Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 5
4 mmm r jölgaöi um 50áÓlafsfiröi Ólafsfirð'i í eær: UM SÍÐUSTU áramót var fólks- fjöldi liér 940 oð hafði fjölgað um 50 manns á árinu. Um helm- ingur af fjölguninni er innflutt fólk fram yfir brottflutt. Fimm íbúðarhús voru fullgerð á „Þvi gleymi ég aldrei' y/ Síðastliðið haust efndi Kíkisút- varpið til ritgerðarsamkeppni með- al útvarpshlustenda undir fyrir- sögninni „t*ví gleymi ég aldrei“. Frestur til að skila ritgerðum var til 1. febrúar s.l. Þrenn verðlaun skyldu veitt fyrir beztu ritgerð- irnar kr. 50000, 30000 og 20000. Útvarpinu báruzt 90 ritgerðir og hefur dómnefnd fjallað um þær og orðið sammála um að veita verð- laun sem hér segir. Fyrstu verðlaun ritgerð merktri „Bylgjía" eftir Ragnheiði Jóns- dóttur rithöfund Laugarásvegi 7 Reykjavík. Önnur verðlaun ritgerð merktri „Dvöl“ eftir Kristján Jónsson og þriðju verðlaun ritgerð merktri bæjarfógetafulltrúa á Akureyri „Snóthildur" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur ritböfund Guðrúnar götu 7 Reykjavík. Ennfremur mælti dómnefnd með því að sér stök viðurkenning yrði veitt rit- gerð merktri „Úlfur Uggason", sem reyndist eftir Jockum M. Egg- ertsson Hátúni 11, Reykjavík. Útvarpið mun óska eftir allmörg um ritgerðum til flutnings. í dómnefnd voru: Andrés Björns son, Björn Th. Björnsson og Eirík- ur Hreinn Finnbogason. S/ys í Færeyjum Færeyjum 28. febrúar (NTB) FÁNAK blakta í hálfa stöng í Þórshöfn í dag. í nótt varð það slys skammt fyrir sunnan bæinn, að tvær ungar stúllcur létust í bílslysi. Höfðu þrjár ungar stúlkur farið í ökuför með tveimur piltum. Sátu stúlkurnar í aft ursætinu. Á þjóðveginum fyr ir sunnan Þórshöfn fór bif reiðin út af veginum og kast aðist afturendi hennar í há- spennustaur af slíku afli, að bíllinn gjöreyðilagðist, og stúlkurnar tvær fórust. Slys þetta hefur vakið ó- hug í Færeyjum, en 15 ár eru nú liðin síðan fleiri en einn hafa farizt í bílslysi í Færeyjum. , Stokkhólmi í gær: í 20. UMFERÐ skákmótsins urðu úrslit þessi: Friðrik vann Gcrman. Uhlman vann Bilek, Ben- kö vann Aaron. Jafntefli varð hjá Bertok og Barcza Bolbochán og Bis guier, Filip og Fischer og Geller. Kortchnoi gaf skák sína við Fis- cher frá 19. umferð. árinu 1961. Fjárfesting á árinu i aðrar byggingar en íbúðarhús, var um 6 miljónir. íbúðarhús í bygg- ingu um áramót voru 17 með 19 íbúðum og það sem af er þessu ári, hefur verið sótt um 9 bygg- ingalóðir undir íbúðarhús og eina undir trésmiðaverkstæði. Á þess- um tölum má sjá að hér er ekkert „móðuharðinda-ástand”. Laugardaginn 24. þ. m. hélt Slysavarnafélag íslands og Skipa- skoðunin sýnikennslu hér á með- ferð gúmmíbjörgunarbáta og lífg- un úr dauðadái með blástursað- ferðinni. Hingað komu þeir Ólí Barðdal og Jón Jóhannsson og sýndu þeir i Félagsheimilinu Tjarnarborg. Það er óhætt að segja að <úlir starfandi sjómenn hér á Ólafsfirði hafi verið mætt- ir og ýmsir