Alþýðublaðið - 18.04.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.04.1962, Blaðsíða 13
í RÆÐU sinni viff útvarpsum- ræðurnar sl. föstudagskvölil ræddi Gylfi Þ. Gíslason viffskipta málaráðherra m.a. um affstöffu ís la-nds til Efnahagsbandalags Evrópu. Hér fer á eftir sá kafli ræffu ráffherrans, er fjallaffi um þaff mál: „Þá ætla ég aff síðustu aff fara nokkrum orðum um afstöðu Is- lands til EfnahagsbandalagSins, en þar cr um að ræða eitt mesta vandamál, sem íslendingar munu liafa að glíma við á næstu árum. Þáð er nauðsynlegt, að allir ís- lendingar geri sér ljóst, að Efna hagsbandalagið er staðreynd, ltvort sem okkur líkar hún betur cða verr. í kjölfar stofnun ar Efnahagsbandalagsins og þeirr ar stækkunar þess, sem allar lík ur benda til, að muni eiga sér stað á næstunni, eru að sigla og munu sigla víðtækar breytingar í efnahagsmálum Vestur-Evrópu. Innan vébanda Efnahagsbanda- lagsins munu verða ýmsar dýr- mætustu auðlindir jarðarinnar, meira fjármagn en víðast hvar annars staðar, tækniþekking á borð við það, sem liún gerist bezt . í heiminum og þar verður um að ræða víðáttumesta markað heims viðskiptanna. Enginn vafi er á því að sú þróun' sem nú er hafin, mun bæta lífskjör almennings í Vestur-Evrópu mjög á næstu ár- um og áratugum. Grundvallarregla Efnahags- bandalagsinfe er sú, að innan þess skuli allur atvinnurekstur og öll viðskipti vera frjáls, en allur inn flutningur tollaður til verndar framleiðslu bandalagsrikjanna. Til þeirra landa, sem líklegt er,að innan skamms verði aðilar af Efnahagsbandal., fluttum við um 60% af útflutningi okkar árið núverandi útflutningur okkar þangað hljóti að dragast saman og við verða að beina honum að öðrum og óhagkvæmari mörkuð um. 1961. Tollar á útflutningsvörur okkar til Efnahagsbandalagsland- anna eru nú byrjaðir að hækka, og munu nema um 11%, þegar öll hækkunin er komin fram, í stað 6% eins og áður var. Hags munir okkar af því að eiga að- gang að þessum stóra markaði án þess að þurfa að greiða þennan toll cru augljósir. Samt er það ekki aðalatriði þessa máls, eem hér er um að ræða; að losna við þá hækkun tolls á meiri hluta út flutnings okkar, sem við yrðilm að bera, ef við stæðum utan Efna hagsbandalagsins. Enn mikilvæg ara er hitt, að vegna nálægðar og gamalla tengsla við Vestur- Evrópu á sviði viðskipta, menn- ingar- og stjórnmála eru Vestur- Evrópulöndin eðlilegasta markaðs svæði íslendinga og geta auk þess selt okkur flest það, sem við þurfi um að flytja inn. Það er því ís- lendingum langhagkvæmast, að sú mikla aukning á útflutningi, sem hér verður að eiga sér stað, ef lífskjör þjóðarinnar eiga að geta batnað jafnmikið og við hljótum að keppa að, beinist ein mitt fyrst og fremst til þessara landa. Innan bandalagsins eru ýmsar þjóðir sem framleiða sömu Kvikmyndir F •• ’>ald af 12. siSu. ur góðri kimnigáfu. Hann virðist nú hafa snúið sér einkum að gaiu anhlutverkum, — þá það — en þeir, sem sáu „Laun óttans". sem sýnd var í Bæjarbíó fyrir nokkru, muna hann sem mjög hæfan leik ara á öðru sviði og ekki síður við hans hæfi. Marilyn Monroe, sveiflar mjöðmunum af mikilli mýkt og innlifun, en að hún sé hæfileika- mikil leikkona, það skulu aðrir fullyi-ða. Wilfrid Hyde White fer þarna með nokkuð hlutverk og er sér- stæður og kímilegur leikari, einkum fyrir sitt ágæta poker- fés og skemmtilega radddbeit- ingu. Auk þess koma fram nokkrir frægir fuglar, svo sem Bing Cros by, og Milton Berle, en gera ekk- ert til að auka á gildi myndarinn ar. - HE. GYLFI Þ. GÍSLASON vörur og við gerum nú og þær vörur, sem við væntanlega hefj um framleiðslu á til útflutnings. Ef við stöndum algjörlega utan bandalagsins, verður aðstaða þeirra svo miklu betri en okkar, að við getum ekki keppt við þær. Þess vegna er hætt við, að við getum ekki selt íramleiðsluaukn ingu okkar á þessum markaði, sem er okkur eðlilegastur og hag kvæmastur, og jafnvel einnig, að Þetta er meginvandinn í sam bandi við það að standa algjör lega utan bandalagsins. Á hinn bóginn er okkur íslendir.gum al gjörlega ómögulegt að taka á ur fullar skyldur bandaiagsríkj- anna. Því veldur fámenni lands ins og nauðsyn okkar á því að tryggja, að erlend stórfyrirtæki nái ekki tangarhaldii á atvinnu lífi okkar og stofni þannig efna hagslegu sjálfstæði okkar í voða. Ef íslendingar ættu kost á þess konar tengslum við Efnahags | bandalagið, að þeir gætu selt útflutningsvörur sínar á hinum stóra markaði þess með sömu skilmálum og framleiðendur þeirra innan bandalagsins, án þess að þurfa að