Alþýðublaðið - 08.06.1962, Síða 4

Alþýðublaðið - 08.06.1962, Síða 4
Á SAHIA TIMA sem iði> aðarframfarir eru hvað stór- stígastar á vesturlöndum og landbúnaðarframl. Bandarílcj- anna er svo mikil, að stjórn- arvöld þar í Xandi borga bænd- um fyrir að sá ekki í alla akra sína, eiga kommúnistaríkin enn í stórkostlegum erfiðleikum með matvælaframleiðslu sína. í Kína er hungursneyð orðin svo til landlæg og í Rússlandi varð Krústjov fyrir helgina að grípa til úrræða, sem á máli Þjóð- viljans mundu hcita „íhalds- úræði“, til að skerða hlut verka- manna í landinu og bæta hag bænda. Það, sem einna mcsta athygli vekur í sambandi við hinar gífarlegu verðhækkanir á kjöti og smjöri í Bússlandi, er ef til vill ekki hækkunin sjálf né það að stjórn, sem kallar sig sósíal- istíska, skuli með einu penna- striki skerða kjör verkamanna svo óskaplega sem raun ber vitni heldur hitt, að forsætis- ráðherra Sovétríkjanna og að- alritari kommúnistaflokksins skuli standa upp á fjöldafundi og viðurkenna mistök, án þess að reyna að kenna hinum djöf- ullegu kapitalistum eða and- stavðingum sinum innan ríkis- ins um allt saman. Það var vitað mál, að Krúst- jov heftir löngum talið sig mik- inn séfræðing í landbúnaðar- málum og verið umsvifamikill á því sviði. Með ýmsum breyt- ingum í landbúnaðinum taldi hann sig geta bætt og aukið landbúnaðarframleiðsluna svo mjög, að fyrir um fimm árum stærði hann sig af því, að á ár- unum milli 1960 og 1970 mundu Rússar borða eins vel og Banda- ríkjamenn. Þegar Krústjov nú neyðist til að standa upp og segja, að um „feilreikning“ hafi verið um að ræða I land- búnaðaráætluninni, sem geri hærra verð nauðsynlegt, þá er hér raunverulega um sjálfsgagn rýni að ræða, scm engan á sinn líka í sögu kommúnismans í Rússlandi. Á hitt ber að benda, að ólíkt eru viðbrögð Krústjovs þó stór- mannlegri en fyrirrennara hans, sem vafalaust hefði látið nokkra hausa fjúka við svipaðar að- fetæður og aldrei viðurkenní iiein mistök af sinni hálfu. • Það er þó sennilega ekki við Beinn einn mann að sakast um i erfiðleika kommúnistaríkjanna í landbúnaðarmálum. Veilan er í sjálfu kerfinu. Reynslan virð- ist sanna, að samyrkjubúskapur og afnám gróðavonar einstakl- ^ngsinsV a.m.k. í landbúnaði, getur ekki gengið. Þetta hafa stjórnarvöldin neyðst til að við- urkenna, m.a. með því að leyfa bændum á samyrkjubúum að yrkja sinn eigin blett auk hinna sameiginlegu Iendna, og núna síðast hefur hún neyðst til að bæta kjör bænda á kostnað verkamanna. Það fer tæplega á milli mála, að ekki hefur það verið neinn skemmtilestur fyrir Krústjov að þylja upp skýringar á þessum „kapítalistisku" ráðstöfunum sínum í verðlagsmálum. Hann befur á fyrri árum hent óspart gaman að hinum kapítalistisku ríkum, fyrir að grípa til ýmissa klassískra ráðstafana með það fyrir augum að jafna framboö og eftirspurn. Nú hefur hann neyðst til að grípa til sömu ráða sjálfur. Hann hækkar verð til þess þar með að draga úr neyzlu, cn vonast jafnframt til þess að hærra vcrð til bænda muni hvetja þá til aukinnar framleiðslu. Ef þetta er ekki „klassísk, kapítalistísk efnaliags ráðstöfun“, hvað er það þá? í venjulegu vestrænu þjóð- skipulagi mundi slík ráðstöfun vafalaust bera skjótan og góð- an árangur allt er óvissara um hvernig liún reynist í þjóðfé- lagi, þar sem sjálfsbjargarvið'- leitnin er talin hinn versti löst- ur, nema hjá toppunum. En það eru tvær hliðar á hverju máli og sú hlið, sem snýr að verkamönnum og neytendum almennt er allmiklu svartari. Það sér hver maður að hækkun kjöts og smjörs um 25—30% er ekki nein smáræðis kjaraskerð- ing. Eða hvernig ætli mönnum hér þætti að