Alþýðublaðið - 18.04.1962, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.04.1962, Blaðsíða 1
43. árg. — ÞriSjudagur 18. apríl 1962 — 91. tbl. Friösamleg þinglok » lauk í gær störfum jínum, nema hvað þinglausnir fara ?ram í dag. Afgreidd voru sí&uaia máiin, þar á meðal lög um samn- ingsrétt opinberra starfsmanna, líf- eyrissjóð sjómanna og skráningu sjómanna. Voru reknir hnútar á deiluatriði í öllum málum, sem ætl u ar áð Ijúka, og tókst það með friði og spekt. Að loknum störfum kvöddu deild arforsetar þingmenn, en forustu- nenn stjórnarandstöðunnar. — í neðri deild þakkaði Einar Olgeirs- son „hinni ungu og fögru konu“, sem þar hefur verið forseti fyrir réttláta og röggsama stjóm deild- arinnar. Þinglausnir verða í sam- einuðu þingi í dag. Snævarr for- seti Þjóðvina- félags AÐALFUNDUR Hins íslenzka þjóðvinafélags var haldinn á Al- þingi í gær, og var Ármann Snæ- varr háskólarektor kjörinn forseti þess, en Bjarni magister Vilhjálms son varaforseti. Dr. Trausti Einarsson flutti skýrslu um störf félagsins, og minnzt var hins látna formanns þess, Þorkels Jóhannessonar rekt- ors. í stjórn voru kjörnir auk fyrr- nefndra þeir Halldór Kiljan Lax- ness, Matthias Jóhannessen og Gísli Guðmundsson .Endurskoðend. ur voru kjörnir Jóhann Hafstein og Stefán Pjetursson. Vesturbæmgar EINS og við sögðum frá um daginn hlaut bandaríska kvik- myndin „Vesturbæjarsaga“ hvorki meira né minna en 19 Oscarverðlaun. Myndin sýnir viSb'rögS tveggja verðlauna- hafa, kossar og gleðióp. NEÐRI DEILD Alþingis sam- þykkti í gærdag frumvarpið um samningsrétt opinberra starfs- manna, og afgreiddi það til ríkis- stjórnarinnar sem lög. Þar með hefur samningsréttur hinna opin- beru stafrsinanna verið lögfestur og samtök þeirra liafa fengið veiga mikla réttarbót. Er þetta mesti sig- ur, sem samtökin hafa unnið til þessa. Samkvæmt lögum liefjast samn- ingaviðræður milli BSRB og full- trúa f jármálaráðuneytisins 1. ágúst í sumar ,og cr búizt við að þær taki nokkurn tíma. Náist ekki samkomu Iag niilli aðila, gengur málið sam- kvæmt hinum nýju lögum til sátta- semjara og síðan til kjaradóms, sem úrskurðar, ef allt annað þrýt- ur. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra sagði á þingi í gær, að eitt, höfuðverkefni í samningunum! mundi verða að fjalla um, hvernig | skipa skuli liinum ýmsu störfum' í flolcka og livert launahlutfaB * flokkanna eigi aö verða í næsíu ■ * EKKI LÍTIÐ KÖLD, ÞESSI NÆST þegar þér verður kalt, skaltu hugsa til stúlkunnar að tarna. Þetta er reyndar tómstundagaman liennar, sem mynd in sýnir, þ. e. að bíða þangað til hann er kominn á með almirilegu frosti, yelja sér snoturt vatn undir ís, höggva gat á ísinn — og kafa eftir fiskum. Sú ískalda heitir Judy og er Kanadamær. Og hún heldur því fram, að þetta sé skemmtileg ur leikur! fraintið. Er almennt gert ráð fyrir, að á þessu sviði verði heildar- endurskoðun. Þótt ráðhefra liafi ekki sagt það berum orðum, er al- mennt búizt við, að hinir nýju samningar, hinir fyrstu í sögu þjóð arinnar milli opinberra starfs- manna og ríkisins, leiði til kjara- bóta fyrir starfsmennina. Síðustu daga hafa ýmsir hópar opinberra starfsmanna, sérstaklega hinir langskólagengnu, gert kröfur um Icaupiiækkanir eða sagt upp störfum með nokkurra iriánaða fyr- ii-vara. Meðal þeirra eru sjúkra- húsalæknar, fiskifræðingar ýmsir fleiri. Segja má, að samstaöa hafi ver- ið á Alþingi um afgreiðslu frum- varpsins um samningsréttinn. Lýð- ræðisflokkarnir þrír stóðu alveg að málinu, þar sem það var nið- urstaða af samræðum milli ríkisins og BSRB. Hins vegar lögðu kom- múnistar fram víðtækar breytinga- tillögur, sem hefðu gersamlega umturnað málinu, ef þær liefðu hlotið samþykki þingsins. Þegar þær liöfðu verið felldar, sátu þeir hjá við endanlega afgreiðslu máls- VEGIR eru nú víðast hvar orðnir færir bílum á ný eftir skemmdir þær, er víða urðu á vegum af völd um flóðanna um helgina. Aðeins á éinum stað eru vegir enn ófærir vegna flóða, en það er við Álf„ta- vatn. Að sögn Vegamálaskrifstofunnar var vegurinn upp að Sogi enn í gær enda lá hann undir vatni á nokkru algerlega ófær með Álftavatni, svæði. Enn er mikið vatn í Ölfusá- en hún flæðir ekki lengur yfir bakka sína. Mikið tjón varð á veginum með Hólmsá upp að Lækjarbotnum, en nú er að mestu lokið viðgerðum á honum, nema við Lögbergsbrekk- una, þar sem vegurinn fór mjög illa. Allir vegir eru annars færir sunnanlands, nema hvað vegir eru illfærir ofarlega í Biskupstungum vegna bleytu en frost er nú að fara úr jörðu. Norðurlandsvegur er blautur af sömu ástæðum og verst ur í Skagafirði. Leiðin fyrir Hval- fjörð er sæmileg en nokkrar bleytu er vart á Snæfellsnesveginum. Búið er að opna veginn inn Gils- fjörð, en hann hefur verið lokaður undanfarna mánuði vegna snjóa. Hefur vegurinn nú verið mokaður og er Vesturlandsvegur því fær inn í Króksfjörð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.