stofna yfirráða rétti íslendinga yfir atvinnuveg um sínum í hættu og án þess að skerða forgangsrétt íslendinga til hagnýtingar á íslenzkum fiski miðum, skil ég ekki í, að nokkur íslendingur gæti verið því and- vígur. Við vitum hins vegar ekki, hvort við eigúm kost á slíku. Og við getum að sjálfsögðu ekki vit að það, fyrr en við höfum rætt málið við Efnahagsbandalagið. Ríkisstjórnin hefur talið rétt að bíða átekta þangað til nánari vitneskja liggur fyrir um það, hverjar undirtektir þær mörgu þjóðir fá.sem nú um þessar mund ir sumpart hafa sótt um aðild að bandalaginu eða eru í þann mund að gera það,. Ríkisstjórnin teldi það mjög æskilegl, að um afstöðu í þessu máli gæti tekizt sem víðtækust samstaða. Það mun reynast íslendingum örlaga ríkt um langa framtíð, að stefna sú, sem þeir marka, sé hvort tveggja í senn, heilbrigð og b‘óð holl. Við hljótum að leggia mikla áherzlu á að einangrast ekki frá þeim þjóðum, sem oklrur er ekki aðeins hagkvæmast að eiga meginviðskipti okkar við, heldur viljum einnig vera í n'm um menningar- og stjórnmá.a tengslum við. En jafnframt hljot um við að gæta þess, að fórna ekki þeim yfirráðarétti yfir ís lenzkum atvinnurekstri, sem c forsenda íslenzks sjálfotæðiá í efnahagsmálum, menningarm • - um og stjórnmálum, og smæð okkar gerir okkur sérstaklega nauðsynlegt að vernda. Við hljót um að treysta því, að þær þjóðir. sem við höfum liaft nánust sam skipti við, og ættu því að þekkja vandamál okkar bezt, skilji sér stöðu okkar. íslendingar) eiga ekki að biðja um neitt og þurfa ekki að biðja um neitt annað en að fá að stunda sem frjálsust við skipti við þjóðir, sem þeir hafa skipt við og vilja skipta við. Þótt við séum fáir og smáir, þurfum við engir gustukamenn að vera og eigum ekki að vera það. Landið og hafið umhverfis það á gnótt gæða, og þjóðin er dugleg og vel menntuð. Við eigum því að geta séð okkur farborða á við aðra, ef við sjálfir kunnum fótum okk ar forráð og höfum heilbrigð skil yrði til sem frjálsastra viðskipta. Tengsl við Efnahagsbandalagið geta skapað okkur skilyrði til vaxandi og frjálsra viðskipta á einum stærsta markaði veraldar og á þann hátt stuðlað að auknum framförum og bættum lífskjörum á íslandi. Ef þetta getur gerzt, án þess að stofna efnahagslegu sjálfstæði okkar í nokkra hættu getur þá nokkur verið í vafa um, hvaða stefnu við eigum að fylgia? Verður Dettifoss MIKILL áhugi virffist nú ríkja norffanlands og austan fyrir virkj un Dettifoss til notkunar fyrir stóriðju. Hefur verið nokkuff um um fundahöld og ályktanir I sam bandi við mál þetta og virðist einkum mikill hugur í mönnum Norðanlands aff beita sér fyrir máli þessu. Húsvíkingar virffast hafa tekiff forustu í máli þessu og hefur bæjarstjórn Húsavíkur sent blaðinu eftirfarandi ályktun um málið ásamt ýtarlegri greinar gerff bæjarstjórans á Húsavík um þetta mál. „Bæjarstjórn Húsavíkur vill taka undir áskorun Bændafélags Fljótsdalshéraðs til alþingis- manna Norðlendinga og Austfirð inga um að vinna að því að skapa órjúfandi samstöðu fólks ins Norðanlands og Austanlan . um þá „afgerandi nauðsyn" að Jökulsá á Fjöllum verði valiri næsta stórvirkjun með stórið’j fyrir augum. Jafnframt vill bæj r stjórnin taka undir þá áskorun Bændafélagsins til alþingisman Norðlendinga og Austfirðinga rð beita sér fyrir fulltrúafundi sveitarstjórna Norður- og Austnr lands til þess að vinna að fram gangi virkjunar Jökulsár á Fjöll um í sambandi við stóriðju. í því sambandi beinir bæjar stjórnin því sérstaklega til þing manna úr Norðurlandskjördæmi eystra um að þeir liafi forgöngu um fundarboðunina í samvinnu við aðra alþingismenn Norðlend inga og Austfirðinga, svo og bæjarstjórnir og sýslunefndir í þessum landshlutum”. „Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja bréf til að senda öllum sveitarstjórnum í Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungum um virkjunarmál Jökulsár á Fjöllum“ Listinn á Húsavík ALÞÝÐUFLOKKURINN á Húsa- vík hefur lagt fram framboðslista sinn i bæjarstjórnarkosningum. Efstu sæti listans skipa þessir menn: 1. Guðm. Hákonarson, verkam. 2. Einar Fr. Jóhannesson, húsgagnasmiður. 3. Einar M. Jóhannesson, verksmiðjustjóri. 4. Arnljótur Sigurjónsson, raf virkj ameistari. 5. Mikael Sigurðsson, vélstjóri. 6. Jón B. Gunnarsson, sjóm. 7. Vilhjálmur Pálsson, íþrótta- kennari. 8. Sigfríður Kristinsd. húsfrú. 9. Salomon Erlendsson, húsgagna- smiður. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. apríl 1962 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.