Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 4
 <g 1. niarz 1962 — Alþýðublaðið MENK hafa mjbg velt því fyr- . ir sér, hvert hafi verið hlut- verk Nikita Krústjovs á þeim tíma, þegar Stalín var að fremja alla þá glæpi, sem Nik- ita sakaði hann um á tveim síðustu flokksþingum rúss- neska kommúnistaflokksins. að vcra í því, að Mönnum kynni nokkur upplýsing bera saman tvo ræðustúfa eft- ir Krústjov, sem að vísu eru fluttir með alllöngru millibili, en gefa engu að síður góða hugmynd um afstöðu hans og skoðanir á tveim tímabilum í sögu Sovétríkjanna. Jlæðukaflann í vinstri dálki hér á eftir flutti Krústjov 30. janúar 1937 í tilefni af annarri hreinsuninni, 23.—30. janúar það ár, er Pyatakov, Serebry- kov, Muraiov og Kadek voru dæmdir, ýmist til dauða eða fangelsisvistar, sem reyndist vera hið sama, því að þeir, sem . fengu fangelsisdóma, hurfu al- gjörlega, og hefur ekkert til þeirra spurzt síðan. i Ilin ræðan var flutt á síðast- ■* liðnu ári. i \ ARIÐ 1 9 37 : ★ „FÉLAGAR, verkamenn, karlar og konur, verkfræðingar, starfsmenn, vísinda- og listamenn og allt vinnandi fólk þjóðar vorrar! Við höfum komið hér saman á Rauða torgi til þess að upplyfta vorri öreigarödd í fullum stuðningi við þann dóm, sem licrdómstóll Hæstaréttar hefur upp kveðið yfir fjandmönnum fólksins, svikurunum við föðurlandið, svikurunum við málstað verkalýðsins, njósnurunum, brcytingamönnunum, agentum fas- ismans, hinum viðurstyggilegu, fyrirlitlegu trotskýítum . . . Þessir morðingjar miðuðu á hjarta og heila flokks vors. Þeir lyftu sínum saurugu höndum gegn félaga Stalín. Með því að lyfta höndum sínum gegn félaga Stalín lyftu þeir þeim gegn öllu því bezta, sem mannkynið á til. Því að Stalín er vonin; hann er franitíðin; hann er sá vitri, er vísar veginn öllu hinu framfarasinnaða mannkyni. Stalín er gunnfáni vor! Stalín er vilji vor! Stalín er sigur vor!“ ÁRIÐ 1961: ★ „STALÍN gerði vissa takmörkun á lýðræði innan flokksins og Sovétríkjanna, sem óhjákvæmileg var vegna harðvítugrar baráttu gagnvart óvinum útávið og innávið, að föstum „stand- ard“ í málum flokksins og ríkisins. Hann braut ikýlaust hið leninistíska meginmarkmið um forustu og framdi gerræðis- legar aðgerðir og misnotkun á völdum . . . Þúsundir algjör- lega saklauss fólks fórust, og um hvern mann er heil saga. Margir flokkslciðtogar, stjórnmálamenn og hernaðarleiðtogar misstu lífið . . . Þegar vér rannsökuðum (sum þessara mála) . . . spurðum vér Molotov, Kaganovich og Voroshilov: Eruð þið meðmæltir því að endurreisa þá? Já, við erum meðmæltir því, svöruðu þeir. En það voruð þið, sem tókuð þetta fólk af lífi, sögðum vér hneykslaðir. Hvenær fóruð þið þá eftir samvizku ykkar — þá eða núna? En þeir gáfu ekkert svar við þeirri spurn- ingu, þeir vilja ekki gefa svar“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.