Alþýðublaðið - 18.04.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.04.1962, Blaðsíða 8
BÖRN mæðra, sem reykja, eru að jafnaði léttari og ó- heilbrigðari en börn þeirta mæðra, sem ekki reykja, seg- ir bandarískur læknir í skýrslu, sem hann hefur sam- ið fyrir Bandaríkjaþing um áhrif reykinga á barnsfæð- ingar. Skýrsla dr. Masland er byggð á ítarlegum rannsókn- um, en í skýrslunni heldur hann því fram, að þær mæð- ur, sem reykja meðan þær ganga með barn, eigi á hættu að eignast minni og óheíl- brigðari börn en ella og því óheilbrigðari því meira, sem þær reykja. Einnig er það staðreynd, segir í skýrslunni, að fæðingar fyrir tíma eru mun tíðari meðal kvenna, sem reykja — en hinna. Rannsakaðar voru 50 þús. mæður og börn þeirra og telur dr. Masland að af þeim rannsóknum megi teljast sannað, að nikótínið hafi mjög óheppileg. áhrif á þróun fóst- ursins í móðurkviði og ættu því allar þær mæður, sem annt er um velferð barna sinna, að leggja niður reyk- ingar meðan þær ganga með barni. Aðeins þannig verði komið í veg fyrir þau slæmu áhrif, sem reykingar hafa á fóstrið og síðar meir á barn- ið í uppvexti þess. Hin óheppilegu áhrif, sem fóstrið verður fyrir í kv<ði þeirra mæðra, sem reykja, geta haft mikil áhrif á hcil- brigði barnanna í framtíð- inni, því í móðurkviði er lagð ur grundvöllur að seinni þroska og vexti barnsins. Sé þeim grundvelli ábótavant, getur það tekið langan tima að bæta barninu það upp og jafnvel aldrei tekizt. í Danmörku hefur verið tilkynnt, að unnið sé að svip- uðum rannsóknum og hefur þekktur danskur læknir ný- lega látið svo ummælt, að MAFIA SKAL ÚTRÝMT þessar upplýsingar dr. Mas- land komi dönskum læknum engan veginn á óvart, því danskir læknar hafi þegar sjálfir komizt að sömu niður- stöðum, og muni þær birtar bráðlega í einstökum atrið- um. Aðspurður hver þessi slæmu áhrif væru, svaraði læknirinn, prófessor E. Brandstrup í Kaupmanna- höfn, að það væri vitað, að níkótínið hefði áhrif á æð- arnar þannig, að blóðrasin minnkaði til fóstursins, sem ákvæði að nokkru leyti hve stórt fóstrið verði. Af því er barnshafandi konum ráðlagt að reykja ekki, annars geta þær átt á hættu, að eignast 'óheilbrigðari börn en ella eða að fæða fyrir tímann. Mafia, hinn illræmdi leyni félagsskapur á Sikiley, má búast við því að eiga ekki sjö dagana sæla á næstunni. Hér- aðsþing Sikileyjar samþykkti fyrir nokkru samhljóða á- skorun til þjóðþingsins í TRóm þess efnis, að sett yrði á stofn sérstök nefnd, sem vinni að því að uppræta Ma- fia. Aldrei frá því Mafia var stofnuð fyrir um 160 árum, hafa menn þorað að ganga eins langt gegn Mafia og nú. Ástæðan er sú, að Mafia reynir nú að koma í veg fyr- ir uppbyggingu Sikileyjar, sem til þessa hefur verið eins konar fátækrahverfi Ítalíu. Mafia var upprunaiega | Ósökkvandi EK ® ph ggj gr n | | bjorgunarbatur ;! Fiskveiðasýning stendur nú yfir í Forum I Kaupmannahöfn. Þar er fjölmargt || ; | til sýnis ýmissa nýjunga, m. a. björgunarbátur sá, sem hér birtist mynd af. Björg- |í J J unarbátur þessi getur tekið um 51 mann. Hann er smíðaður í Þýzkalandi, og er ; J !; lögun hans öðru vísi en verið hefur um slíka báta. Bátur þessi getur að sögn hvorki ; í ; : sokkið né honum hvolft. — Sýningin í Foram er mjög stór og búizt við inikiilj að- !