenn, sem ættu svo til ör- uggt sæti í ferðina, yrðu seldir. Fáeinir leikmenn hafa látið í það skína, að þeir muni sækja mál sitt til dómstólanna og benda á að þetta sé brot á stjórnar- skránni, þar sem segir að allir þegnar séu frjálsir að fara, svo fremi að farið sé að lögum. Þeir leikmenn, sem eru ör- uggir að fara af þeim 30, sem IGufan i Öskjuf og veðrið SIGURÐUR Þórarinsson J | jaröfræðingur flaug yfir J| Öskju í gærdag, til að athuga i! gufustróka þá er Björn Páls 1; son, flugmaður sá stíga upp j; frá gosstöðvunuin og upp úr j; Víti í fyrradag. Sigurður J! sagði í gær er Alþýðublaðið J! átti viðtal við hann, að hið !; óvenjulega veðurfar undan j; farna daga, ætti stærsta þátt j J inn í þessari gufuaukningu. ;! sem þarna hcfur orðið, en J! ekkert væri óvenjulegt við !! það, er bent gæti til að stór !; tíðindi væri í vændum. !; valdir hafa verið til æfinga eru Tilkowski 26 ára, mjög fær mark- maður; Erharöt 31 árs, sem hef- ur verið valinn 45 sinnum í lands- liðið og er einn af máttarstólp- um varnarinnar, framherjarnir Haller 22 ára, frábær uppleggj- ari og Seeler, hörkugóður „tví- fættur“ skotmaður og einnig einn af i ð n u s t u leikmönnum framlínunnar. Enn einn, sem er svo til öruggur er Brulles 24 ára, sem sýndi mjög góðan Ieik gegn Grikklandi, en vantaði illilega aðstoð frá hinum framherjunum. Hann er verðugur arftaki Schaef- ers, vinstri útherja 1954 og fyr- irliða liðsins 1958, sem nú hefur lagt skóna á hilluna. (Flestir leikmannanna, sem j nefndir eru í greininni komu með ' þýzka landsliðinu hingað sumar- ið 1960). Sjónvarp Frainhald af 5. síðu. á hug bandarísku hermann- anna tii íslands. Dæmi væri um það, að bandarískir hermenn, sem þér hefðu dvalifct hefðu vegna þessa fengið andúð á íslandi og ís lenzku þjóðinni og væri það út af fyrir sig ekki óeðlilegt þegar þess væri gætt að í rauninni væru varnarliðsmenn lokaðir inni sem í fangelsi væri. En þegar inniloknn ! liðsins væri höfð í huga væri ekki unnt að banna varnarliðinu að ! drepa tíinanna við að horfa á sjón varp. Benedikt sagði, að fyrir nokkr um árum hefði verið hamast gegn útvarpinu á Keflavíkurflugvelli og i það talið skaðlegt tungu okkar og þjóðerni en nú minntist enginn lengur á skaðsemi útvarpsins. Nú væri andúðinni hins vegar beint gegn sjónvarpinu og talið að ís- lendingar yrðu að einangra sig gegn því. En við gerum menningu okkar ekkert gagn með einangrun sagði Benedikt. Hins vegar eigum við að styrkja og efla allt það, Benedikt sagði, að fyrir 10 árum sem bezt er í íslenzkri menningu. hefðu íslenzkir bölsýnismenn talið að betra væri fyrir íslendinga að tortímast í styrjöld en að láta ís lenzka menningu glatast vegna dvalar erlends herliðs í landinu. Nú er hið erlenda herlið hefði dvalizt í landinu í 10 ár treysti sér enginn til þess að segja að, íslenzk menning stæði verr en áð ur. Benti Benedikt í þessu sam- bandi á að norskur menningargagn rýnandi er hefði verið hér á ferð s.l. ár hefði undrast hversu lítil amerísk áhrif væru hér á landi þrátt fyrir dvöl varnarliðsins. Og er heim til Noregs kom taldi þessi Norðmaður, að Norðmenn ættu að ! taka sér íslendinga til fyrirmyndar hvað málhreinsön snertir. Benedikt ræddi einnig um sjón varp almennt og taldi, að það mundi koma til íslands mjög fljót lega. Eftir fá ár mundu íslendigar fá geimsjónvarp og geta náð stöðv um fjarlægra landa En auk þess hvað Benedikt íslenzka ríkisútvarp ið nú vinna að því að koma sjón varpi á fót. Hann sagði, að fyrsta ísl. sjónvarpsstöðin yrði 5 þús. wött og mundi kosta 11-12 millj. Sjónvarpsdagskrá 2-2VÍ! stund á dag myndi sennilega kosta 10 millj ónir á ári. Tekjur yrðu af iðgjöld um sjónvarpsnotenda og auglýsing um og taidi Benedikt að ef ís- lenzkt sjónvarp fengi