Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGAR kunna ekki að meta ylræktað grænmeti, segja garðyrkjubændur. Á síðasta ári neyttu þeir t. d. tæplega fjögur hundruð þúsund argúrkna, eða sem svarar tveimur agúrkum á mann. Þetta kom fram í viðtali við garð- yrkjubændur austur í Hveragerði í gær. Gróðurrækt er ein af yng'i at- vinnugreinum hérlendis og á oví við marga örðugleika að etia. — Mestri útbreiðslu hefur ylrækt náð í Hveragerði og liggja þar íil marg ar ástæður. Hvoru tveggja er, að Hveragerði er reist á einhverju mesta jarðhitasvæði landsins, þar sem nær óþrjótandi jarðhiti virðist til stðar á tkmörkuðu svæði, og ennfremur lega svæðisins, sem mð tilliti til dreifingar og s'ólu framleiðslunnar er ákjósanleg. Ylræktun í Hveragerði hófst um IWWWWWWWWWWWW næsta bæjar ★ NAFNANEFND hefur lagt til við byggingarnefnd, sem svo lagði aftur til við Borg- arstjórn, að í Vesturbænum verði framvegis götur, er heiti MEISTARAVELLIR, EYJARGATA og HÓLMS- GATA. Hins vegar hefur byggingarnefnd það til at- hugunar hvort Vesturbæing- um eigi að hlotnast sú náð að fá GOTASKJÓL, skammt fyrir neðan sundlaugina. íbúar í Blesugrófinni geta nú borið höfuðið hátt. í stað þess að þola þá niðurlæg- ingu að búa við A- eða B-göt- ur, verða þeir framvegis íbú- ar að STJÖRNUGRÓF, BLESUGRÓF, FLIIGUGRÓF, ÖLDUGRÓF, BLEIKAR- GRÓF og TOPPUGRÓF. iWWMWWWWWMWWW 1930, en það ár var byggt fyr-ita gróðurhúsið að Reykjum. í dag eru þar 36 gróðrarstöðvar. Samanlögð stærð þeirra er 36.390 ferm. eða meiri en Vá hluti af öllum gróður- húsum á landinu. Garðyrkjubændur eru nú farnir að sérhæfa sig í ýmsum greinum ylrækíar. Ingimar Sigurðsson garðyrkjubóndi í Fagrahvammi; ræktar nær eingöngu rósir á 5000 ferm svæði undir gleri. í garðyrkju stöð Baldurs Gunnarssonar er ein- göngu gúrkurækt í 1300 fermetra gróðurhúsum. Hefur Baldur náð ágætum árangri, sem sézt bezt á því, að í ár fékk hann fyrstu gúrku- uppskeruna rúmum mánuði fyrr en áður hefur ííðkast hérlendis. Paul Michelsen, sem orðinn er kunnur af pottablómarækt sinni, hefur gert íilraunir með banana- rækt og fékk af einu tré um ára- mót 28 kg. af stórum og góðum banönum. Einnig ræktar hann kakt usa í miklu úrvali og á nú um 100 tegundir. Af grænmeti og ávöxtum ber mest á tómötum, sem ræktaðir eru á ca. 5000 fermetra svæði í ár, gúrkur eru ræktaðar á 3500 íerm., gulrætur á um 2000 ferm. Auk þess er ræktað nokkuð af salati og steinselju. Sömuleiðis er vínviður á nokkur hundruð fermetrum. .— Frekar hefur dregið úr grænmetis- ræktinni, en blómaræktun hefur aukist í þess stað. Aðal ræktunar- jurtir í gróðurhúsunum eru nú rós- ir, nellikur, pottaplöntur, ilmskúf- ur (levköj), ljónsmunnur og asp- argus. Snorri Tryggvason formaður garðyrkjubændafélags Árnessýslu lét þess getið að verð á garðyrkju- vörum hérlendis væri mun lægra en t. d. i Danmörku. HÁTT UPPI ÞETTA er ekki misskilningur: mennirnir eru í lausu lofti. Og það sem meira er: þegar myndin er tekin eiga þeir eftir að falla nokkur