Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 06.04.1962, Blaðsíða 15
að staðaldri en var mjög ham imgjusamur. Og svo fékk hann smáhlut- verk. Hann átti að 'segja þrjú orð: „Gott kvöld herra.“ Clark sagði að þetta hefði verið það hlutverk sem hefði veitt hon um mesta ánægju í lífinu. Margar vikur liðu svo að hann lifði á drykkjupening unum einum. Jeannie hafði á- hyggjur af honum og sendi hon um matarpakka og lieimabakað brauð. Gable eldri heimtaði að hann kæmi tafarlaust heim. Hann skildi ekki að nokkur mað ur vildi vinna kauplaust. En Clark fannst það óhugsandi að hætta að lifa í þessum bjarta nýja heimi. Jeannie dó næsta ár. Clark fór lieim til að vera við hlið henn ar síðustu augnablikin. Missir hennar hafði mikil áhrif á hann. „Mér fannst ég liafa misst •minn bezta vin“, sagði hann. Eftir að jarðarför hennar liafði farið fram reifst hann aft ur við föður sinn og í þetta skipti var engin Jeannie til að taka Clarks hlut. Olía hafði fundist í Okla- homa og faöir Clarks ákvað að selja búgarðinn og leita aftur á fund sinnar fyrri ástmeyjar — olíunnar. Hann vildi að Clark færi með sér, en Clark neitaði. „Ég vil ekki hætta við leik húsið“, sagði hann. ,,Ég ætla að fara til New York.“ Pöður hans fannst þetta óðs manns æði. „Ég sagði honum að ég skildi gera mann úr honum þegar fiann væri orðinn þreyttur á þessum landeyðum", sagði Gabic eldri. ■ Kreppan var hafin þegar Clark ,kom til New York. Hæfi leikaríkir ungir leikarar uxu á trjánum. Clark komst að því að það dugði skammt að hafa leik ið smáhlutverk úti á landi. Eft ir marga vikna snap fékk liann vinnu við að kalla á leikara í Plvmouth leikhúsinu. Clark var í sjöunda himni. Loksins var hann kominn í leikhúsið þá liann fengi ekki að leika þar. Leikritið hét „Trúðurinn' og stjörnurnar voru John og Lionel Barrymore. Frumsýning var 19 scptember 1919. Kvöld eftir kvöld barði ákafur ungur dreng ur með virðingu að dyrum hjá Barrymore bræði,»unum. ,,Þér eigið að koma á sviðið eftir hálf, t(íma herra.“ Bræðurnir sýndu Clark bæði vinsemd og áhuga og seinna meir átti það eftir að hafa mikla þýðingu fyrir fram tíð Ciarks hve góður ~ vinur Lionel reyndist honum. . Lcikrit þetta gekk eitt hundr að sjötíu og níu sinnum og þá varð Clark aftur atvinnulaus. Hann bjó i herbergi á stærð við skáp og borðaði á pylsubörum þegar hann eignaðist peninga. Sparifé hans hvarf eins og dögg fyrir sólu og hann fékk ekkert að gcra. Það var enga vinnu að fá fyrir hávaxna, dökkhærða við vaninga sama hvernig þeir létu. Ciark neyddist til að gefast upp. Hann ákvað að leita til föð ur síns og fara í olíuleit um stundarsakir. En hann var ekki hættur við leikhúsið. Hann ætl aði aðeins .að „hvíla“ sig um stundarsakir. Gable eldri vann rétt hjá Oklahoma. Það gladdi hann mik ið að fá Clark til sín. Clark, var ráðinn sem viðvaningur fyrir tólf dali á dag. I-Iúsnæðið var frumstætt. Þeir sváfu í tjöldum, maturinn var fábrotinn og dýr og kuldinn var mikill. Það var erfitt að bora eftir ol íunni. Verkfærin voru gamal- dags og úr sér gengin og skýlin voru hörlegir skúrar þegar beðt lét. Viðvaningur er. sendilllinn og þúsundþjalasmiðurinn. Hann verður að hlýnast fyrirskipunum allra. Clark hjó við til að halda eldinum við, hann syeiflaði þung um hamrinum samkvæmt skip- un smiðsins, hann stakk þung- um pípunum á sinn stað þegar honum var skipað að gera það. Hann vann við allt sem gert var. Herðar hans urðu breiðari af erfiðri vinnunni hann varð stæltur — og hann lagði peninga fyrir, því aldrei gleymdi hann draumum sínum um leikhúsið. Ári seinna las Clark i blöðun- um að verið væri að stofna leik flokk í Kansas City. Hann til- kynntí þá ávörðun sína að hætta við olíuna og leita á fund þeirra. Þetta var gífurlegt áfall fyrir föður hans. Aftur lenti þeim saman og rifrildið var hávært og langvinnt. „Ég sagði helvítist nautinu að hann skildi ekki koma aftur ef hann færi frá mér í þetta sinn“, sagði Gable eldri. „Ég var bú- inn að fá nóg af honurn". Clark fór sína leið. Það liðu fimm ár áður en faðir hans frétti aftur frá honum. 