Alþýðublaðið - 18.04.1962, Side 15

Alþýðublaðið - 18.04.1962, Side 15
eftir Jeari Cárceau \ „Já, vitanlega", svaraSi af- greiðslumaðurinn. Þá tillcynnti gamla konan að hún vildi fá herbergið strax og hún sagði: „Það má ekki skipta á rúminu HANS“. . Clark og Carole komu heim á búgarðinn eftir hádegi. Þegar Carole hafði heilsað mér fór hún upp á loft en Clark dvaldi á skrifstofu minni í klukkutíma og lýsti ferðalagi þeirra og sagði mér hvað Howard Strickling hefði^séð vel fyrir öllu og hve hreykinn iy m hefði vcrið af feg urð og yndisþokka Carole. „All- lr lágu fyrir fótum hennar“, sagði hann: „Ég reyndi að láta sem minnst. á mér bera“, sagði Carole mér seinna. „Þetta var dagur Pa“. Daginn eftir að Carole kom frá Atlanta fórum við að kaupa jólagjafir. í gólavikunni skreytti Carole alla neðri hæðina með greni og í stofunni setti hún upp risa- stórt hvítt jólatré skreytt með silfurskráuti. og fögrum blóm- um. Hún var svo góð að gefa okk ur hjónunum nákvæmlega eins skraut. Bessie og bróðir Carole, faðir Clarks og Edna og Pinke voru boðin í mat. „Við ætlum að hafa það mjög gott og skemmta okkur mjög vel“ sagði Carole. Þegar ég fór árla aðfangadags gaf Carole mér dásamlega fall- ega skinnslá og háa ávísun frá Clark lét hún í tösku mína. Hún gaf Russ mairni mínum bíljakka og litlu skólatelpunni sem aðstoð aði mig heima við, sendi hún líka gjöf. Þetta ár gaf Clark Carole stórt hjarta úr rúbínstein auk alla minni gjafanna svo sem greiðaslóppa, veski, peysur, klúta og ilmvötn aðallega Chann el nr. 5 sem var eftirlætisilm- vatn Carole. Carolc naut þess að gefa Clark eitthvað af því sem hún vissi að hann lcunni að meta svo seiji utanborðsvél, fiskiáhöld, svefn- poka eða einhver önnur tæki. Þessi jól gaf hún fionum mjög falleg náttföt úr, skilki og slopp af sömu gerð. Þau voru bæði í fölhvítu silki frá Hong Kong, sloppurinn var með sjalkraga og bæði sloppur og náttföt voru með upphafsstöfum hans. Clark dáðist að þessum náltfötum og liann lét sauma sér önnur eins ár eftir ár. Hún gaf honum líka peysur og önnur föt. Clark átti mjög gott fatasafr> hann klæddist vel og hugsaði vel um föt sín. Skórnir hans voru all ir handsaumaðir í Englandi og Miriam hélt þeim spegilgljá- andi. Hvort sem Clark var í kjól og hvíttj eða gallabuxum bar hann föt /sín vel og hann var án efa einn bezt klæddi kvikmynda leikarinn. Honum þótti sérstaklega vænt um gömlu hattana sína. Þó að hann væri óaðfinnanlega klædd- ur að öllu leyti var eitt að, hann vildi aldrei láta hreinsa hattana sína. Clark hafði mikinn áhuga fyrir klæðaburði kvenna og Carole klæddi sig til að þókkn- ast honum. Hún var mjög smekk leg og hafði óvenjulega gáfu til að ganga ætíð vel til fara og föt sín bar hún eins og drottn- ing. Föt hennar voru í þeim lit- um sem hún vissi að Clárk þóttu fallegastir — hvítt, drapp — grátt, svart. Skinnfeldir hénn ar voru úr minka eða silfur- refaskinni. Gimsteinar hennar og skartgripir voru dásamiegir. Carole elskaði hatta. Þeir mun brjálæðislegri sem þeir voru, þeim mun betri. Eg sá hana einu sinni kaupa sér tylft í einu. „Eg set þá víst aldrei upp,“ sagði hún. „Mig langar aðeins til að fara með þá heim svo Pa hafi eitthvað til að skemmta sér yfir.“ 8. Hvenær sem tækifæri gafst fóru Gable hjonin á veiðar. Þau voru bæði mjög góðar skýttur. Carole hafði æft sig mikið áður en hún lærði að fara með byssu og nú fannst henni jafn skemmtilegt að veiðá og Clark. Hún var mjög snögg, en hún var hittin. Fólk var vant að dást að því hve mjög Carole hefði breytzt, hvernig hún væri orðin í- þróttakona Clarks vegna, en enginn nema mjög nánir vinir skildu að Carole var líka að breyta Clark. Hún var svo þrungin lífsfjöri, svo þrungin lífsgleði, að allt og allir hrifust af glaðiyndi henn- ar. Andrúmsloft ástar og vin- áttu, það að Clark gekk alltaf fyrir, varð tii þess að Clark hætti síður til að fá þunglyndisköst sín. Einn vinur þeirra segir: „Unz Clark giftist Carole trúði hann aldrei á velgengni sína. Hann bjóst alltaf við að hún myndi hverfa eins og dögg fyrir sólu og hann yrði aftur að vinna erfiðisvinnu. En Carole kenndi honum að slaka á, að vera frjáls, að" losa sig við gamla óttann og þunglyndið.