Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 3
er nú a ALGEIRSBORG og PARIS, 5. apríl. Margt þykir benda til þess, að þolinmæði Serkja í Alsír sé nii á þrotum, en til þessa þykja þeir hafa sýnt aðdáunarverða stillingu þrátt fyrir ögranir og liryðjuverk OAS-samtakanna. Þeir hafa liing- að til hlýtt tilmælum útlagastjórn arinnar um að sýna þolinmæði og stillingu. En í Vestur-Alsír lögðu þeir í dag til atlögu gegn evrópsk- um mönnum eftir morðárás OAS- samtakanna. í dag voru tveir Serkir felldir í Algeirsborg og þrír í Óran. OAS- menn skutu á serkneska vegfar- endur, og enn voru framin banka- rán, bæði í Algeirsborg og Óran. Alls munu OAS-menn hafa rænt 100 milljón frönkum í þessum tveimur bankaránum, og hefur nú flestum bönkum í Algeirsborg verða lokað. Frá áramótum hafa OAS-menn rænt sem svarar344 millj. ísl. kr. úr bönkum. Enginn bankaræningi hefur verið hand- tekinn. í Óran hafa 250 evrópskir menn flúið borgina síðan flugherinn tók að sér stjórnina á flugvelli borg- arinnar, þar sem nú er hafður strangur hervörður og flutt til Frakklands. Áður þorði fólk ekki að flytja burt úr borginni af ótta við OAS, sem gáfu út sérstök vega bréf handa þeim sem vildu flytja- úr landi. í bænum Sidi Bel Abbes í Vest- ur-Alsír skutu OAS-menn á Serki á markaðstorgi bæjarin's í dag. OAS-mennirnir skutu úr biffeið- um sínum, og Sidi Bel Abbes er ein höfuðbækistöð frönsku útlend-1 ingahersveitarinnar. Serkirnir trylltust og þutu þús undum saman til hverfis evr- ópskra manna í bænum. Þeir vörp MUIMMWiWmMMMMUUWl ÞETTA er vélbáturinn Vörð ur í björtu báli út af Garð- skaga síðdegis í gær. Áhöfn in varð að forða sér í gúm- bátinn, en var síðar tekin um borð í Reyú frá Akra- nesi Vörður s;ibk um klukk an 11.15 í gæ,-kvöliíi eftir miklar tilraunir til að slökkva eldinn. Varnarliðið tók mynd ina úr flugvél. — Sjá frétt á forsíðu. uðu sprengjum á veitingahús, þar sem m. a. margir hermenn úr út- lendingahersveitinni voru saman- komnir, og beittu lagvopnum. — OAS-menn vilja einmitt æsa Sérki gegn Frökkum, svo að OAS geti barist með franska hernum gegn Serkjum. Frakkar fagna friði I Alsír, en fögnuður þeirra er bundinn trega vegna þess, að þessi friður þýðir án efa endalok frönsku útlcndinga liersveitarinnar, segir í Parísar- frétt frá UPI. í'egar Alsírvandamálið er út- kljáð verður útlcndingahersveitin send burt frá Norður-Afríku og dreift um hinar fáu nýlendur, sem Frakkar eiga enn eftir. Hersveit- in getur ekki snúið aftur til Frakklands vegna þess, að 131 árs gamall sáttmáli bannar það, en þótt sáttmáli þessi væri ekki til væri liarla ósennilegt að de Gaulle leyfði hersveitinni að vera í Frakklandi sjálfu vegna þátts hennar í hinni mislieppnuðu bylt- ingu í Alsír 1960. Hersveitinni var elcki leyft að taka þátt í hergöng- unni á vopnalilésdaginn í fyrsta sinn. En það sem herniönnum út- lendingaliersveitarinnar sveið sár ast var, að þeim var bannað að 4 Framhald á 14. síðu DAMASKUS, 5. apríl: ZAHREDDIN, yfirmaður sýr- lenzka hersins sagði í Damaskus í dag, að liann mundi skipa nýja stjórn herforingja til þess að leysa vandamál Sýrlands. Ilann sagði, að allir hópar hermanna I landinu styddu mennina í þessari nefnd, en hún ætti m. a. að atliuga möguleikana á því, að Sýrland sameinist frjálsum Arabaríkjum. Tilkynnt var í Damaskus í dag, að aðeins tveir liðsforingjar hefðu fallið í uppreisninni í Aleppo í Norður-Sýrlandi í þessari viku. Það væri rangt, að margir hefðu fallið eða særzt í Aleppo. Það hefðu verið egypzkar útvarpsstöðv ar, sem aöallega hefðu flutt þessa frétt, en tilgangurinn hefði aug- ljóslega veriö sá, að fá Sýrlend- iinga til þess að berjast gegn Sýr- lendingum. Forsætisráðherra Jórdaníu sagði í Amman í dag, að Jórdanir hétu Sýrlendingum því, að berjast við hlið þeirra gegn utanaðkomandi á- rás. Jórdanir hefðu ekkert hafzt að meðan á uppreisninni í Aleppo stóð, enda vildu þeir ekki hlutast til um málefni Sýrlands. Forsætisráðherrann kvaðst ætla, að valdhafarnir í Kaíró hefðu á einhvern hátt komið vandræðun- um af stað í Aleppo. Frá New York berast þær frétt ir, að fulltrúi Frakka í öryggisráði SÞ telji sig ekld hafa nægar sann anir fyrir því hvort það hafa ver- ið ísraelsmenn eða Sýrlendingar sem hafi átt upptökin að landa- mæraskærunum við Galílcuvatn I fyrra mánuði. Deiluaðilar hafa sakað hvorn annan um að eiga upptökin, en Frakkar telja, að báð ir séu sekir. Háttsettur fulltrúi SÞ skýrði öryggisráðinu frá því, að ekki lægju neinar sannanir fyrir því, að ísraelsmenn hafi verið árásar- aðilinn, ísraelsmenn kváðust áður hafa gert árás á virki Sýrlendinga, en þaðan hefði verið skotið ó ís- raelska fiskimenn á Galíleuvatni. Nilson for- sfjóri S.A.S. Karl Nilson, undirforstjóri skándínavíska flugfélags- ins SAS hefur verið skipað- ur forstjóri félagsins. Hann var um margra ára skeið for stjóri skrifstofu SAS í Ind- landi, ALÞYÐUBLAÐIÐ - 6. apríl 1962 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.