Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 16
I wwwwwmtwwwwM •k TRÉÐ hérna á myndinni er bananatré og af því feng- ust 28 kíló af banönum um áramótin. Garðyrkjubóndinn Paul Michelsen í Hveragerði hefur ræktað tréð í gróður- húsi sínu. Alþýðublaðið heim sótti g-arðyrkjubændur þar eystra í gær. — Sjá frétt á. 5. síðu. KÁÐIST var á Stefán Guðmunds 60H, innheimtumann hjá Raforku- •nálaskrifstofunni, aðfaranótt mið- vtkudags og hann rotaður og rænd «kr tugum þúsunda króna fyrir ut- éti. húsið heima hjá sér. Ennfremur Var bifreið hans stolið. Rannsóknarlögreglan skýrði Al- 4þýðublaðinu svo frá um atburðinn i- gærkvöldi: ,,í dag kom til rannsóknarlögregl mnnar Stefán Guðmundsson, inn- -tieimtumaður, Grjótagötu 10. Hann fikýrði svo frá, að s. 1. þriðjudags- ■kvöld liafi hann farið á veitinga- -tiúsið Naust gsamt kunningja sín- ,tim og þeim dvalizt þar til rúmlega t2 á miðnætti. Stefán kvaðst hafa verið all ölv- aður er hann hélt heimleiðis og fcunningi hans fylgt sér heim að .garðshliðinu. Þar urðu þeir við- j ekila og hélt Stefán heim að hús-1 inu. En upp frá því man hann ekki tveitt fyrr en hann vaknaði liggj- audi í blóði sínu á tröppunum. Honum tókst að komast inn til «ín, þar sem hann náði í hand- fciæði og vafði um höfuð sér til að stöðva blóðrennsli, sem kom frá CVöðusári á höfðinu. Stefán fót út til að reyna að ^bnnast til Iæknis, en man síðan ekki eftir sér fyrr en hann vakiíaði S Sylsavarðstofunrii. Á miðviku- dagsmorgun varð hann þess var, er líánn fór að athuga föt sín, að pen- ingaveski hans var horfið,-en í því VOru 4—5 þúsund krónur í pening um og nokkur tugir þúsunda í á- visunum, stíluðum á Raforkumála- «krifstofuna og fleiri fyrirtæki í Reykjavík. Ennfremur höfðu bíl- iyMar verið teknir úr vasa hans. Stefán lá á Slysavarðstofunni þar til á fimmtudagsmorgun (í gær). Þegar hann kom heim til sín fór tiann að gá að bíl sínum, sem hann fcafði lagt á bílastæðið við Aðal- stræti. Bíllinn var þá horfinn. Það er Volkswagenbíll, R-10702. Bíll- inn fannst síðar í Vallarstræti, þar sem hann stóð opinn og hafði ekki verið tengt beint á hann, heldur notaður lykill. Upplýst er, að ungt fólk ók Stef- áni á Slysavarðstofuna aðfaranótt miðvikudags. En Jögreglan biður fójk, sem hefur orðið vart við Stef- án frá klukkan Í2—1,30 aðfaranótt miðvikudags, eða menn sem hafi getað gert honum mein, eða ferð- ir R-10702, að hafa strax samband við lögregluna. FLOKKURINN ★ VIÐ SPILtTM í KVÖLD í I Ð N Ó . — Spilakvöld- ið hefst klukkan 8,30, að venju. Afhent verða verðlaua í fimm kvölda spilakeppn- inni. Sigurjón Sæmundsson, bæjarstjóri á Siglufirði, flyt- ur ávarp. Fjölmennið tíman- lega. Skemmtinefnd Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur. WWMWWWVWMWVVW * Kraía Landssambands ísl. verzlunarmanna um inngöngu í ASL- dagur til HAB- dags! KAUPIÐ MIDA ÚR BÍLNUM í AUSTURSTRÆIl MUNIÐ: AÐ- E3NS 5,000 NÚMER! IIÆSTIRETTUR liefur fellt úr gildi frávísun Félagsdóms á kröfu Landssambands íslenzkra verzlun- armanna um, að Félagsdómur taki til meðferðar inntökubeiðni LÍVr í Alþýðusamband íslands. Leggur Hæstiréttur fj-rir Félagsdóm að taka málið upp að nýju og kveða upp efnisdóm. í dómi Hæstaréttar segir svo: „í máli því, sem vísað var frá Félagsdómi, er um það deilt, hvort Landssamband íslenzkra verzlunar manna eigi lögvarinn rétt tii að gerast félgsaðili í Alþýðusambandi íslands. Úrlausn þessa sakarefnis er komin undir skýringu og fyll- ingu samkvæmt venjulegum lög- skýringarreglum á ákvæðum laga um stéttarfélag og vinnudeilur nr. 80/1938. Félagsdómur á sem sór- dómstól! eftir greindum lögum að veita efnisúrlausn um þennan á- greining, þ. e. hvort lögmæt hafi verið synjun Alþýðusambandsins á inngöngubeiðni Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna, sbr. 1. tölulið 44. gr. laga nr. 80/1938. — Ber því að fella hinn kærða frá- vísunardóm úr gildi og vísa málinu til Félagsdóms til meðferðar og uppkvaðningar efnisdóms. Eftir atvikum er rétt, að kæru- málskostnaður falli niður. D ó m s o r ð : Ilinn kærði frá- vísunardómur er úr gildi felldur, SOKK SMATT ATT DREMGUR FAST- UNGUR drengur komst í bráðan lífsháska í gær í Kópavogi. Festist hann í Ieirleðju úti í voginum og sökk þar nærri því og gat sig hvergl Iirært. — Vildi það Iionum til happs, að hann hafði með; sér sleða, sem han ngat staðið á, og sökk því mun hægar en ella. Lög- regluþjónn varð var við drenginn Framh. á 11. síðu og vísast málinu til Félagsdóms tjt meðferðar og uppkvaðningar efn- isdóms. Kærumálskostnaöur fellur niff- ur“. Áki Jakobsson, hrl. flytur málið ;(ý.riir Landssamband ísl. verzl- unarmanna, en Egill Sigurgeirsson fyrir Alþýðusambandið. Dómur Hæstaréttar er mjög merkur, því rétturinn viðurkcnn- ir í raun, að launþegasambönd geti átt rétt' til inngöngu í heildarsam- tök laúnþega á sama hátt og áður hefur verið viðurkennt, að einstakl ingar eigi rétt til inngöngu í verka lýðsfélög, ef þeir fullnægja skil- yrðum '.til að vera í þeim. Rétt er að geta þess, að alls stað ar á Norðurlöndum eru sambönd verzluriarmanna meðlimir í heildar samtökum launþega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.