einnig inn- flutningsgjöld þau, er Iögð yrðu á sjónvarpstæki mundi ekki þurfa aðra tekjustofna til þess að standa undir sjónvarpi hér. Gúmmíbjörg- unarbátarn it Kvikmyndir ★ GAMLA BÍÓ: Innbrotsþjófur- inn, sem varð þjóðhetja. Held- ur Iítiífjörleg mynd, með Kay Milland í vel Ieiknu afialhlut- verki. — og skrif Hjálmars Bárðarsonar og Henrys Háifdánarsonar. VEGNA skrifa í Morgunblað- inu bæði 15. og 17. febrúar get ég ekki látið hjá líða að leggja orð í belg, þar sem ég er yfir 30 ára starfandi sjómaður og héf fylgst með þessum lilutum lítil- lega. - , Ég verð nú að segja það að mig undrar stórlega rangfærslur skipaskoðunarstjóra á grem Henry Hálfdánarsonar. Eftir að ég er búinn að lesa þessar grem- ar báðar og grandskoða þær i huga mér svo vítt og breitt, þá finnst mér meir gæta málskrúðs í grein Hjálmars Bárðarsonar en raunverulegra staðreynda. við skulum líta yfir þessar greinar í ljósi staðreyndanna og ættum við þá að fá út hið sanna. Það er ekkert vafamál þegar litið er til þess tíma, sem iiðinn er frá áramótum að eitthvað er að í þessum málum. Sú spurning hlýtur að leita á okkur, hvort ekkert sé frekar hægt að gera til að firra okkur slíkri blóðtöku, sem við höfum orðið fyrir frá áramótum. Er ekki möguleiki á betri þjónustu frá Skipaskoðun- s inni og því opinbera? Ég er enginn sérfræðingur í 1 þessum málum en ég geri mér | þó ýmsar hugmyndir um þetta, 1 en eftir að hafa lesið grein : skipaskoðunarstjóra, tel ég hann ; mér litlu fremri. Það er sannað i mál til að mynda, að þýzku gúm- j björgunarbátarnir eru mörgum 1 sinnum betri en þeir frá ensku : verksmiðjunum RFD. Ég er bú- ' inn að ræða þessi mál við margar ^ skipshafnir og er því vel kunn- ugur skoðunum raunverulegra sjómanna, sem hafa örugglega praktiska reynslu og rétt mat á því, sem þeir eru með í hönd- unum. Mér finnst það ekki sæm- í Athugasemd | UNDANFARIÐ hafa birst í dagblöðunum viðtöl við fram- | leiðendur öls- og gosdrykkja, þar ■ sem rekið er upp sárt harma- kvein út af frumvarpi ríkisstjórn- arinnar um 20 aura hækkun svo- kallaðs tappagjalds. í sumum þessum viðtölum er skýrt rangt frá um gjald þetta. Er því haldið fram, að gjaldið renni til Styrktarfélagsins, sem ekki er rétt. Gjaldið rennur til Styrktarsjóðs vangefinna, sem er í vörzlu ráðuneytisins og ráð- herra ráðstafar fé sjóðsins, en ekki Styrktarfélag vangefinna, sem aðeins hefur tillögurétt um ráðstöfun þess. Þess má geta að þessu tilefni, að félagið hefur beitt sér fyrir auknum framlög- um til þessa sama styrktarsjóðs, með því að leita á náðir sveitar- félaganna í landinu, sem sum hafa brugðist vel við þessari málaleitun og lagt af frjálsum vilja fé til sjóðsins. Rvk, 28. febr. 1962, f. h. Stjórnar Styrktarfélags vangefinna, Ingólfur Þorvaldsson, | skrifstofustjóri. >■ andi af manni í opinberri stöðu að stappa í gólfið og berja í borð- ið, segjandi: það er rétt sem ég gjöri og framkvæmi, takandi ekk- ert tillit til þess, sem góðir menn vilja leggja til málanna, heldur rangsnúa sagnir þeirra og snúa útúr í skjóli þess, að sá, sem les svona greinar láti þar við sitja án nokkurrar hugsunar. Skipaskoðunarstjóri minnkaði ákaflega mikið í augum mínum við þessa grein og ég held í aug- < um allra sjómanna. Það er því miður staðreynd, að J ekki er allt með felldu, eins og gúmbátarnir hafa reynzt, þegar á þeim hefur þurft að halda. Hvers konar málflutningur er það hjá skipaskoðunarstjóra að segja að allt sé í lagi með þessa báta, línan sem alitaf er að slitna megi ekki vera sterkari, ef svo væri myndi rifna lit úr festingunum. Á þá að gefast upp, herra skipaskoðunar stjóri? Ég vil benda á ráð, sem við óupplýstir sjómenn fundum upp, að láta líma svokallaðar karfahlífar á gúmmístígvél okkar til að firra okkur