| ; i sókn og m. a. f jölda gesta utanlands frá. j; MMHMMttWWHMMMMMHMMHUMMMtUMMMHWmtMMMIMMttMMVMMMM nokkurs konar heimavarnar- lið, sem hafði leyfi ítölsku stjórnarinnar til að verja í- búa eyjarinnar gegn mörgum ræningjahópum, sem um ár- ið 1800 herjuðu á eyna. En lið þetta varð brátt eins lcon- ar Robin Hood félagsskapur, sem þvingaði m. a. landeig- endur og auðmenn til að greiða sér skatt, sem síðan var deilt meðal fátækra. — Spilling hins opinbera réttar halds á Sikiley var einnig slík, að Mafia varð brátt hið raunverulega yfirvald dóms- málanna. Mafia var skipuð mönnum úr öllum stéttum,. en flestir komu meðlimirnir samt úr hinni fátæku bændastétt. — Agi var mikill í félagsskapn- um og þó fyrst og fremst kraf izt algerrar þagmælsku um allt starf Mafia. Sérhverju agabroti var hegnt með dauða refsingu, og væri einhverri skipun ekki fylgt, var það á- litið agabrot. ★ Á árunum 1872 til 1874 voru hvorki meira né minna en 5000 menn myrtir á Sikil- ey af Mafia. Árið 1860 leysti Garibaldi Mafia upp, en hún starfaði þó áfram leynilega eftir sem áður, og hefur lif- að allt til þessa dags. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar til að útrýma félagsskapnum, en þær hafa allar mistekizt. Á nokkrum síðustu árum hafa 200 menn verið myrtir á Sikiley, og leikur enginn vafi á því, að Mafia stendur að baki nær allra morðanna. MMMtMMMMMMHMtVtW Hér sést Elizabeth prins- essa, sem einnig heitir Toro og er dóttir prins nokkurs Omukama að nafni frá Af- ríku. Hún er við nám í Cambridge og þykir fögur stúlka ekki síður en sú brezka Elizabeth. |l—mi n..... ............. 8 18. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ iMMMMMVMMMVMM ÍÞjófar á þyrlum FYRR Á TÍMUM ger sjóræningjar strai: högg og rændu og ru] uðu. Nú gera menn vc ur í Ameriku, nánar tekið Kanada, nokkii konar strandhögg m Inýtízku sniði. Ræninj arnir fá sér þyrlu hefja síðan iðju síns þeim héruðum, þ samgöngur eru strj ar og erfiðar yfir vi urinn. Undanfarið hi ur hið fræga kanadís lögreglulið verið í e ingarleit við ræning af þessu tagi, sem f: ið hafa ránshendi Norður-Kanada, se staklega á veiðisva unum við St. Lawren fljótið. Veiðimenn nokki tilkynntu fyrir skömr lögreglunni, að nokki menn hafi komið stöðva þeirra í þýrlu lent við skinnageyms Þeir afvopnuðu vei ina og flugu síðan brott með 380 dýrm skinn. Þetta var í ar að sinn, sem slíkt sk< á þessum slóðum, ' ekki hefur tekizt hafa uppi á þjófum ennþá. 49AMMMMMMMMMV ÁFENGIS- HREINSUí AUSTAN TJALDS BÚKAREST (UPI) H< gegn drykkjuskap hefi verið hafin í Ungverja Glæpir af völdum drj skapar hafa farið vax: landinu að undanförnu þess sem yfirvöldunum ur þótt allmikill tími : súginn vegna drykkjusl Þau slys eru einnig bæði í iðnaðinum og ur inni, sem orðið hafa eða óbeint af drykkjusl Þúsundum lélegra dr kráa hefur verið lok; blöðin, útvarpið og sjói ið hreinsað af öllu því hvatt gæti til drykkjus: en í stað þess hafin ári herferð gegfi drykkjus urrj. Nú eru hins vegar ar ir ávaxta og heilsudr sem eru sérstaklega ti af þessu tilefni. Þá haf: rngar verið þyngdar "læpi og slys, sem or af áfengisneyzlu. Stjórnin ætlar á næ; að setja upp 17 hæli drykkjusjúklinga og h: beirra þegar hafið stai sma. ' i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.