“ ★ Um vorið 1940 fór Clark að leika í ,, Hér vantar nafnið — á móti Claudette Colbert, sem hann hafði ekki leikið á móti síðan þau léku saman í „Það skeði um nótt“. Meðal leikara voru Spencer Tracy. Frank Mor- gen og fegurðardísin Hedy La- marr. Þau skemmtu sér vel sam- an og Clark fannst mikið til um að leika á móti Spencer, sem hann leit mjög upp til. Kvikmyndin gerist á olíu- svæði og Clark hafði mjög gam- an af að fara og skoða öll nýju tækin sem þar var að finna á borstöðvunum. „Það hefur svei mér orðið breyting á síðan við pabbi unn- um við þetta,“ sagði hann. „Þá voru engir jarðfræðingar til að segja manni hvar ætti að bora. Við fórum eftir eðlisávísuninni og boruðum af krafti." Clark fékk frí á fyrsta gift- ingarafmælinu þeirra. Þau Ca- role héldu daginn hátíðlegan með því að fara á hestaveðhlaup in í Santa Anita nálægt Arca- dia. Hvorugt þeirra vildi veðja miklu svo þau námu aðeins staðar við tveggja dala glugg- ana. Clark kom heim sem sigur- vegari með 36 dali og 80 cent í gróða; Carole tapaði tíu dölum. „Eg reyni að veðja á þann, sem mér virðist muni sigra,“ sagði Clark, „en Carole fer eftir því, hvort henni lízt vel á litinn, sem knapinn er í.“ Gable-iijónin voru ekki mik- ið fyrir veizluhöld en einu sinni á ári héldu þau samsæti fyrir átta eða tíu framámenn kvik- myndaversins. Og ú hverju sumri hélt Car- ole tuttugu beztu vinum þeirra veizlu. Hún lct búa til danspall í garðinum og umkringja hann með veggjum úr þykku sellófani og allt svæðið var , lýst upp af glæsilegum ljósaútbúnaði. Borðin voru litil og þakin rauðköflóttum dúk og olíulahip- ar stóðu á þeim. Hún lét setia Ævisaga CLARK GABLE upp laglegan bar og skraucleg- an pylsuvagn. Lítil hljómsveit var leigð til að leika undir borð um og fyrir dansi. Bob, yfirmatsveinn „Brown Derby“ var ráðinn til að sjá um matinn. Carole var einhver bezti viðskiptavinur hans og hann naut þess sjálfur, að sjá sjálfur um veizlur hennar. Meðal sér- rétta hans vor'u litlar, þunnar steiktar sneiðar, sem bornar voru fram sjóðheitar sem for- réttur. í pylsuvagninum fékkst steik, kalkúni, baunir, salat, ís og súkkulaði kaka. Stuart, bróðir Carole var jafn fyndinn og glaðvær og hún og þau sáu svo um, að allir skentmtu sér vel. „Við gerum svo sem ekki neitt'," sagði Carole, þegar ég spurði hana hvernig kvöldið hefði verið, , „en við hlæjum lirein ósköp og Pa skemmtir sér vel.“ Clark hataði næturklúbba og þau fóru mjög sjaldan þangað eða í samsæti en þau fóru stöku sinnum í héimsókn til' vina sinna. Kvöld nokkurt fóru þau í boð til Fred MacMurray hjónanna í Bel Air. Irene hafði teiknað mjög fagran hvítan kvöldkjól handa Carole og nú var hún í honum í fyrsta skipti. Um kvöld- ið fór hún að dansa umhverfis sundlaugina og féll í liana. Hún lét það ekki á sig fá, heldur var hin ánægðasta áfram í greiðslu slopp MacMurrays. Næsta dag> hringdi hún til Ir- ene og sagði henni fréttirnar. „Það hefðu allar aðrar konur orðið leiðar yfir að eyðileggja fallegan kjól,“ sagði Irene, „en ekki Carole. Henni fannst það stórkostlega fyndið. Eg sagði henni að koma með hann og leyfa mér að líta á hann, en1 hann var gjörónýtur. Carole hió , bara og bað um annan eins.“ j 9. Viðtokurnar, sem „Hér vantar _ nafn“ fékk voru svo góðar, að kvikmyndafélagið ákvað aS láta : Hedy Lamarr leika á móti Clark Gable í „Félagi X“. Clark lék þar amerískan' blaðamann, sem fer til Rússlands og verð-'1 ur ástfanginn af Hedy, sem leik ur fallegan sporvagnsstjóra. Clark var með alskegg í þess- ari mynd og hann varð að vakna klukkutíma fyrr um morgun- inn til að fara til kvikmyndavers ins, því það tók Stan mjög lang an tíma að setja skeggið á hann. Clark fannst Hedy fögur og hann kunni mjög vel við hana, en hann stríddi henni óspart með því, hve miklum tíma hún eyddi í að laga sig til. „Svona, nú“ sagði hann við hana, gleymdu á þér andditinu — og reyndu að leika.“ „Þegar hún kom ómáluð á morgnana," segir Stan, „þá var hún svo fögur, að mér fannst það synd að neyðast til að farða hana.“ Hedy þekkti ekkert til leikað- ferða Ameríkumanna í kvik- myndum og hún var mjög ó- styrk. Clark var þolinmóður við hana og reyndi að róa hana. Það gekk aftur á móti tölu- vert á hjá RKO, en þar var Ca- role að leika í „Herra og frú Smith“ á móti Robert Montgo- mery og Gene Raymond undir stjórn Alfred Hitcliock. Þessi gamanleikur var eftir Norman Krasna og Carole vein- aði af kátínu, þegar hún las handritið, — en það fjallar um Clark var einn af vinsælustu borgurum Hollywood. Eins og geta má átti hann mikinn sæg vina, ekki sízt úr hópi kvikmyndaleikara. Hér hafa tveir ágætir kunningjar hans skroppiS meS hcnum á skfSi, þau Ingrid Bergman og Cary Cooper. / ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. apríl 1962 |,5

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.