Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 15
„Ertu viss um að þú hafir gáð allsstaðar í húsinu?" spurði liann. „Já”, sagði Johnny. „Ég kveikti ljósin. Ég fór meira að segja niður í kjallara. Ég gáði inn á bað og allsstaðar”. „En í garðinum?” „Ekki mjög vel”, svaraði Johnny, „en ég lýsti í kringum mig og ég sá engan”. Hann beygði fyrir hornið og ' stefndi til austurs. Hann nam staðar við hvert rautt ljós. Ben kreppt.i hnefana og sagði: „Gcturðu ekki flýtt þér?” „Ég geri mitt bezta”, sagði Johnny lágt. Hann var tveim eða þrem árum eldri en Ben og stóð sig vel í stöðu sinni hjá stál- fyrirtækinu, sem hann vann hjá. Hann var horaður og alvarleg- ur, vcl gefinn þó hann vaeri ekki frábærlega gáfaður, hann var að verða sköllóttur og örlítið lirokafullur. Þeir Ben voru vin- ir af tilviljun en ekki sam- samkvæmt eigin vali og vinátta þeirra var góð þótt hún ætti sér ekki djúpar rætur. „í guðanna bænum lagaðu handa þér kaffi og fáðu þér brauð. Þú ert alveg að farast. Ég ætla að fara yfir í næsta hús og tala við vini þína þar. Ef til vill hefur frú Petit séð eitthvað”. Ben fór fram í eldhúsið. Ernie hvarf út um framdyrnar. Ben hreyfðist eins og í þokukenndur., draum, hann setti heitt vatn og kaffi í bolla og fékk sér matai leyfar. Hann langaði ekki til að borða. En hann vissi að Ernie hafði á réttu að standa og hann kyngdi og fékk sér rneira kaffi. Hann neyddi sjálfan sig til að hugsa ekki. Hann gerði þetta af því að hann varð að gera það. Ernie kom til baka og hristi höfuðið. Johnny Pettit var með honum. „Frú Pettit var ekki heima frá því í morgun þangað til klukkan liálf fjögur í dag. Hún sá Carolyn þegar hún kom heim eftir að hfa ekið þér til borgarinnar en liún sá hana ekki aftur og hún sá ekki neitt einkennilegt eftir klukkan hálf fjögur. Engan ó- kunnan bíl, ekkert fólk, ekkcrt þess háttar. Börnin voru að leika sér fyrir utan en þau sáu ekki lieldur neitt. Svo það e1 • neins nema eftil vill að ákveða tímann nánar. Við skulum athuga það betur, þú getur hjálpað mér Ben. Hvað um diskana hérna?" „Þeir voru hérn þegar ég kom inn,“ sagði Johnny. „Nákvæm- lcga svona.“ Ben kinkaði kolli. „Eftir há- degisverðinn. Hún hatar að haf.a diska í vaskinum Hún þvær upp eftir morgunverðinn um leið og hún kemur heim.“ Ernie taldi diskana. „Bolli og urídirskál, diskur, aukadiskur sem afgangar hafa verið á. Gott og vel, hún hefur ekki farið út fyrr en eftir að hún hafði snætt hádegisverð.. Klukkan hálf eitt. Og svo er það annað. Við vitum að hún var ekki hér klukkan tíu mínútur gengin í sex þegar hringt var af skrifstofu þinni.“ „Hún hlýtur að hafa farið fyrr. Mikið fyrr. Hún er alltaf búin að búa sig undir kvöldverðinn, þeg- ar hún fer klukkan hálf fimm svo hún sé fljótari að elda mat- inn þegar við komum heim“. Hann reyndi að hugsa. „Kjöt- búðing. Hún ætlar að hafa kjöt- búðing í kvöld. Hann ætti að vera í ofninum“. Ernie opnaði ofndyrnar. Ofn- inn var tómur og kaldur. Hann lcit inn í isskápinn. Pakkinn með kjötinu var ósnertur þar inni. „Við getum gert ráð fyrir að Carolyn hafi ekki verið farin að hugsa um kvöldverðinn". sagði hann. „Þá getum við ef til vill reiknað með að hún hafi farið milli hálf eitt og hálf fjögur. Þér sögðust hafa farið inn bakdyra- meginn herra Petit. Voru dyrnar opnar eða ólæstar". „Ólæstar“, sagði Johnny. „Ég tók í húninn á útidyrunum, en þær voru læstar. Ég fór bak- dyrameginn og dyrnar opnuð- ust. Þær voru ólæstar”. „Hefur Carolyn dyrnar oft ó- læstar?” „Hún er ekki hræðslugjörn”, svaraði Ben. Og svo ég segi þér sannleikann þá erum við ekki hrædd við innbrjótsþjófa hérna. 