karfastungum og til að styrkja þessa þarfahluti. Vill nú ekki háttvirtur skipaskoð unarstjóri hugsa málið og athuga hvort ekki er hægt að gera eitt hvað svipað til úrbóta með gúm- bátana þar sem línan er fest í þá? Það þarf engin Morgunblaðs skrif til að sanna það mál, að skipaskoðuninni er eitthvað áfátt það er svo sem ágætt að geta kennt sjómönnum sjálfum um ó- farir hennar og trassaskap. Það er eitt, sem mér finnst ákaflega spaugilegt í öllum hörmungunum hjá Hjálmari, að hann reynir að klina skrifum Henrys sem ein hverri tilkynningu frá Slysavarna félaginu, en hver sá, sem les grein hans í Mbl. 15. þ.m. sér að svo er ekki, heldur skrifar Henry algerlega sjálfstætt. En hitt er annað mál, að mér finnst að stjórn Slysavarnafélagsins geri lítið úr sjálfri sér með þeirri yfir lýsingu, er hún gaf út í tilefni greinar H.H. og álít ég, og býst við að svo sé um fleiri sjómenn að sú yfirlýsing hefði aldrei átt að koma úr þeirri átt og af henni lítill sómi. Við viljum að öll reynsla verði til að auka á þekkingu og um- bætur og í þessum málum verð- um við að dæma hlutina eftir þvi sem á undan er gengið en höfum ekki efni á að umbera þröng- sýni og stórbokkahátt. Sjómaður KjðrgarHur t»augaveg 59. Alla konar karlmannafatn*» *r. — Afgreiðum föt eftli máll eSa eftl? númert *#* ■tnttvm f jrinrara. Ultima •k NÝJA BÍÓ: Óperettuprinsess- an: Mynd, sem er Lilli Palmer frá upphafi iil enda, en UÍI44 er góð og myndin skemmtilega ge rð. ★ HÁSKÓLABÍÓ: Fyndin og skopleg mynd með skemmti- legum Ieikurum. RAY MILLAND er snjall leik- ari og hann heldur myndinni«‘í Gamla Bió algjörlega uppi. — Myndin fjallar um innbrotsþjcf, sem opnar alla peningaskápa a< snilld, en lendir að Jokum í klóm lögreglunnar af handvömm. Þeg- ar stríðið skellur á, er bonum boðin eftirgjöf á fangelsisdómi, ef hann taki þátt í hættuleguot leiðangri til meginlahdsins. Þal gerir hann og vinnur sitt verk af list, en reynist of fíkinn í fagva hulti og lætur lífið fyrir. Myndin er lítilfjörleg og al gerð og urvinnslu, en Ray Mill- and stendur fyrir sínu og- ekk4 er iaust við spennu á stöku stað. HIÐSAMA má segja um mynd- ina í Nýja Bíó og hina fyrri, að hún stendur og fellur með aðal- leikaranum og þó í enn rík ra mæli. Myndin er Lilli Palmer og Lilli Palmer er myndin. Þráðurinn er í stuttu máli sá, að ungri kennslukonu, sem uppi er um aldamót, óskotnast arfur eftir léttlynda en eftirminnilega ömmu sína. Þegar arfurinn cr kominn henni í hendur birtist sú gamla dótturdóttur sinni og 'tecf- uiWienni góð ráð og leiðbeimvg • ar. Fyrir hennar tilstilli kmnst hún í leikhús-„bransann“. íwita hæfileikalaus er hún, en amma gamla hjálpar henni, svo að allt fer eins og bezt verður á kosið. Lilli Palmer er forláta góð a| tvöföldu hlutverki sínu og mynfl- in oft verulega skemmtilega gerð. HÁSKÓLABÍÓ býður upp á hressingu af léttara tagi, sent engum ætti að verða bumbuHr-ft# — nema þá af hlátri. — Nýgiít hjón leita sér vinnukonu, -en verða fyrir sífelldum vonbrigð- um„ ýmist eru þær of mikið geínar fyrir karlmenn, of drykk- felldar eða einhver bölvuð óáran fylgir þeim, svo að lögreglan þeef stöðugt að ver að skipta sér að þessu sæmdarfólki. Að lokum þykjast hjáiín liafa náð í þá réttu, en hún verður þá ástfagnin af húsbóndanum og ekki er það það bezta. Allt fer þó vel að lokum. M y n d i n er bráðf jörug og skemmtileg og leikarar í hennl margir hverjir óborganlegir. Má þar nefna Hickson, sem leikur drykkfelldu vinnukonuna -og Joan Sims, sem kemur skemmti- lega við sögu. Ekki má heldur gleyma Sidney James, sem leik- ur lögreglumann og Mylene Demongoet, sem gerir hlutverkl sínu indæl skil. Hressandi mynd. H.E. Alþýóublaðið — 1. marz 1962 £&

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.