Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 2
Mtstjórar: GisLl J. Ástþórsson (áb.) og Benedlkt GrSndal. — ASstoSarritstjóri: Björgvin GuSmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — ASsetur: AlþýðuhúsiS. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu B—10. — ÁskriftaFgjald kr. 55.00 á mánuöi. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef- andi: Aipýðufiokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Skráning sjómanna VIÐ UMRÆÐUIl á alþingi undanf ama daga hef ur verið upplýst, að lögskráningu sjómanna á fiski skip sé mjög ábótavant. Er hér um alvarlegt mál að ræða, sem taka verður föstum tökum, enda eru mikilvægir hagsmunir sjómanna sjálfra og fjöl- skyldna þeirra í veði. Þess er skammt að minnast, að heil skipshöfn fórst án þess að 'hún væri löglega skráð á skip sitt. í annan stað hefur borizt frá íslenzkum ræðismanni í Þýzkalandi alvarleg kvörtun um að íslenzkir sjó- tmenn séu yfirleitt ekki rétt skráðir, hafi ekki til skilríki og komist því oft í hin mestu <vand ræði í framandi landi, þar sem nákvæmni er kraf- izt, en menn skilja ekki íslenzkan trassaskap. Þá mun vera algengt, ef sjómenn ganga úr skip- rúmi á miðri vertíð, að tekinn sé annar maður án þess að hugsað sé um lögskráningu hans. Þannig •erudæmin óteljandi um<vanrækslu skráningarinn- ar. Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi þess efnis, að við lögskráningu skuli leggja fram skilríki fyrir þeim tryggingum sjómanna, sem tilskildar eru í kjarasamninum. Augljóslega er þetta ákvæði 4ítil trygging, ef skráning verður í framtíðinni van rækt eins og hingað til. Vörn eða voði? KOMMÚNISTAR endurtaka í sífellu þann áróð- ur sinn, að þátttaka íslendinga í Atlantshafsbanda- laginu kalli kjamorkuárás yfir þjóðina og sé henni fvoði en ekki vörn. Þetta er fjarstæða af eftirfar- andi ástæðum: 1) ísland hefur hernaða-rlega stórþýðingu í átök- um milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Reykjavík er á miðri línu milli New York og Moskvu. 2) Væri ísland hlutlaust og varnarlaust, þegar ó- friður brytist út, mundu styrjaldaraðilar þreyta kapphlaup um að ná landinu. Hlutleysi og varnarleysi eru öruggasta leiðin til að gera ísland að vígvelli. 3) Sá, sem byrjar kjamorkustyrjöld, mundi fyrst og fremst ráðast á kjarnorkustöðvar hins aðil- ans. Hér á íslandi eru engin kjarnorkuvopn eða aðstaða t:l árása. Þess vegna er öryggi íslend- inga bezt tryggt með því að hafa landið varið - en kjarnorkuvopnalaust. 4} Samtök og styrkur Atlantshafsbandalagsins I halda kommúnistum í skefjum og tryggja 1 ? heimsfriðinn. ísland er mikilvægur hlekkur í I þessari varnarkeðju — og Íslendingum vörn í keðjunni í heild. * 2 *6. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ HANNES A HORNINU ★ Bréf, sem vakið hefur athygli. ★ Eru sjávarafurðir okk- ar eitraðar? ★ Bréf af tilefni erindis í útvarpinu. BREF LOGREGLUMANS, sem ée birti í gær, hefur vakið mikla athygli. Þó sagði hann ekki frá öðru en því, sem allir vita. Sívax andi vandræði stafa af taumlausu áfengisflóði og vxandi deyfilyfja notkun. Ég hef áður sagt það, að ég efst um að nokkur æska sé í eins mikilli hættu vegna deyfi- lyfja og okkar æska, og er síðar hægt að rekja ástæðurnar fyrir því. Bráðlega birti ég annað bréf um líkt efni: örvæntingu fjöl margra