Alþýðublaðið - 18.04.1962, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 18.04.1962, Blaðsíða 12
Svo að liann heldur, að liann nái yfirtök- Ég vona að hann viti ekki, að ég er með Ungfrú WiUiams. Hvað í ósköpunum eruð unum með því að tefja mig í nokkrar mín- auka skammbyssu. þér að gera hér? útur. KRULLI FYRIR LITLA FÖLKID Sagan um unga kónginn í Hversdagslandi „Hvers vegna geymdir þú kvæðið mitt?“ ■ „Það kemur nú reyndar mér einni við. Mér finnst það annars kjánalegt að fara svona með það, sem maður gerir“, sagði Selina og var alvarleg. „Sá maður, sem virðir ekki verk sitt, á ekki skilið að fá að gera neitt“. , „Já, en ég virði verk mín Selina“, sagði ungi kóngurinn. „Það er alveg satt. Mér þótti mjög leið inlegt, að ég skyldi hafa bögglað kvæðið saman og kastað því í burtu. Eg gerði það bara af því, að mér þótti svo leiðinlegt, að þú skyldir ekki kunna að meta það“. „Ég sagði aldrei, að mér líkaði það ekki“. „En líkaði þér það, Selina“. „Já, það var ekki sem verst“. „Ertu að segia satt, Selina? meinarðu það? Sel- ina, veiztu að ég er búinn að gleyma því. Lestu það fyrir mig“. „Það geri ég ckki“, sagði Selina. „Kannske að það geti kennt þér að muna betur það, sem þú yrkir, áður en þú kastar því frá þér“. GRANNARNIR k©PIB COPENHAGEií Ætlarðu að ryksuga m!g — eða hvað? M—iWW—gaBCMBB———H—■—BBtt—■BHBgÐHWBa—Biy TTimtT^W—— „Ég man það“, hpópaði ungi kóngurinn skyndi lega. „Ég man það mjög vel núna. Hlustaðu á“. Hann tók í hönd Selinu og sagði: Þú ert fullkomnust allra svo falleg og góð, með funandi hjarta nú kveð ég mitt ljóð. Ég lifi ei án þín, í lotningu og þrá ég leyfi mór djarfur, að biðja um já. Kvikmyndir Háskólabíó:, Helrei'ðin. — Sænsk mynd, undir mjög vandaðri stjórn Arne Matt- son. Að flestu frábær mynd. Nýja bíó: Við skulum elsk- ast. —Amerísk gamanmynd, sögð fræg og vinsæl. — Yves Montand og Marilyn Monroe. Snillingurinn, Selma Lagerlöf, Iét eftir sig marga dýrgripi í sagnaskáldskap, einn þeirra hafa Svíar nú fært yfir á hvíta tjald- ið, með frábærum árangri — Ökumanninn — eða Helreiðina, eins og sagan hefur verið nefnd hér. Arne Mattson hefur annast leikstjórn í myndinni og hefur þar unnið mikið og afar vandað verk. Mattson er þekktur af stjórn sinni á Sölku Völku, hér á landi, en frægari af öðrum myndum, sem hafa skapað hon- um heimsfrægð. Það er freistandi að fara mörg um orðum um þessa mynd, vegna ýmissa eiginda hennar, sem eru um of sjaldséðar á tjaldi, en til þess gefst því mið- ur ekki rúm að marki. Þess skal þó getið, að fáar myndir hafa verið sýndar hér að undanförnu, þar sem jafnmikil áherzla er lögð á myndræna og hnitmiðaða myndbyggingu. Fáar myndir hafa verið sýnd- ar hér að undanförnu, þar sem áhrif ljóss og skugga eru nýtt jafn smekklega og vandlega. Hraði í uppbyggingu og leik er mjög nákvæmur og nýttur til fuilra áhrifa, og hljömar og þagnir oft mjög vel unnar, þó að megi finna. Of íangt mál yrði að segja að gagni þá sögu, sem liggur að baki myndarinnar, og skal því látið nægj[a að segja að ökumað- ur sá er myndin er nefnd eftir, er ökumaður dauðans og sú nafn- gift er byggð á þeirri fornu trú, að sá maður, sem síðastur -andast á liðnu ári, hljóti hið næsta ár að ferðast um í þeim tilgangi að heimta sálir hinna dánu til ríkis dauðans. Eftir árið er ökuför hans lokið, en nýr tekur við. Edvin Adolphsson, fer með hlutverk Georges, ræfilsins, sem verður sök í óláni margra og síðar ökumaður dauðans. A- dolphsson er mikilhæfur leikari og verður mjög minnisstaBður í þessu hlutverki. George Fant leikur bölberann, heimilisföðurinn og hefndarann, Davið Holm, sannfærandi og hörkulega. Hið sama verður að mestu sagt um aðra leikendur, þeirra hlut- ur í myndinni er eklci til að rýra gildi hennar. Myndin er afar vönduð og at- hyglisverð. II. E„ Ríkur maður, Jean Marc Cle- ment, fréttir að hann áé hafður að spotti í söngleik, sem verið er að æfa. Hann fer á stúfana og kynnir sér málið. Verður ást- fanginn af aðallcikkonunni og svífst engra bragða til að vinna hylli hennar, sem og tekst að lokum. Myndin er hörmulegur samsetn ingur, ýkt og afbökuð, en þrátt fyrir það gædd nokkrum þokka, sem hiýtur að reiknast Yves Mon tand til tekna/Þessi franski leik- ari er afar geðþekkur og gædd- Framhald á 13. síðu. 12 18- aPr'l 1962 - ALÞÝflUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.