fleiri, eða um 300 manns. Luku allir upp einum munni um það, að þessi samkoma hefði verið hin nytsamlegasta. Fiskveiðarnar hafa gengið held- ur treglega frá áramótum, og eru nú allir bátarnir hættir með línu og farnir á net. Ekkert hefur fengist í netin enn sem komið er. - R. M. Framsókn hafnaði ■ r sjonvarpi SJONVARP á Keflavíkurflug vclli var leyft fyrir 7 árum af utan ríkisráðherra Framsóknarflokksins Það kom til álita að hafa sjón- varpið „lokað“. En utanríkisráð- herra Framsóknar hafnaði „lokuðu sjónvarpi“ og leyfði sjónvarp á Keflavíkurflugvelli enda þótt fyrir sjáanlegt væri að sjónvarpið mundi sjást utan flugvallarins. Þessar unplýsingar komu fram í ræðu Guðmundar í. Guðmunds- sonar utanríkisráðh. við útvarps- umræðurnar i gærkv. Ráðherrann rakti í ræðu sinni aðdragandann að stofnun útvarps- og sjónvarps á Keflavíkurflugvelli. Hann sagði, að það hefði alla tíð verið stefna ís- lenzkra stjórnarvalda, að' æskilegt væri að varnarliðið gæti búið sve vel í haginn fyrir menn sína á Keflavíkurflugvelli að þeir undu þar sem bezt hag sínum og Ieituðu því sem minnst út fyrir flugvöllinn Guðmundur sagði, að það heföi vissulega verið ömurleg vist hjá fyrstu varnarliðsmönnunum á ■ Keflavíkurflugvelli. Þeir hefðu orð' ið að búa í tjöldum og lélegum bröggum og ekkert hefði verið um tómstundaiðju. Því hefði verið eðlilegt að' varnarliðsmenn leituðu út fyrir flugvöllinn í þéttbýlið. Betri aðbúnaður á flugvellinum, útvarp og sjónvarp hefði breytt þessu og stuðlað að því að varnar liðsmenn héldu sig á flugvellinum Utanríkisráðherra sagði, að það Iiefði verið ljóst, er leyfið vai veitt fyrir sjónvarpi 1955, að' það | mundi sjást utan flugvallarins. ! Samt sem áður hefði leyfið verið | veitt af utanríkisráðherra Fram- I sóknar. Það' hefði komið til álita að Iiafa sjónvarpið' „lokað“ þ.e. nokkurs konar síma- eða þráð sjón varp en utanríkisráðlierra Fram- sóknar hefði hafnað þeirri tillögu Og leyfið fyrir sjónvarpinu var veitt án þess að það væri borið' und ir alþingi sagði ráðherrann. Guðmundur sagði, að leyfið fyrir sjónvarpinu 1955 hefði verið bund ið því skilyrði að sjónvarpsstöðin yrði ekki sterkari en 50 wött. En þegar komið hefði að því nú að endurnýja þyrfti stöðina hefði kom ið í ljós að' ekki væri fáanleg ný stöð, sem væri minni en 250 wött Póst- og símamálastjórnln hefði rannsakað það' ítarlcga hvaða á- hrif það hefði á langdrægni stöðv arinnar ef hún yrði stækkuð' þann ig, og niðiirstaðan hefði orðið' sú að það mundi sáralítið auka lang drægnina eða aðeins um 10 km. Ilins vegar hefði póst- og síma- málastjórnin bent á að' unnt hefði j verið' fyrir varnarliðið að auka j Iangdrægnina jafnmikið með því j einu að hækka loftnct sjónvarps- j stöðvarinnar Hefði póst- og síma- 1 málastjórnin því mælt með því að varnarliðinu yrði leyft að stækka stöðina og útvarpsstjóri hefði einn ig verið því samþykkur. Utanríkisráðherra kvaðst liafa fallizt