'Ég held að henni finnist þægi- lcgra að hafa dyrnar ólæstar. Þú veizt hvernig það er. Þú ferð út og dyrnar skellast aftur og þú ert lykilslaus, þú veizt við hvað ég á”. „A-ha”, sagði Ernie. „Náðu í frakkann þinn Ben. Þú getur setið í hjá mér”. Nú voru einkennisklæddir menn allsstaðar. Ernie talaði við mennina og við tvo aðra menn, sem komu i bíl frá rannsókna- stofu lögreglunnar í litlum scndiferðabíl sem leit út eins og mjólkurbíll en var málaður svartur. Johnny Petitt sagðist koma líka. Ben fór i frakka og út. Lögreglumennirnir skiptu sér í tvo hópa og þrír menn urðu eftir. Einn hópurinn fór niður að læknum og dreyfði þar úr sér, ljósin frá vasaljósum þeirra dönsuðu í myrkrinu. Hinn hópurinn fór yfir götuna og yfir á skógivaxna svæðið hinu megin liúss Förbess hjónanna. Ben fór inn í bíl Ernies og sat þar skjálf- andi og heyrði fátt af því sem Johnny sagði. Lögreglumennirn- ir þrír settust inn í bílana, sem þcir komu í og óku af stað. „Þeir fara i öll húsin”, sagði Ernie. „Við förum eftir veginum út að þjóðbrautinni”. Hann lagði af stað og þeir óku hús frá húsi og spurðu um Caro- lyn. Þetta var undarlega slitrótt ferðalag. Þeir lögðu oft af stað, númu oft staðar, gengu upp alls- kyns tröppur. Hundar hlupu út og geltu að þeim. Dyr opnuðust og andlit birtust og i'addir heyrð ust. Sumar þekkti Ben. Sumar vissi hann ekki hvort hann þekkti eða ekki. Flestar voru ó- kunnugar. Húsin voru ólík venjulegu húsunum sem hann hafði svo oft ekið fram hjá. Landsvæðið milli þeirra var ó- ræktaðra og dimmra. Hann var orðinn sannfærður um að þeir væru alls ekki á Lister Road. Þegar þeir komu að þjóðbraut- inni og sneru aftur við að því er honum fannst áratugum síðar var ótrúlegt að svo margt fólk gæti búið við eina götu án þess að veita því eftirtekt þegar einn meðlimur götunnar hvarf. Svo var annað líka. „Sjáðu þau”, sagði hann bitur og benti á Ijósgeislana sem döns- uðu um loftið fram undan þeim. Nokkrir karlmanna og drengir og konur höfðu tekið þátt í leit- inni. Flest þeirra voru æst eins og fólk, sem horfir á eld, sem ekki kemur þeim við. Hann heyrði háværar unglingsraddir og hlátur. Hundar geltu og ýldu. „Guð minn”, sagði Ben. „Mað- ur gæti haldið að þetta væru refaveiðar”. '„Hvaða máli skiptir það”, sagði Ernie, „cf þeir finna liana?” Og hvernig finna þeir hana? hugsaði Bcn. Lifandi eða deyj- andi eða jafnvel dána? Hann greip um hurðarhúninn. „Ég vil fara út. Ég ætlaði að leita að henni”. Hann opnaði dyrnar. Um leið hallaði Johnny sér áfram í aftur- sætinu og greip um axlir hans. Ernie bremsaði. Hann ók hægt og bíllinn nam svo til strax stað- ar. Hann hélt Ben líka. „Ég þarfnast þín í húsinu”, sagði hann. „Þú getur ekki gert neitt hérna fyrir utan sem ekki verður gert”. Þeir Johnny lokuðu dyrunum og læstu þeim og óku af stað. Ben starði út um gluggann. Hann sagði ekki meira. Þegar þeir komu aftur að húsinu sagði einn af mönnunum frá rann- sóknarstofunni að kona að nafni Grace Vitelli hefði hringt og það var allt og sumt. Þeir fundu ekki Carolyn, hvorki lífs né liðna. Leitinni var frestað til morg- uns og lögreglumennirnir fóru. Ernie var kyrr. Hann gaf Ben, sem var ekki drykkfelldur, þrjá stóra sjússa og sagði honum að liátta. Rétt áður en Ben sofnaði heyrði hann Ernie tala í sím- ann. Svo hvarf hann í myrkra- heim þar sem ótti og