Alþýðublaðið - 18.04.1962, Blaðsíða 3
Norðmenn gefa út
nzkar bækur
OSLO
Á FUNDI í Norsk Islandsk Sam-
band í Oslo nú nýlega, skýrði Tön-
nes Andenæs, framkvæmdastjóri
norska Háskólaforlagsins frá því,
að í bígerð væri að gefa út nýjan
flokk af ísleuzkum bókum í
norskri þýðingu. Munu Háskóla-
forlagið og norsk-íslenzka félagið
hafa með sér samvinnu um útgáf-
una.
Formaður félagsins, Halvard
Mageröy, lýsti yfir ánægju sinni
með þessar fyrirætlanir og sagði
að fyrsta bókin í útgáfuflokknum
myndi væntanleg á þessu ári, en
700 ár væru nú liðin síðan íslend-
ingar gengu Noregskonungi á
hönd. Sagðist hann vona að út-
gáfan yrði ánægjulegri fyrir
menningarsamband Norðmanna og
YTTIR
Á GHANA
Oslo, 17. apríl.
NORÐMAÐUR, Erik Viig að nafni,
sem fenginn var af Ghanastjórn
til að stjórna uppbyggingu fisk-
veiða Ghanamanna, hefur nú
snúið aftur til Noregs og er hann
afar vonsvikinn yfir dvöl sinni
þar syðra. Segir hann, að spilling-
in hjá stjórnvöldum í Ghana, æðri
sem lægri, sé svo stórkostleg, að
ekki sé þar liægt að gera neitt af
viti. Auk þess sé nú ríkiskassinn
hjá Ghanastjórn tómur, svo að
sjálfhætt sé við allar áætlanir um
uppbyggingu fiskveiðanna.
Sem dæmi um spillinguna, seg-
ir Erik Viig, að ráðherrarnir hafi
aðeins athugað áætlanir hans moð
það fyrir augum að þeir gætu
grætt eitthvað á þeim sjálfir. Þeg-
ar Erik tjáði þeim, að hann sæi
ekki leið til þess að þeir gætu i
hagnast persónulega á leiðbein-
ingastarfl sínu við innfædda fiski-
menn flýttu viðkomandi ráðherr-
ar sér að setja honum stólinn fyr-
ir dyriiar.
Tveir norskir skipstjórar höfðu
farið með skip sín og áhafnir til
Ghana í því skyni að stunda það-
an fiskveiðar í samvinnu við þar-
lenda. Kom brátt í Ijós, að Ghana
menn höfðu lítinn áhuga á fisk-
veiðunum, en voru þeim mun á-
stundunarsamari við að hafa fé af
Norðmönnunum.
Þegar fé Norðmanna var þrotið,
var öðrum skipstjóranum, Knut
Kemöy varpað í fangelsi og hald
lagt á skip hans. Eigandi skipsins,
Hans Remöy, fékk þá einkalög-
fræðing Nkrumah fo~°e*a til að
taka að sér málið. F’-afðist lög-
fræðingurinn eitt þúsund ster-
lingspund (120 þúsund kr.) fyrir
viðvikið, áður en liann hæfist
handa. Fékk hann peningana
greidda, en þá kom í ljós að hann
var stórkostlegasti svikahrappur-
inn af öllum svörtu skálkum.
Það var ekki fyrr en norska utan
ríkisþjónustan skarst í málið, að
Knut Remöy var látinn laus og
skip hans leyst úr haldi. Er hann
nú á leið til Noregs.
BÖR Á SVIÐI
Ólafsfirði, 17. apríl.
LEIKFÉLAG Siglufjarðar kom
hingað í heimsókn um helgina og
sýndi „Bör Börson“ fyrir fullu húsi
í félagsheimilinu Tjarnarborg.
Þetta er önnur heimsókn L.S. í
vetur, en leikfélögin á Sigulfirði
og Ólafsfirði sýna oft til skiptis í
hvorum stað, og er hér um góða
kynningu að ræða. — R.M.
íslendinga, en þeir atburðir, sem
gerðust 1262.
Háskólaforlagið hefur þegar
gefið út 2 bækur í bókaflokki sem
nefnist „Universitetsforlagets Is-
landsserie”. Eru það bók próf Ein-
ars Ól. Sveinssonar um Njáls sögu
og bók með ritgerðum eftir próf.
Ólaf Lárusson. Verið er að þýða
til útgáfu í þessum bókaflokki, rit-
gerðarsöfn eftir þá Kristján Eld-
járn og Sigurð Norðdal.
Af öðrum bókum um íslenzk
efni, sem Háskólaforlagið hyggst
gefa út, má nefna íslendingasögu
próf Jóns Jóhannessonar I —II,
bók eftir bandarískan prófessor
um skyldleika norsku og íslenzku
og bók eftir kanadískan prófessor
um fiskveiðideiluna.
Háskólaforlagið gefur nú út
fleiri bækur, en nokkuð annað út-
gáfufélag í Noregi, milli tvö og
þrjú hundruð bækur á ári.
Er ánægjulegt, að forráðamenn
þess skuli leggja jafn mikla rækt
við menningarsamband Norð-
manna og frændþjóðarinnar í
vestri. Er það einkum að þakka
hinum ágæta framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, Tönnes Andenæs.