heimila út af útivist og lauslæti telpna. Það bréf er frá föður. J.H.G. SKRIFAR: „Það var rétt hressileg demba, sem Óttar nokkur Hansson, fiskiðnfræðingur, liellti yfir vesalings þjóðina sína í þætt inum um fiskinn í útvarpinu 30. marz sl. Erindi hans fjallaði um hreinlætisástandið í fiskiðnaðinum og voru lýsingar hans svo ógn- þrungnar og hryllilegar, að fiskát á íslandi hlýtur hér eftir að flokkast undir vísvitandi tlraunir til sjálfs morðs og útflutningur á ísl. fiski að teljast til vandlega skipulagðra ráðin bót á þeim dæmafáa óbrifn- fjöldamorða, nem skyndilega verði aði, sem maðurinn sagði, að fisk framleislan velti sér í frá fyrstu til síðustu handar. EN ÞAÐ VAR nú ekki að heyra á piltinum, að leiðin til úrbóta á því sviði væri auðhlaupin. Manni skildist helzt, að fyrsta skrefið í hreinlætisáttina væri hvorki meira né minna en víkj frá störfum öllum hreppsnefndum og bæjarstjórnum í landinu og síðan sjálfri ríkis- stjórninni! ÞESSI FISKIÐNFRÆÐINGUR virtist hafa gert þá „vísindalegu" uppgötvun, að ráðmenn bæjar- og (sveitarfélaga væru mjög íhalds samir á vatn til iiskvinnslustöðv- anna, og af og frá að þeir fengjust til að láta af hendi gott og heil næmt vatn, enda hilltust þeir til að seilast eftir yfirborðsvatni úr vatnsbólúm, sem jafnframt væru baðstaðir fyrir búsmala og veiði- bjöllu! Og ríkisstjórnin fengist ekki einu sinni til að lækka tollá á handþurrkupappír, svo að hann yrði fluttur inn handa starfsfólki frystihúsanna, til þess >að það mætti þurrka sér um hendurnar eftir að hafa farið á salerni. ÞAö MÁ SJÁLFSAGT leiða mörg rök að því, að þrifnaði á ís landi hafí löngum verið ábótavant. Þó liggur í augum uppi, að á því sviði hafa orðið stórstígar og al mennar framfarir á síðari árum. En þrátt fyrir það munum við samt standa nokkuð að baki þeirra þjóða, sem lengst eru komnar í hreinlæti, og má e.t.v. þar til nefna matvælaframleiðluna fyrst og fremst. Skýrslur um barnadauða á íslandi virðast þó ekki bend til þess, að þjóðin Iifi á mjög bráð drepandi óhreinindum nú á ofan- verðri 20. öld. MEÐ ÞESSUM LÍNUM skal síð ur en svo amast við því, þótt lærð- ir menn á sviði heilbrigðismála og matvælaframleiðslu brýni fyrir þjóðinni nauðsynlegt hreinlæti. Þvert á móti telur sá, sem þessar línur ritar, að sú skylda hvíli á þeim mönnum, að þeir láti ekkert tækifæri ónotað til að fræða al menning um þessi mál og hjálpi þjóðinni með góðum ráðum og leiðbeiningum til að ráða bót á því, sem miður fer. ÞAÐ ER ALLS EKKI NÓG a» sitja með sveittan skallann á rann sóknrstofum í Reykjavík og remb ast þar við að telja milljánir af misjafnlega banvænum gerlum og hlaupa síðan endrum og e ns más andi og blásandi í útvarpið meS hroðalegar lýsingar á ástandinu kryddaðar sleggjudómum um menn og málefni. Gerlafræðingar og fiskiðnfræðingar í þjónustu ríkis ins og atvinnuveganna ættu t.d. að leggja oftar land undir fót og heimsækja í eigin persónu byggðar lögin. íj BÆJAR- OG SVEITARFÉLÖG sem eru svo ógæfusöm að eiga enga Gvendarbrunna, mundu áreið anlega taka þeim vel. Þau mundu fagna því, ef slíkir menn gætu bent á færa leið til að íyrirbyggja eoly-gerla í yfirborðsneyzluvatni, Framhald á 12. síðo. Spur Cola er belra cola Spur Cola er nyjum umbúðum H.í. Olgerðin Skallagrímsson Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.