einmana- leiki kvaldi hann og þar sem Carolyn var einhversstaðar óséð. Hann vaknaði og draumurinn fylgdi honum, óhugnanlegri en nokkru sinni fyrr í dagsbirtunni. Um hádegi var búið að leita í nágrenninu. Engin ummerki fundust. Engin skilaboð komu. Mennirnir frá rannsóknarstof- unni fundu cngin fingraför á bakdyrunum nema fingraför Ca- rolyn, Ben og Johnny Petit. Eng- in óvenjuleg fingraför inni i hús- inu. Engir blóðblettir. Engin um- merki innbrots. Það leit út fyrir að Carolyn Forbes hefði 3 hætt að vera til án allra um- merkja. Ben fór niður á lögVeglustöð- ina með Ernie Mac Grath. Hann skrifaði skýrslu í herbergi með útsýni yfir dómshúsin, sem hann hafði horft á kvöldið áður. Hann lýsti Carolyn nákvæmlega og bætti því við að hún hefði aldrei áður átt vanda til minnisleysis eða yfirliða. Ernie var þegar búinn að tala við lækni Carolyn sem studdi þetta. Ben lagði fram myndir af Carolyn fyrst handa lögreglunni og seinna handa blaðamanni, sem einnig lagði margskonar spumingar fyrir hann. Ernie sagði að þeir myndu umsvifalaust láta leita hennar í fimm ríkjum og gera allar venjulegar ráðstafanir til að finna hana. Eraie varð sjálf- ur að snúa aftur til vinnu sinnar. „Ég get hvort eð er ekkert gert”, sagði hann. „En ég skal fylgjast með öllu sem skeður. Ef þú fréttir eitthvað skaltu láta mig vita strax”. Ben þakkaði honum fyrir. Svo settist hann niður og beið. Hvort sem hann var heima eða á skrifstofunni þann dag starði hann á símann. Um nótt ina svaf liann eða mókti í stól við hliðina á símanum. Hann greip hvert bréf og lilustaði eft- ir fótataki símsendlanna. Hann vann lítt eða ekki. Hann gat ekki haft hugann við starf sitt meira en fáeinar mínútur í einu en hann þóttist vinna því hann hann vissi ekki hvað hann átti annað að gera. Hann borðaði ekki mikið. Hann leit á fólk án þess að sjá það og talaði við það án þess að vita hvað hann eða það var að segja. Honum leið undarlega eins og hann hefði verið hengdur upp sem rann- sóknarefni í lofttómt rúm og biði eftir taugaáfallinu, sem annað hvort bjargaði honum eða eyði- lagði hann. Klukkan sjö mínútur yfir hálf 1 níu að kvöldi þriðja dagsins, sena var ellefti nóvemberð kom það. Síminn hringdi. 4. < Hann hét Albert William Gu- thrie Allir kölluðu hann Ah nema hvað hann var einstöku sinnum kallaður Tuddinn. Hanu var önnum kafinn við að taka kartöflur upp úr stórum poka og láta þær í tvær litlar körfur. Hann gerði það silalega eins og honum finndist ánægjulegt að draga það sem lengst og af og til rétti hann fram höndina yfir að óhreinum vaskinum og tók flösku, sem stóð þar og fékk sér sopa. Hann var drukkinn. Hann hafði verið drukkinn í marga daga og eftir allskyns klif og föll hafði hann komizt á það stig að hann gat haldið áfran* óendanlega meðan hann vildi ekki hætta. Honum leið veL Honum fannst gaman að því sem hann var að gera. Hann brosti og talaði um það við sjálfan sig. Sólin skein á hann inn um ó- þveginn gluggann. Það var gotb veður og dagurinn var áttundl nóvember. Þegar hann hafði lokið við kartöflumar reis A1 á fætur og dustaði af sér rykið og þerraði hendur sinar á handklæði svo á það komu brúnir moldarflekkir. Hann fór inn í fremra herbergið og náði í jakkann sinn. Hann ÓDÝB NÆRFÖT fyrir böm og fullorðna. Miklatorgi við hliðina á ísborgj .li I VIÐ VILJUM GJARNAN SENDA YÐUR BLAÐIÐ HEIM. ÁSKRIFTAR- SÍMI OKKAR ER 14-900. " ÍSD^íMI) Alþýðublaðið - 1. marz 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.