3. Þessi nýi leikflokkur sem nefndi sig „The Jewell Players" tók Clark upp á arma sína og átti hann að fá tíu dali í laun á viku og auk þess 'var honum lofað hlutverkum þegar þau féllu til. í tæp tvö ár ferðaðist þessi leikflokkur um og IVk í smáborg unum. Clark spilaði á hornið sitt í hljómsveitinni, hann rak niður tjaldhælana og hann lék. „Ég liélt að ég væri leikari _ en þeir réðu mig aðeins vöðv- anna vegna", sagði hann. Leikflokkurinn var alltaf á barmi gjaldþrots. Veturinn 1922 var mjög kaldur og flestir leik- aranna sendu neyðarskeyti heim. Clark var jafnvel að hugsa um að skrifa föður sínum en minningin um rifrildið var hon um enn of rík í minni og hann fór með lest vestur á bóginn þar sem hann fékk. vinnu við skógar högg. Eftir þriggja mánaða vinnu hafði lian# lagt það mikið fé fyrir að hann hætti á að fara til Portland, sem var stórborg og þar sem hann áleit að auðvelt yrði að finna leikhús. í Portland fékk hann vinnu sem afgreiðslumaður í karl- mannafatabúð. Samstarfsmaður hans Earle Larimore stjórnaði áhugamannaleikflokki og hann lét Clark fá smáhlutverk í einu leikritinu. Seinna stofnuðu þeir farandsleikflokk og Clark sagði fúslega upp vinnunni til að flakka með hinum. Hann fékk aldrei meira en fáeina dali í laun á viku og brátt varð þessi leikflokkur einnig gjaldþrota. Clark fór aftur í erfiðisvinnu en nvji var hann orðin'n ástfang- inn. Stúlkan var meðleikkona hans Franz Doerfler og þegar Clark hafði lagt hundrað dali fyrir bað hann Franz að gift- ast sér. En Franz fannst Clark eiga nægilega erfitt með að fram fleyta sjálfum sér þó ekKi bætt ust kona og jafnvel börn ofan á svo hún benti honum á að framtíðarhorfurnar væru ekki góðar og neitaði bónorðinu. Sár og leiður lagði Clark land undir fót til Portland og vann þar um stund hjá bifreiðaverzl un. Síðar féklc hann vinnu hjá símanum og dag nokkurn var hann sendur til að gera við síma línuna í hinum nýja leikhúsi sem var undir stjórn Josephine Dill- on. Eftir að Clark hafði lagfært símalínuna stóð hann fyrir aft an bekkina og horfði á ungfrú Dillon stjórna leikurunum. Þeg ar þátturinn var á enda talaði hann við hana og sagði henni hvílíkan áhuga hann hefði fyrir leikhúsinu og hann hefði leikið í Montana. Josephine fékk áhuga á hon- um og bauð horvam að koma til sín. Einu sinni enn hitti Clark þvi konu sem átti eftir að hafa varanleg áhrif á framtíð hans. Josephine Dillon var nýkomin til Portland. Hún kom þangað upphafilega til að leika á móti Edward Everett Horton en í- iengdist og næsta haust gat að lesa í dagblöðum bæjarins aug lýsingar frá henni um leikskóla og leikflokk hennar. Auk þess sem Josephine var hæfileikarík og velmenntuð leikkona hafði hún kennt leiklist og framsögn og þegar þau Clark hittust var hún þrjátíu og sex ára — þrosk uð kona, dugleg og nákvæm. Hún sá hæfileikana sem bjuggu í þessum herðabreiða unga manni og ákvað að hjálpa hon- um. Josephina fann að mjög þurfti að lagfæra rödd Clarks þar sem rödd hans lá hátt eins og títt er um stóra menn og auk þess voru áherzlur hans rang- ar. Og með tímanum tókst henni að dýpka rödd Clarks og eftir Jean Carceau næsta haust útvegaði hún hon , um stööu söngvara í hátel Por- i land. Clark söng að vísu ekki vel * en ríkar gamlar konur senj dvöldu á hótelinu gerðu sig á- ‘ nægðar með að horfa á þennan failega unga mann. Ungfrú DiH ' on lét hann dagskránni á hverju kvöldi með „Mother. Machree'* og það hafði sín áhrif. Á meðan þessu för fram hélt Josephine áfram að kenna Clark leiklist. Þau lásu leikrit saman ‘ og hann lék í öllum þeim leik- , ritum sem leikhús 'hennar sýndi 5 og undir öruggri handleiðslu , Josephine og góðri kennslu henn ar fór Clark að læra undirstöðu , atriði leiklistarinnar. Hún ■ kenndi honum hvernig átti að koma inn á svið, samleik og ein leik ... Sumarið 1924 ákvað Josephine að fara til Los Angeles. Hún skrifaði Clark þaðan og sagðist álíta að hann gæti fengið hlut verk í einhverju af leikhúsum Kaliforníu. Clark fór tafarlaust til Kali- forníu. Draumar hans um að verða leikari voru i þann veg- inn að rætast. Honum fannst Josephine vera leikhúsið holdi klætt og því þarf engan að undra ' að þau giftu sig 13. desember 1924. Þau fluttu inn í litla í búð og Josephine fékk atvinnu við að lesa handrit fyrir Palmer Photo . play Corporation og auglýst eft ■ ir leiklistarnemendum. Clark 1 keypti sér notaðan bíl fyrir Ævisaga CLARK GABLE Caroie Lomhard var þriðja konar Clarks. Þau voru ákaflega ást- fangin og hinir mestu ærslabelgir. Carole fórst í flugslysi r strtff- . inu, þegar hún var a<J fara að skemmta hermönnum. , ALÞÝÐUBLAÐIO - 6. apríl 1962 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.