★ OTTAWA: — Diefenbaker,
forsætisráðherra Kanada, til-
kynnti í dag á Kanadaþingi, að
þing yrði nú rofið og efnt til
kosninga 18. júni n. k. Sagði
hann að stjórnarndstæðingar
hefur haldið uppi slíku mál-
þófi á þingi að stjórnin hefði
ekki getað komið stefnumálum
sínum áleiðis. Væri hún því
neydd til að rjúfa þing og efna
til nýrra kosninga. Stjórnar-
andstæðingar undir forustu
Lester Pearson voru ánægðir
með ít'.vörðun Diefenbakers',
enda eiga þeir nú vaxandi fylgi
að fagna.
4VVWtVWMWWWWWMWWWWtttVVMWVWWWWWtWVtV
NIKITA Krústjov varS 68 ára
í gær. Ekki voru nein hátíSahöld
í tilefni dagsins og ekki var
minnst á afmælið í sovézkum blöð
um. Erlendir leiðtogar, þar á með
al Tito, einvaldur Júgóslavíu,
sendu honum hiýjar afmælisósk
ir. Krústjov mun sennilega hafa
dvalizt með fjölskyldu sinni á
sveitasetri, sem þau eiga,
skammt utan við Moskvu.
í vestrænum blöðum hefur ver
ið rætt um það upp á síðkastið, að
heilsu Krústsjovs sé farið að
hraka. Vaxtariagið getur líka tæp
ast talið heilsusamlegt, — en
Krústjov er að sögn 110 kg. að
þyngd, en hins vegar aðeins 165
sentímetrar á hæð.
Á myndjnni sést Krústsjov f
góðum félagsskap.
Biskup varar
við Mormónum
Það er víðar en á íslandi, sem
biskupar taka upp baráttu gegn
villutrú. Biskupinn af Durham i
Englandi réðist á laugardaginn
harðlega gegn Mormónum, sem
nú stunda trúboð á Bretlandseyj-
um af miklu kappi.
Biskupinn sagði, að fólk yrði að
vera á var'ðbergi gegn áhrifum
Mormóna, en þeir notuðu meðal
annars tómstundaheimili og dans-
klúbba fyrir æskufólk til þess að
TÉKKNESKIR NJÓSNAR-
AR DÆMDIR í SVISS
snúa ungu fólki frá kristinni trú.
Hann sagði að prestar í biskups
dæmi sínu væru nú mjög áhyggju-
fullir vegna trúboðs Mormóna, en
trúboðarnir væru myndarlegir
ungir menn, studdir miklu fjár-
magni frá Bandaríkjunum, og yrði
þeim mikið ágengt, einkum meðal
ungra stúlkna. Væru þess dæmi,
að jafnvel 14 ára gamlar stúlkur
hefðu gerzt heittrúaðir Mormón-
ar.
Biskupinn sagði að lokum að
stofnandi mormónatrúarinnar, Jo-
seph Smith og eftirmaður hans
Brigham Young hefðu ekki haft
neina spámannsgáfu og væru írú-
arbrögðin öll hin fáránlegustu.
Aarau 17. apríl (NTB-Reuter)
ÞRÍR tékkneskir njósnarar hlutu
þunga fangelsisdóma fyrir sviss-
neskum herrétti í dag.
Otto Schwarzenberger, sem
dæmdur var til 12 ára fangelsis-
vistar, er fæddur í Vínarborg ár-
ið 1927. Hann var dæmdur fyrir
njósnir um hernaðarmálefni, svo
og njósnir um svissneskt stjórn-i
mála- og atvinnulíf. Kona hans,
Eva Schwarzenberger var dæmd í
6 ára fangelsisvist. Hjónin eiga
tvö börn.
Þriðji njósnarinn, Vlastimil
Glaser, kopist á sínum tíma til
Svisslands á fölsuðu diplómata-
vegabréfi. Hann hlaut 5 ára fang-
elsi.
Njósnarar þessir voru hand-
teknir í janúar 1961 ásamt þeim
fjórða, tékkneskum manni að
nafni Bohuslav Pavlik. Sá reyndist
vera alvarlega veikur og var hann
því sendur til Prag áður en til
réttarhalda yfir honum kom. —
Mun hann hafa látizt þar skömmu
síðar.
Foringi njósnaranna, Otto
Schwarzenberger, gekk í tékk-
nesku njósnaþjónustuna árið
1955, eftir að hann hafði stundað
nám í hagfræði við háskólann í
Prag. Sagði forseti herréttarins,
að Otto hefði verið sérlega hættu
legur njósnari, sem grafið hefði
undan öryggi Svisslendinga.
Njósnararnir lýstu því allir yfir
fyrir réttinum, að þeir væru sekir.
Börnum hjónanna verður kom-
ið fyrir hjá fjölskyldu í Zurich.
Tólf falast
eftir jörð
Hvolsvelli, 17. apríl.
MIKIL eftirspurn er eftir jörð-
um hér í nágrenninu, og óvenju
rnargar jarðir eru lausar tii ábúð--
ar.
Tólf menn liafa falazt eftir jörð
inni Miðkrika í Hvolshreppi, en
ekki er vitað hver fær hnossið.
í Fljótshlíð byggjast ríkisjarð-i
irnar, en ekki sjálfseignarjarðirn-
ar, sem selja á.
Miðkriki í Hvolshreppi er mjög
vel í sveit sett. — Þ.S.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. apríl 1%2 3