þúsund fet. — Sexmenningarnir eru kennarar við aðal fallhlífastökkskóla brezka flughersisn. Á myndinni eru þeir að æfa sig undir sýn- ingarstökk á fyrirhugaðri flug- sýningu, þegar það er ein af list um þeirra að „Ieiðast“ langíeið- ina til jarðar! Stal 90 krónum í 10-eyringum INNBROT var framið í fyrrinélt i vcrzlunina Málning og járnvörur að Laugarvegi 23. Þjófurirn komsó inn í verzlunina með því að- lcsn rúðu í útihurð. Fór hann í peningalcassa, sem var opinn og tók þaðan rúmar hundrað krónur. Þá reyndi hann að opna hirzlu, sem var inn af verzluninni, og til þess notaði hann járnsagarblöð er hann íarin í verzluninni. Ekki tókst honum að brjóta þessa hirzlu upp. Þá hirti hann um 90 krónur í 10-eyringum, sem geymdir vora á skrifstofunni. Annað hafði iiann ekki upp úr krafsinu. Svona gerum ItWWWWWMMWWWWWMWWWWWWWWWWWWWWWWVW GOÐAFOSSMÁL IÐ FYRIR RÍTT í JUNÍMÁNUÐI AÐALFUNDUR Úrsmíðafélags íslands var haldinn 22. marz s.l. Fyrrverandi stjórn félagsins var endurkosin en hana skipa: Magn ús E. Baldvinsson formaður Björn Örvar gjaldkeri Ólafur Tryggvason ritari. _ Líklegt er að norðurlandamót úrsmiða (Nordisk Urmagerefor bund) verði haldið hér í Reykja vík á komandi sumri, og vinnur Úrsmiðafélag íslands að undir búningi þess. -. Gfs/i efshn h[á bindindismönnum GÍSLI Sigurbjörnsson, forstjóri Elliheimilisins Grundar, verðuv efsti maður á lista bindindismanna í Reykjvík í bæjarstjórnarkosning- unum í sumar. Þetta var tilkynnt á all fjölmenn um fundi, sem haldinn var í Góð- templarahúsinu s. 1. miðvikudags- kvöld. Freymóður Jóhannsson hatði framsögu af hálfu nefndar, sem hef ur undirbúið þetta mál. Hann saigði að efsti maður listans væri þegar ákveðinn, en að öðru leyti yrði listinn skipaður samkvæmt úrslit- um við prófkjör, sem hæfist þá á fundinum og héldi áfram næstu daga. , Jafnframt lýsti hann yfir, að all- ir sem vildu styðja slíkan lista, gætu tekið þátt í prófkjörinu. ENN er skrifað í New York-blöð- um um smyglið á írsku happdrætt- ismiðunum með Goðafossi. Al- þýðublaðinu hefur borizt New York blaðið World Telegram and Sun, frá 30. marz. Þar er skýrt frá því, að líklega verði smyglmálið tekið fyrir rétt um miðjan júní- mánöð. í blaðinu er enfremur skýrt frá því, að yfirvöldin vonist til að kom- ast að því hver aðalforsprakkinn sé í happdrættissmyglinu gegn um ' William Gardner, sem er eftirlits- | maður með uppskipun á vörum og var handtekinii í sambandi við Goðafossmálið. World-Telegram and Sun segir, að smyglið á írsku hapdrættismið- unum sé með meiri og dularfyllstu málum og' margt furðulegt komi í ljós þegar sú saga sé öll. Blaðið ræðir um sölu á happ- drættismiðunum, sem er ólögleg í Bandaríkjunum, og segir að þ«ð sé opinbert leyndarmál, að mið- arnir séu seldir í landinu og blöð- SLYS varð á Laugarásveginum klukkan rúmlega þrjú í gær. Ung- Iingsstúlka varð þar fyrir jeppa- bifreið, en mun hafa sloppið lítið meidd. Stúlkan var að koma út úr sölu- skýli, sem er á mótum. Sundlaugar vegar og