þurfa að greiða nálega 160 krónur fyrir kjöt- kílóið? Ef kommúnisminn get- ur ekki gert betur en þetta eftir 55 ára stjórn virðist ekki vera mikil ástæða til þess fyrir vest- urlandamenn að vera haldnir blindni trú á slíkt skipulag. Skipulag, sem komst á aðallega fyrir tilstilli verkamanna og seg ist vera fyrir verkamenn, en sviftir þá verkfallsrétti og skerð ir kjör þeirra svona óskaplega með einu pennastriki, getur ekki verið gott skipulag. Það er, eins og lesa má út úr útdrátt- um þeim úr bók Milovan Djilas, Samtöl við Stalín, sem birtir voru hér í blaöinu fyrir skemmstu, skipulag, sem miðast við liagsmuni fámennrar yfir- stéttar. En það er ekki aðeins skipu- lagið í landbúnaðarmálum og atvinnumálum yfirleitt, sem kemur til hér. Það er augljóst að efnahagslíf Sovétríkjanna er í megnustu örðugleikum vegna vígbúnaðarins. Kostnaðurinn af honum, og að sjálfsögðu af alls konar „prestige" lánum, sem frumstæðum þjóðum er veitt með það fyrir augum að út- breiða kommúuismann, er orð- inn svo mikill, að kerfið er allt komið úr skorðum. Skortur er á almennum neyzluvörum, en kaupgetan hins vegar slík, að skera varð liana niður. Afleiðingin af þessum örðug- leikum er sú, að geta Rússa til aðstoða önnur kommúnistaríki minnkar. Telja reyndar sumir, að fundur sá í Comecon, stofn- un þeirri í Moskvu, sem sam- ræmir viðskipti og iðnaðarþróun Austur-Evrópuríkjanna er halda átti í Moskva í gær, eigi að fjalla um ráð til að skera niður útgjöld Sovétríkjanna með það fyrir auguin að draga úr erfið- Icikunum fyrir efnaliagskerfið þeirra. Það er raunverulega sárgraeti legt ástand, þegar svo er komið málum í heiminum, að annað af stórveldunum framleiðir svo mikið af matvælum, að það neyð ist til að takmarka framleiðslu, en hitt framleiðir svo lítið, að það fullnægir ekki eftirspurn og á í efnahagserfiðleikum vegna vígbúnaðar. Stórþjóðir eru raun verulega vandræða fyrirbæri, sem gera okkur smáþjóðunum lífið afar crfitt, en við verðum að vona í lengstu lög, að þessir stórlaxar fari að sjá að enda- laust vígbúnaðarkapphlaup er út í hött og fari að reyna að koma sér saman um að hætta þessu. Verkefnin eru ótæmandi. Enn ríkir skortur víða um heim og hversu stórstígar gætu fram farimar orðið, ef hægt væri að veita þeim f jármunum, sem til vígbúnaðar fara, í aðra farvegi er stuðlað geti að aukinni hag- sæld og velmegun almennings um heim allan. IWMMWWWMMWWMWWtWWtWMWWiWtWtWWWWimWWWiÆWMWWWW Söluaukning hjá Kaupf. Suburnesja Aðalfundur Kaupfélags Suður- nesja var haldinn í Aðalveri í Keflavík, föstudaginn 1. júní. Fundinn sóttu kjörnir fulltrúar frá öllum deildum félgsins, nokkr ir starfsmenn þess, stjórn og endurskoðendur. Formaður íélagsstjórnar, Hall- grímur Th. Björnsson, setti íund- inn og bauð fulltrúa og gesti vel- komna. Fundarstjórar voru kjörn- ir; Guðni Magnússon og Svavar Árnason, fundarritarar, Arngrím- ur Vilhjálmsson og Ásgeir Einars- son. Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar, ræddi helztu fram- kvæmdir félagsins á árinu og gat um sameiningu Kaupfélagsins Bjarma í Ytri Narðvík og Kaup- félags Suðurnesja en fyrrnefnt félag lagði niður sjálfstæða starf semi sína og gerðist deild í Kaup- félagi Súðurnesja. Kaupfélags- stjórinn, Gunnar Sveinsson, las þá reikninga félagsins og skýrði þá. Vörusala Kaupfélags Suður Framh. á 12. síðu Stúlkur! 100% ullarflannel sportbuxur eru sniðnar eftir nýj- ustu tízku. Þær fara vel, krympast ekki oe það er auðvelt að þvo þær. Þér getið valið um fjölda lita eftir eigin smekk. Model 9893. V0IR FRAMLEÍÐSLA 4 8. júní 1962 - ALÞÝÐUBLAÐID ■i í

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.