á þessi sjónarmið -póst- og símamálastjórnarinnar og leyft stækkunina. Hann sagði, að neitun á umsókn varnarliðsins hefði í rauninni jafngilt lokun stöðvarinn ar þar eð ekki hefði verið fáanleg minni stöð en 250 watta. Utanríkisráðlierra sagði, að eng j an þyrfti að undra andstöðu komm j únista við stækkun sjónvarpsstöðv arinnar. Kommúnistar vildu varn arliðið burt og gerðu því allt er þeir gætu til þess að skapa sem mest vandamál í sambandi við dvöl þess hér. Utanríkisráðherra sagði, að' kommúnistum væri það j Ijóst, að ef varnarliðsmenn liefðu ekki sjónvarp á Keflavíkurflug- velli mundu þeir leita meira út fyrir flugvöllinn og þá væri meiri liætta á árekstrum við íslendinga. Eltkert mæri kommúnistum betur að skapi. í lok ræðu sinnar ræddi utan- \ ifíklsráðlierra sjónvarp almennt. j Ilann sagði, að sjónvarp væri éíít mesta menningartæki nútímans j ef það væri rétt notaö Hann sagði | að sjónvarp mundi koma hingað fyrr eð'a síðar og því þýddi ekkert i að berjast gegn því. Langdrægni j sjónvarpsstöðva mundi aukast og svo mundi fara fljótlega að' það drægi landa á niilli. Ekkert þýddi að hamla gegn sjónvarpi. engin [ ríkisstjórn eð'a alþingi gæti koinið j í veg fyrir að íslendingar horfðu j á sjónvarp. En aðalatriðið væri að ' vanda til sjónvarps og ekki kvaöst varp er það kæmi yrði, á nokkurn ráðherrann óttast að íslenzkt sjón hátt meningarspillandi, þvert á móti. Bcnedikt Gröndal talaöi einnig af hálfu Alþýðuflokksins í útvarps ræðunum í gærkvöldi. Hann ræddi í fyrstu uin dvöl varnarliðsins hér almennt og sagði, að engin dæmi mundu vera um það í öðrum löndam að erlendir herir þyrftu að búa við eins mikla einangrun eins og bandaríska varnarliðið hér Benedikt sagði, að innilokun varnarliðsins gæti liaft slæm áhrif Frh. á 11. siðu. Gildur sjóður PENINGAR . . . peningar . . . peningar, — margir kassar fullir af peningum og allir liurfu þeir niður í pen ingageymsluna undir Lands bankanum. Það var í gær sem vegfarcndur í Austur stræti stöldruðu við, og fylgd j* ust með nokkrum mönnum, § sem undir vernd lögreglunn ar tóku kassana ofan af vöru bifreiðum og fluttu þá inn í bankann. Peningarnir verða notaðir til endurnýjunar á gömlum seðlum. % HMWWIWWWWWVWWVWM* ULBRICHT RÆÐIR VIÐ KRÚSTSJOV Moskva 28. febrúar TASS fréttastofan tilkynnti í dag að þeir Nikita Krústsjov og Waít- er Ulbricht hafi nú lokið viðræðvim sem þeir hafa átt í undanfarna 2 daga um Berlínar- og Þýzka- landsmálin. Var sagt í tilkynningu Tass, að þeir hafi verið sammála um öll atriði varðandi lausn þeirra mála. Jafnframt munu Rússar bafa heitið A.-Þjóðverjum aðstoð í erí ið leikum þeim, er þeir eiga við að etja, vegna fólksflótta og skipu lagsleysis í landbúnaðarmálum, en vestrænir fréttaritarar í Mosk- vu telja, að e.t.v. hafi aðalerindl Ulbricht verið að biðja um elrra- hagsaðstoð. Alþýðublaðið — 1. marz 1962 <j g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.