Laugarásvegar. Gekk hún út á götuna fram fyrir stræt- isvagn, sem þar stóð. Jeppabif- reiðina bar þar að í sömu svifum og varð telpan fyrir henni. Kastað ist hún í götuna. Var hún flutt á Slysavarðstofuna, en við rannsókn kom í Ijós, að hún hafði sloppið nær ómeidd. in birti meira að segja skrá yfir vinningsnúmerin. Gefið er í skyn, að háttsettir em- bættismenn séu flæktir i málið og hafi séð svo um að ckkert hefur verið aðhafst til að koma í veg fyr- ir smyglið og sölu miðanna í Banda ríkjunum. Frh. af 1. síðta. réttann: við birtum sem sjá má mynd af kosningafréttinni, eáns og hún kom í Pravda. í norskum blöðum heiur verið komist svo aff orði, að þessar kosningar hafi ciginlega verið of vel heppnaðar - það er að segja til áróffurs erlenclis, þar sem menn séu vanir dá- lítið tæpari úrslitum. Það liggur við, að Aiþýðublaðið geti telriiff undir þá skoðun. En hvaff uiu það, hér hafið þið úrslitatöi!ur kosninganna í hinum fimmtán lýðveldum Sovétsambandsims. Þeim til Ieiðbeinlngar, sern ekki lesa rússnesku, skgj tekið fram, að númer sex, lýðveldiff Grúzia, skilaði glæsilegum ór- angri fyrir framboðslista komm- únista. Þeir fengu 99,91% at- kvæffa. Þarna var þátttakan láka bezt, þar sem aðeins 85 af rösk- lega 2,6 milljónum kjósenda sátu heima. Lökust var hins veg af útkoman í Eistlandi (neðst), þar sem aðeins 99,17% greidclra atkvæða gekk til kommúnista. í Eistlandi var kosningaþátttak- an líka hvað lélegust eða aff- eins 99.38%. Bændahallar gjald áfram? SAMKVÆMT ÓSK Búnaðarfé- lags íslands hefur landbúnaðar- nefnd neðri deildar alþingis lagt fram frumvarp um framlengingu á V2%-gjaldinu, sem lagt var á sölu- vörur Iandbúnaðarins og runnið hefur í bændahöllina. Er gert ráð fyrir því í frumvarp- inu, að gjaldið verði framlengt í 4 ár, frá 1962—1965 að báðum ár- um meðtöldum. í gerinargerð með frumvarpínu er birt bréf frá Búnaðarfélagi ís- lands. í því segir svo m. a.: Síðastliðin 4 ár fengu búnaðar- samtökin lögfest !/á% aukagjald vegna byggingar bændahallarinnar sem rann að 2/3 hlutum íil Búnað- arfélags íslands og að Vi til Stétt- arsambands bænda. Ástæðan fyrir því, að farið var fram á þetta fram Ig af bændanna hálfu, vai sú, að til byggingarinnar hefur aðeins fengizt lán til 10 ára með háum vöxtum og er því mjög óhagstætt. Auk þess hefur allur bygging.ir- kostnaður svo og verð á öllu inn- búi í hótelið stórhækkað á s. I. 2 árum, svo að allur kostnaður verks ins fer langt fram úr því, sem í upphafi var ætlað. Af þessu )eiðir að óumflýjanlegt er að fá nýtt lán til þess að geta lokið þessu stór- virki. Enn má geta þess, að þegar byggingarlánið var tekið, gerði Framkvæmdabankinn það að skil-- yrði, að hann fengi að tryggingu þetta framlag bændanna upp i- greiðslu vaxta, og skyldi það lagt inn á sérstakan bankareikning og má því telja víst, að sama krafa verði gerð gagnvart nýrr.i lántöku. 14. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 6. apríl 1962 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.