Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 2
K stjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Bfbrgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Neytendur og verzlunin 3 VERÐLAGSMÁL hafa verið óróleg hér á landi um langt skeið, eins og vænta má í verð- tíólgulandi. Þegar verðlag hækkar stöðugt í tvo áratugi, en fólk hefur jafnframt vaxandi pen- rað, hættir neytendum til að gefast upp við að þera saman og verzla í næstu húð, hvort sem hún sjslur háu eða lágu verði. Alþýðublaðið hefur undanfarna daga gert nokkrar athuganir á verðlagi. Hafa þær verið gerð frá neytandans sjónarhól. Blaðamenn hafa gengið búð úr búð og 'borið saman. Niðurstaðan af þessu varð sú, að fljótlega kom í ljós mikill verðmunur og þar með staðfesting á því, að sam- anburður borgi sig fyrir neytandann. Þar að auki rákust blaðamenn fljótt á dularfull verðfyrir- brigði, sem reyndust stafa af því, að viðkomandi vara var smygluð. Alþýðublaðið vill í tilefni af þessum málum segja þetta: Athugunin er ekki gerð af almennu vantrausti á kaupmönnum, kaupfélögum eða •\|erzlunarfólki. Síður en svo. Rannsókn blaðsins, til dæmis á matvörum, leiddi í ljós, að meirihluti verzlana er 'heiðarlega og vel rekinn. Frá þessu sögðum við undir allstórri fyrirsögn. Hins vegar eru undantekningar á þessu sviði eins og öðrum. Þær verzlanir eru til, sem misnota hvert tækifæri til að smyrja á vöruna. Upplýs- ingar Alþýðublaðsins um þessi mál hljóta því að vera stuðningur við hinn heiðarlega meirihluta verzlana, en hvimleiðar þeim fáu, sem hafa elæma samvizku. Rétt er að minnast þess, að undanfarnar gengislækkanir og lækkun á tollum margra vöru- tegunda hafa allmikil áhrif á verð, sem enn er á boðstólum. Þegar slíkir viðburðir gerast, getur vara tollafgreidd í gær verið á allt öðru verði en sams konar vara afgreidd í dag. Þetta skerðir þó ékki rétt neytandans til að leita fyrir sér og er jafn sjálfsagt að hann geri það. í þessum málum gætu verzlanir gert ýmis- legt, sem mundi bæði hjálpa neytendum við sam- anburðinn og létta afgreiðslufólki starfið. Má i?efna betri verðmerkingu á vörum, bæði í búð- únum sjálfum og sýningargluggum. Þá mætti •áuglýsa meira með verði vörunnar, og verður að telja þá til fyrirmyndar, sem það gera. Hlýtur það raunar að vera gamall vani frá árum vöru- skortsins, að verzlanir skuli ekki auglýsa meira með verði vörunnar. r______________________________ Auglýsingasíminn er 14906 * 1. marz 1962 — Alþýðublaðiff Verzlunarbanki íslands h.f. BankaStræti 5 — Sími 2-21-90. Frá og með 1. marz 1962 breytist afgreiðílutími Verzlun- arbanka íslands h.f. þannig, að hádegi er afgreiðsla bank- anc oftirloiirSic opnilð kl. Afgreiðslutími bankans er því: Kl. 10—'12,30 og 13,30—16; kl. 18— 19 fyrir innlánsviðskipti eingöngu. Laugardaga kl. 10—12,30. kl. 13.30 í stað kl. 14, eins og verið hefur, en að öðru leyti er afgreiðslutími bankans óbreyttur. HANNES Á HORNINU ★ Einn fullur á dag umferðinni. sem ekki cr rétt að sleppa eða taka á með mjúkum lófum, og ölvun við akstur er slíkt afbrot. honum eins og ódýrir bófaflokkar erlendis. ÉG HELD að það ætti að taka upp birtingu nafna þeirra, sem teknir eru og dæmdir fyrir ölvun við akstur. Blöðin og dómar- arnir verða að taka ákvörðun um þetta. Ég hygg, að mörgum mundi þykja að áhættan yxi svo mjög við slíkt, að viturlegast væri að eiga ekki ncitt á hættu — og fara því ekki undir stýri á bifreið eftir að hafa bragðað áfenga drykki. ★ Óhugnanleg stað- reynd. ★ Eigum við að birta nöfn þeirra. ★ Refsingar þyngdar. SAMKVÆMT upplýsingum umferðalögreglunnar hefur einn maður á dag verið fundinn sekur um ölvun við akstur síðan um ára- mót. Sumir þessara manna hafa valdið slysum og árekstrum og þar með miklu tjóni. Blöðin segja, að ölvun við akstur fari vaxandi. Ég vil ekki trúa því fyrr en ég tek á. Ætli að þessi hræðilega mörgu upplýstu brot stafi ekki af því að lögreglan gengu betur fram en áður hefur verið. Samt sem áður er þessi staðreynd óhugnanleg. ÉG HEF OFT gert þessi mál að umtalsefni. Síðast ræddi ég um þau af tilefni ummæla í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þar sem rætt var um það, að birta nöfn þeirra mauna, sem sekir verða fundnir um ölvun undir stýri. Ég álít að þetta komi til mála. Hér er um svo hræðilegan ásetningarglæp að ræða, að ekki dugar að sýna neina linkind, og mér finnst að reynslan sanni það, að vettlingatök duga ekki í svona málum. SUMIR MENN halda því fram, að undir öllum kringumstæð- um sé rétt að taka vægilega á af- brotum. Það geti orðið til þess að þeir, sem afbrotin fremja sleppi sjálfir frá þeim óskaddaðir, en sjálf refsingin skiiur stundum eft- ir varanleg-mein. Þetta getur ver- ið rétt, en það cru til viss afbrot, ÞAÐ ER stórfurðulegt, að menn, sem hafa neytt áfengis og vita fullvel, að þeir hafa við það misst hæfni til að aka bifreið, skuli samt sem áður setjast undir stýri og aka henni. Hér er um svo dæmalaust kæruleysi að ræða, vit- andi vits, að það nær ekki nokk- urri átt ef þjóðfélagið beitir þá hina sömu ekki þeim refsingum, sem þeir hafa sannarlega unnið til. REFSINGARNAR v o r u þyngdar. Þær voru allt of léttar. Ég þakka lögreglunni fyrir vask- lega framgöngu. Mér er til dæmis sagt, að sala áfengis í bifreiðum hafi minnkað mjög mikið eftir að Guðmundi Hermannssyni var falin stjórn þeirra mála, en hann gekk vasklega fram. Varð hann þó fyr- ir glæpsamlegum ásóknum af hendi ósvífinna lögbrjóta, sem jafnvel mynduðu samsæri gegn SÍÐASTA skýrsla lögregl- unnar um það, að einn maður hafi að meðaltali verið tekinn á dag síðan um áramót fyrir ölvun við akstur, er svo ljót, að við verð- um að taka upp nýjar ráðstafanir gegn þeim. Hannes á horninu. Verzlasiir. Atvintiyrekendur. Látið færa bókhald yðar reglulega f VÉLABÓKHALD SÍMI 17333. (Q) Árshátið Dagsbrúnar verður í Iðnó næstk. laugardag 3. onarz og hefst kl. 7,45 með borðhaldi. íslenzkur matur á borðum. Leikararnir Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson skemmta. Danssýning. — Dans. Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu Dagsbrúnar. Tekið á móti pöntunum í síma 13-724. Nefndin. «>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.